Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.5.–30.6.2023

2

Í vinnslu

  • 1.7.–24.8.2023

3

Samráði lokið

  • 25.8.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-101/2023

Birt: 19.5.2023

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli

Niðurstöður

Við tillögu að breytingu á deiliskipulagi bárust fjórar umsagnir, frá eftirfarandi aðilum: • Suðurnesjabær • Reykjanesbær • Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) • Skipulagnefnd Keflavíkurflugvallar Enginn umsagnaraðila gerir athugasemd við tillögu að deiliskipulagsbreytingu og var því ekki gerð breyting á tillögu að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins. Breytt deiliskipulag í samræmi við birta tillögu var samþykkt af utanríkisráðuneytinu 8. ágúst sl. og auglýsing þar að lútandi birt í B-deild stjórnartíðinda 23. ágúst sl.

Málsefni

Utanríkisráðuneytið auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samræmi við 41. gr. sbr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Nánari upplýsingar

Utanríkisráðuneytið auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samræmi við 41. gr. sbr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á öryggisvæðinu á Keflavíkurflugvelli:

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli.

Breyting deiliskipulagsins nær yfir svæði fyrir nýtt aðgangshlið að öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hliðið verður staðsett nærri gatnamótum Þjóðbrautar og Grænásbrautar í Reykjanesbæ. Helstu breytingar eru að afmarka nýjan byggingarreit og svæði fyrir vegi og bílastæði.

Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi öryggissvæða Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrui@lhg.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáttina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða með því að senda tölvupóst á netfangið skipulagsfulltrui@lhg.is . Frestur til að gera athugasemdir er til 30. júní 2023.

Samráði lokið

Umsagnir voru ekki birtar í gáttinni.

Umsjónaraðili

Varnarmálaskrifstofa

utn@utn.is