Samráð fyrirhugað 17.05.2023—31.05.2023
Til umsagnar 17.05.2023—31.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 31.05.2023
Niðurstöður birtar 08.11.2023

Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli

Mál nr. 100/2023 Birt: 17.05.2023 Síðast uppfært: 08.11.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Gerðar voru breytingar á drögunum með það að markmiði að öllum væri ljóst hvert hlutverk starfshópsins skyldi vera. Jafnframt var stuðlað að aukinni minnihlutavernd og samráði um tillögur að skipulagsreglum flugvalla.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.05.2023–31.05.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.11.2023.

Málsefni

Helstu efnisatriði reglugerðardraganna lúta að málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.

Í 147. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022, sem Alþingi samþykkti á síðasta ári, er kveðið á um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli og tekið fram að nánar skuli fjallað um hana í reglugerð.

Drög þau sem nú eru birt til umsagnar eru að umræddri reglugerð og lúta helstu efnisatriði að starfi starfshóps sem ráðherra skipar og skal skila honum tillögum að reglunum. Í því sambandi er t.d. fjallað um skipan starfshópsins, lausn ágreinings innan hans og hvernig skuli haga opnu samráði um skipulagsreglur fyrir flugvöll.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Fjarðabyggð - 30.05.2023

Fjarðabyggð, 30. maí 2023

Tilvísun 2305149/14.4

Umsögn um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur fjallað um drög reglugerðar um málsmeðferð viðsetningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.

Bæjarráð telur að við skipun starfshóps sé mikilvægt að fulltrúar flugrekstraraðila og sveitarfélaga eigi fulltrúa í starfshóp sbr. 2. gr. Jafnframt telur bæjarráð að í samráðsferli sé skilyrt að leita sé umsagna hagaðila sem eiga mikla hagsmuni af flugsamgöngum um hlutaðeigandi flugvöll.

Flugsamgöngur eru háðar skilvirkum og öruggum flugvöllum. Flugvellir eru kerfislega mikilvægir innviðir í dreifðu samfélagi og mikilvægt að við setningu skipulagsreglna sé horft til hlutverks þeirra út frá víðtæku sjónarhorni s.s. gagnvart heilbrigðisþjónustu og aðgengi landsmanna að sameiginlegum innviðum. Því er mikilvægt að fulltrúar sveitarfélaga og flugrekenda eigi aðild að starfshópnum og tryggt sé að viðtækt samráð sé haft við hagaðila sem eiga mikið undir tryggum flugsamgöngum.

Gunnar Jónsson

Bæjarritari

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Lára Sif Christiansen - 31.05.2023

Kópavogur 31.05.2023

Frá:

Öryggisnefnd Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna

Hlíðarsmára 8

201 Kópavogi

oryggisnefnd@fia.is

Efni:

Umsögn um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli. (Sett með heimild í 6. mgr. 147. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022)

Góðan dag.

Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við reglugerðardrögin:

Núverandi texti;

1. gr. Markmið

"Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um skýrt ferli við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli sem tryggir hlutaðeigandi aðilum aðkomu að mótun þeirra og öryggi í flugi."

Þar sem fleiri mikilvæg atriði snerta málið vill nefndin leggja til breytingu á orðalagi sem tekur á þeim atriðum betur og skýrir enn frekar fjölþætt öryggi sem eru forsendur þess að halda flugvelli í öruggum rekstri og góðri nýtingu fyrir bæði notendur (farþega í farþegaflugi og sjúklinga í sjúkraflugi t.d.), flugrekstraraðila og þjónustuaðila með fyrirtækjarekstur á viðkomandi flugvelli.

Tillaga að nýju orðalagi fyrstu greinar:

1. gr. Markmið

Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um skýrt ferli við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli sem tryggir hlutaðeigandi aðilum aðkomu að mótun þeirra, öryggi í flugi og flugrekstraröryggisþátta s.s. veðurfarslegra áhrifa á flugbrautir og af byggingum.

Einnig gerir nefndin athugasemd við 2. gr. "Starfshópur".

Engar beinar kröfur eru gerðar um að flugmaður eða veðurfræðingur séu í starfshópnum, þó svo það sé minnst á "...sérfræðingar í flug- og skipulagsmálum." Það er mikilvægt að notendur, í þessu tilviki flugmenn, og veðurfræðingur sem býr til gögn sem flugmenn nota til ákvörðunartöku um flug til og frá flugvöllum, séu í nefndinni.

Nefndin gerir einnig athugasemd við 4. gr.

Í markmiðinu í 1. gr. stendur:

"Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um skýrt ferli við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli sem tryggir hlutaðeigandi aðilum aðkomu að mótun þeirra og öryggi í flugi."

Í 4 gr. eru hlutaðeigendur : “ ..m.a. íbúar og eigendur mannvirkja, lóða og fyrirtækja í næsta nágrenni flugvallar, að veita umsögn um tillöguna innan umsagnarfrests.”

Hlutaðeigendur hljóta að vera landsmenn allir, sem ættu að mega gefa umsögn, enda flugvellir mikilvægir innviðir þjóðarinnar allrar.

Í 4. grein er einnig talað um birtingu í samráðsgátt og Lögbirtingablaði:

"Hið opna samráð skal a.m.k. fela í sér birtingu tillögu starfshópsins, ásamt greinargerð, í samráðsgátt stjórnvalda og Lögbirtingablaði með að lágmarki sex vikna…"

Benda má á að aðgangur að auglýsingum Lögbirtingablaðs krefst peningalegrar áskriftar, sem takmarkar sýnileika þess;

“Fyrir rafrænan aðgang að Lögbirtingablaði skal greiða gjald samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs.” (Í 7. grein laga um stjórnartíðindi og lögbirtingablað)

Virðingarfyllst,

______________________________

F.h. Öryggisnefndar FÍA

Matthías Arngrímsson, nefndarmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Isavia ohf. - 31.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Isavia ohf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök ferðaþjónustunnar - 31.05.2023

Góðan dag,

Samtök ferðaþjónustunnar hafa farið yfir drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli og vilja koma á framfæri ábendingu um að flugöryggi verði frumforsenda skipulagsreglna fyrir flugvelli.

Kær kveðja

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Afrita slóð á umsögn

#5 Reykjavíkurborg - 12.06.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 23.06.2023

Viðhengi