Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.6.2023

2

Í vinnslu

  • 24.6.–2.8.2023

3

Samráði lokið

  • 3.8.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-108/2023

Birt: 9.6.2023

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 472/2014 um samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Skjalið var birt sem reglugerð nr. 745/2023.

Málsefni

Áformað er að breyta reglugerð nr. 472/2014 um samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi til laga um breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða o.fl. er áformað að kveða á um heimild til að reka sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta sem höfuðsjóði og fylgisjóði. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi þarf að breyta reglugerðinni svo að ákvæði hennar um höfuðsjóði og fylgisjóði nái einnig yfir sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta.

Einnig er lagt til að 48. gr. reglugerðarinnar falli brott. Með framangreindu frumvarpi verður 3. mgr. 103. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021 felld niður vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) 2019/1156.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is