Samráð fyrirhugað 12.05.2023—25.05.2023
Til umsagnar 12.05.2023—25.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 25.05.2023
Niðurstöður birtar 21.07.2023

Innleiðing Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Mál nr. 98/2023 Birt: 12.05.2023 Síðast uppfært: 21.07.2023
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Æðsta stjórnsýsla

Niðurstöður birtar

Þrjár umsagnir bárust. Í flestum umsögnum kom fram ánægja með yfirstandandi vinnu með heimsmarkmiðin á Íslandi en bent er á ýmsa þætti sem ber að hafa í huga til þess að gera betur og verða þær ábendingar nýttar í áframhaldandi vinnu með heimsmarkmiðin og mótun stefnu um sjálfbæra þróun.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 12.05.2023–25.05.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 21.07.2023.

Málsefni

Samráðsvettvangurinn Sjálfbært Ísland óskar eftir umsögnum um landrýniskýrslu (e. Voluntary National Review) um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Samráðsvettvangurinn Sjálfbært Ísland hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslunni verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í júní sem hluta af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum og niðurstöður hennar verða svo kynntar á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í júlí. Endanleg útgáfa skýrslunnar mun taka mið af þeim athugasemdum sem berast í gegnum samráðsgáttina.

Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu á heimsmarkmiðunum þvert á landið á innlendum sem og á erlendum vettvangi. Skýrslan tekur bæði mið af stöðumati stjórnvalda hvað varðar framgang að markmiðunum en einnig, í fyrsta sinn, stöðumati frjálsra félagasamtaka á Íslandi. Skýrslan byggir á víðtæku samráði og samstarfi en ýmsir hagaðilar skrifuðu sína eigin kafla í skýrsluna, svo sem ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar f.h. Landsambands ungmennafélaga (LUF) og Samband íslenskra sveitafélaga. Skýrslan ávarpar þær áskoranir og tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir og í því samhengi samdi forsætisráðuneytið við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands um gerð úttektar á svokölluðum smitáhrifum Íslands, eða þeim áhrifum sem aðgerðir innalands hafa á getu annarra landa til þess að ná heimsmarkmiðunum. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að finna í skýrslunni.

Einnig er að finna kafla um innleiðingu markmiðanna í íslensku atvinnulífi, vitundarkannanir og verkfærakistur sem og heimsmarkmiðavinnu stjórnvalda innan- sem utan landsteinanna. Heimsmarkmiðin eru víðfem og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitastjórnastigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika. Hagstofa Íslands sér um að safna gögnum fyrir mælikvarða heimsmarkmiðanna og þar sem skýrslan í ár er frekar stutt og hnitmiðuð eru meiri upplýsingar að finna í gegnum gagnvirka hlekki.

Hægt er að senda inn umsögn um einstaka kafla skýrslunnar eða skýrsluna í heild. Athugið að umsagnir kunna að vera birtar í heild sinni í viðauka við skýrsluna þegar hún verður lögð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í júlí. Þar sem skýrslunni þarf að skila á ensku er hún birt á því tungumáli hér en verður birt á íslensku haustið 2023. Umsagnir má þó, að sjálfsögðu, senda inn á íslensku.

Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin er að finna á heimsmarkmidin.is.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kennarasamband Íslands - 25.05.2023

Kennarasamband Íslands sendir hér umsögn sína

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Barnaheill - 21.07.2023

Viðhengi