Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.5.–16.6.2023

2

Í vinnslu

  • 17.6.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-102/2023

Birt: 25.5.2023

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað, nr. 944/2019

Málsefni

Drög að reglugerð til breytinga á reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað sem er ætlað að innleiða framselda reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2022/30.

Nánari upplýsingar

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið drög að reglugerð til breytinga á reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað.

Reglugerðardrögum er ætlað að innleiða framselda reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2022/30. Framselda reglugerðin útfærir nánar grunnkröfur til þráðlauss fjarskiptabúnaðar, til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53 (Radio Equipment Directive eða RED). Nánar tiltekið er nýja gerðin til fyllingar d-, e- og f-liðum 3. mgr. 3. gr. RED sem taka til verndunar netkerfis, persónuverndar og verndar gegn svikum. Umrædd ákvæði RED eru innleidd í ákvæði 26. gr. laga nr. 70/2022 um fjarskipti, þ.e. grunnkröfur sem þráðlaus fjarskiptabúnaður skal uppfylla til að hann megi markaðssetja á evrópska efnahagssvæðinu. Í reglugerðardrögum er einnig lagt til að 4. gr. reglugerðarinnar verði felld brott, en þar er að finna töflu með tilvísunum um hvernig ýmsar gerðir hafa verið innleiddar í íslenskan rétt. Taflan er eingöngu til hægðarauka, en að mati ráðuneytisins færi betur á því að taflan verði t.d. birt á vefsíðu Fjarskiptastofu. Þá er reglugerðardrögum einnig ætlað að uppfæra reglugerðina til samræmis við ný lög um fjarskipti.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðasamskipta

hvin@hvin.is