Samráð fyrirhugað 25.05.2023—16.06.2023
Til umsagnar 25.05.2023—16.06.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 16.06.2023
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað, nr. 944/2019

Mál nr. 102/2023 Birt: 25.05.2023
  • Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.05.2023–16.06.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að reglugerð til breytinga á reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað sem er ætlað að innleiða framselda reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2022/30.

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið drög að reglugerð til breytinga á reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað.

Reglugerðardrögum er ætlað að innleiða framselda reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2022/30. Framselda reglugerðin útfærir nánar grunnkröfur til þráðlauss fjarskiptabúnaðar, til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53 (Radio Equipment Directive eða RED). Nánar tiltekið er nýja gerðin til fyllingar d-, e- og f-liðum 3. mgr. 3. gr. RED sem taka til verndunar netkerfis, persónuverndar og verndar gegn svikum. Umrædd ákvæði RED eru innleidd í ákvæði 26. gr. laga nr. 70/2022 um fjarskipti, þ.e. grunnkröfur sem þráðlaus fjarskiptabúnaður skal uppfylla til að hann megi markaðssetja á evrópska efnahagssvæðinu. Í reglugerðardrögum er einnig lagt til að 4. gr. reglugerðarinnar verði felld brott, en þar er að finna töflu með tilvísunum um hvernig ýmsar gerðir hafa verið innleiddar í íslenskan rétt. Taflan er eingöngu til hægðarauka, en að mati ráðuneytisins færi betur á því að taflan verði t.d. birt á vefsíðu Fjarskiptastofu. Þá er reglugerðardrögum einnig ætlað að uppfæra reglugerðina til samræmis við ný lög um fjarskipti.