Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.6.–9.7.2023

2

Í vinnslu

  • 10.7.–16.11.2023

3

Samráði lokið

  • 17.11.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-111/2023

Birt: 12.6.2023

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Reglugerð um miðlægan gagnagrunn lyfjakorta

Niðurstöður

Reglugerð birt

Málsefni

Markmiðið með reglugerðinni er að setja reglur um miðlæg lyfjakort sem ætlað er að auka öryggi sjúklinga, gæði heilbrigðisþjónustu og tryggja gegnsæi við veitingu hennar.

Nánari upplýsingar

Til umsagnar eru drög að reglugerð um miðlægt lyfjakort. Í 82. gr. lyfjalaga er fjallað um miðlægan gagnagrunn lyfjakorta sem embætti landlæknis ber ábyrgð á að starfrækja.

Markmiðið með reglugerðinni er að setja reglur um miðlæg lyfjakort sem veita heildaryfirsýn yfir lyfjasögu einstaklings, yfirlit yfir virkar lyfjaávísanir, lyfjaskírteini og flokkun þessara upplýsinga.

Þar sem allar upplýsingar um lyfjasögu einstaklings koma fram í lyfjakorti viðkomandi verður heilbrigðisstarfsmönnum, sem koma að lyfjameðferð einstaklings, kleift að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu hverju sinni á grundvelli allra nauðsynlegra upplýsinga sem liggja fyrir.

Með reglugerðinni er einnig stefnt að því að auka öryggi sjúklinga og gegnsæi í þeim lyfjameðferðum sem þeir sæta. Einstaklingar munu hafa aðgang að eigin lyfjakorti í gegnum Heilsuveru. Þá verður rekjanleiki allra færslna og uppflettinga í lyfjakortinu tryggður og einstaklingum heimilt að fá upplýsingar um hverjir hafi fært inn breytingar eða flett upp lyfjakorti þeirra. Gegnsæi vegna lyfjameðferða sem þeir sæta verður þar af leiðandi tryggt.

Innleiðing á gagnagrunninum sem heldur utan um lyfjakortin er hafin. Engu að síður er gert ráð fyrir að það geti tekið nokkurn tíma að koma upp gagnagrunninum hjá öllum þeim stofnunum og aðilum sem koma að ávísun og afgreiðslu lyfja. Verður því áfram heimilt að ávísa lyfjum í gegnum lyfjaávísanagátt en þó ekki lengur en til 1. janúar 2025.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is