Samráð fyrirhugað 09.06.2023—06.07.2023
Til umsagnar 09.06.2023—06.07.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 06.07.2023
Niðurstöður birtar

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Mál nr. 109/2023 Birt: 09.06.2023
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (09.06.2023–06.07.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áformaðar breytingar lúta að heimild til lyfjafræðinga til að loka lyfjaávísunum í ákveðnum tilfellum og heimild til lækna að ávísa lyfjum í minna magni en fáanlegum pakkastærðum.

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Annars vegar fela breytingarnar í sér heimild lyfjafræðinga til að loka lyfjaávísunum í ákveðnum tilfellum, einkum þegar tvær lyfjaávísanir sama efnis eru í gangi á sama tíma.

Hins vegar er gert ráð fyrir að lækni, eða öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem heimild hafa til að ávísa lyfjum, verði heimilt að ávísa lyfjum í minna magni en fáanlegum pakkastærðum.

Þá verður upplýsingaskylda við sjúkling sem fær afhent lyf einnig aukin, einkum í tilfelli undanþágulyfja og ávana- og fíknilyfja.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 06.07.2023

Umsögn um reglugerð um lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Félag atvinnurekenda - 06.07.2023

Meðfylgjandi er umsögn lyfsalahóps Félags atvinnurekenda.

Viðhengi