Samráð fyrirhugað 19.05.2023—30.06.2023
Til umsagnar 19.05.2023—30.06.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 30.06.2023
Niðurstöður birtar

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli

Mál nr. 101/2023 Birt: 19.05.2023
  • Utanríkisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Utanríkismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 19.05.2023–30.06.2023. Umsagnir verða ekki birtar. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast. Upplýsingalög gilda, sjá nánar í Um samráðsgáttina.
Senda inn umsögn

Málsefni

Utanríkisráðuneytið auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samræmi við 41. gr. sbr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Utanríkisráðuneytið auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samræmi við 41. gr. sbr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á öryggisvæðinu á Keflavíkurflugvelli:

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli.

Breyting deiliskipulagsins nær yfir svæði fyrir nýtt aðgangshlið að öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hliðið verður staðsett nærri gatnamótum Þjóðbrautar og Grænásbrautar í Reykjanesbæ. Helstu breytingar eru að afmarka nýjan byggingarreit og svæði fyrir vegi og bílastæði.

Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi öryggissvæða Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrui@lhg.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáttina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða með því að senda tölvupóst á netfangið skipulagsfulltrui@lhg.is . Frestur til að gera athugasemdir er til 30. júní 2023.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.