Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.6.–6.7.2023

2

Í vinnslu

  • 7.7.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-109/2023

Birt: 9.6.2023

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Málsefni

Áformaðar breytingar lúta að heimild til lyfjafræðinga til að loka lyfjaávísunum í ákveðnum tilfellum og heimild til lækna að ávísa lyfjum í minna magni en fáanlegum pakkastærðum.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Annars vegar fela breytingarnar í sér heimild lyfjafræðinga til að loka lyfjaávísunum í ákveðnum tilfellum, einkum þegar tvær lyfjaávísanir sama efnis eru í gangi á sama tíma.

Hins vegar er gert ráð fyrir að lækni, eða öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem heimild hafa til að ávísa lyfjum, verði heimilt að ávísa lyfjum í minna magni en fáanlegum pakkastærðum.

Þá verður upplýsingaskylda við sjúkling sem fær afhent lyf einnig aukin, einkum í tilfelli undanþágulyfja og ávana- og fíknilyfja.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is