Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.5.–13.6.2023

2

Í vinnslu

  • 14.6.–27.9.2023

3

Samráði lokið

  • 28.9.2023

Mál nr. S-103/2023

Birt: 30.5.2023

Fjöldi umsagna: 20

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Sameining stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

Niðurstöður

Viðbrögð við umsögnum er að finna í drögum að frumvarpi til laga um Loftslagsstofnun, frumvarpi til laga um Náttúruverndar- og minjastofnun og frumvarpi til laga um breyt. á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands, og náttúrustofur (sameining NÍ, LMÍ og Ramý).

Málsefni

Áformað er að vinna frumvörp til laga um Loftslagsstofnun, Náttúruverndar- og minjastofnun og Náttúruvísindastofnun í tilefni af sameiningaráformum sem varða 10 stofnanir ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða áform um sameiningu tíu stofnana í þrjár öflugar stofnanir, Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun. Megináhersla er lögð á að tryggja áfram fyrirliggjandi mannauð og þekkingu og að starfsfólk njóti forgangs til nýrra starfa. Vinna hófs fyrir ári síðan við að greina tækifæri til endurskipulagningar á stofnanakerfi ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir skýrum kjarna í starfsemi hverrar stofnunar og lögð áhersla á sveigjanleika í tilfærslum verkefna milli stofnana til að auka árangur, skilvirkni og hagræðingu. Meginmarkmið sameiningarinnar er að:

Til verði stærri, kröftugri og faglega öflugri stofnanir sem geti tekist á við áskoranir til framtíðar og unnið að markmiðum Íslands í umhverfismálum.

Efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri.

Fjölga störfum á landsbyggðinni og störfum óháð staðsetningu

Nýta betur þekkingu og innviði og auka sveigjanleika til að takast á við stór verkefni.

Einfalda áætlanagerð og auka rekstrarhagkvæmni.

Tryggja aðkomu nærsamfélaga að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa yfirstjórnar

urn@urn.is