Umsagnarfrestur er liðinn (13.06.2023–31.07.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Drög að samgönguáætlun 2024-2038 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Samgönguáætlun er lögð fram í einu lagi til 15 ára ólíkt því sem áður var, þ.e. stefnumótandi áætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun fyrir fyrstu fimm ár áætlunarinnar.
Samgönguáætlun er í fyrsta sinn lögð fram eftir að hafa verið unnin eftir sporbaug stefnumótunar Stjórnarráðsins. Stefnumótunarferlið hófst í byrjun árs 2021 með vinnslu grænbókar, stöðumats um málaflokkinn ásamt tillögum að valkostum til framtíðar. Í kjölfarið var unnin hvítbók, en í henni birtust drög að stefnu. Við vinnslu beggja bóka voru haldnir opnir fundir í hverjum landshluta, þar sem fram fóru umræður um áherslumál hvers þeirra. Samráðsfundirnir stóðu saman af framsöguerindum og samtali í smærri hópum þar sem þátttakendum gafst færi til að koma áherslum sínum og skoðunum á framfæri. Að endingu fór baði grænbókin og hvítbókin í opið samráð á Samráðsgátt stjórnvalda.
Samgönguáætlun er lögð fram með hliðsjón af nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028. Eitt meginverkefni gildandi fjármálaáætlunar er að draga úr þenslu í þjóðfélaginu og þar með halda aftur af ríkisútgjöldum. Fjármálaáætlun er endurnýjuð árlega. Aukist svigrúm mun það hafa jákvæð áhrif á ramma samgönguáætlunar og forgangsröðun framkvæmda og/eða þjónustustig vetrarþjónustu, almennrar þjónustu og almenningssamgangna.
Tillagan tekur jafnframt tillit til:
a) Niðurstaðna verkefnishóps um árangursmat umferðaröryggisaðgerða.
b) Niðurstaðna verkefnishóps um áhrif loftslagsbreytinga á samgöngur og forsendur aðlögunar að þeim.
c) Niðurstaðna starfshóps um stöðu barna og ungmenna í samgöngum.
d) Niðurstaðna stöðugreiningar á samgöngum og jafnrétti.
e) Niðurstaðna starfshóps um öryggi lendingarstaða.
f) Niðurstaðna starfshóps um smáfarartæki.
g) Niðurstaðna starfshóps um stöðu fatlaðs fólks í samgöngum.
h) Niðurstaðna starfshóps um stöðu reiðvegamála.
Hluti tillagna í samgönguáætluninni er settur fram með fyrirvara um niðurstöðu starfshópa og nefnda. Þar má nefna:
a) Viðræðuhóp um samgöngusáttmála. Hópurinn vinnur að uppfærslu og á forsendum sáttmálans og mun vinna viðauka við hann. Viðbúið er að niðurstöður vinnunnar muni hafa áhrif á framkvæmdatöflu samgöngusáttmála.
b) Verkefnisstofu um tekjuöflun af farartækjum og umferð. Unnið er að heildstæðri endurskoðun á tekjuöflun ríkisins af farartækjum og umferð á vettvangi sameiginlegrar verkefnisstofu innviðaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Fjármögnun samgöngusáttmála, samvinnuverkefna og jarðgangaáætlunar mun taka mið af niðurstöðum verkefnisstofunnar.
Samgönguáætlunin skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um framtíðarsýn og meginmarkmið áætlunarinnar. Í öðrum hluta eru sett fram markmiðin fimm, þ.e.a.s. um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og um samgöngur sem stuðla að jákvæðri byggðaþróun. Í þriðja hluta er grunnnet samgangna skilgreint og í fjórða hlutanum er sett fram áætlun um útgjöld og helstu framkvæmdir. Þá fylgir tillögunni jafnframt ítarleg greinargerð. Sú breyting er á greinargerð samgönguáætlunar frá því sem áður var að umfjöllun um stöðu einstaka samgöngugreina er að finna í grænbók samgönguáætlunar.
Mig langar að benda á eitt sem íbúi Fjallabyggðar.
Að ætla í Siglufjarðarskarðsgöng á undan göngum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur finnst mér vanhugsað því Heilbrigðisstofnun norðurlands eystra er staðsett á Akureyri.
Hver eru rökin fyrir því að fara í Siglufjarðarskarðsgöngin á undan?
Er arðsemi af jarðgöngum bónnuð í þessari áætlun virðist ekki mega vera arðemi ... Ég vil göng í Reykjavík nánar tiltekið frá Valsheimilinu undir Kringluna og koma svo út við Hreyfilshúsið Grensásveg .... Það má sennilega ekki hugsa um það þau göng gætu sennilega borgað sig tala ekki um ef Fossvogur/Kópavogur væri tengduu við þessa framkvæmd Einnig væru göng heppileg frá Suðurgötu RVK yfir í Álftarnes/Bessastaði báðar þessar framkvæmdir myndu leysa umferðavanda í Reykjavík kringum Hringbraut og Landspítala þetta er sennilega of hagkvæmt og á ekki heíma í ríkisútgjöldum
Með kveðju
Jón Guðni Kristinsson
Góðan dag!
Undirrituð vill vekja athygli á að nauðsynlegt er að flýta byrjun framkvæmda á að leggja göng gegnum Öxnadalsheiði, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Það vekur jafnframt furðu manns að sú leið sé sett í tíunda sæti!
Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038 er gert ráð fyrir fjárframlagi til reiðvega 100 m. kr. árlegt framlag árin 2024 -2028, og á tveimur fimm ára tímabilum þ.e. 2029-2033 og 2034-2038, 500 m. kr. hvort tímabil. Í heildina 1.500 m. kr. á fimmtán ára tímabili.
Hér er í raun um lækkun á fjárframlagi til reiðvega að ræða frá því sem var á árunum 2000 – 2009. Sem dæmi þá var á árinu 2009 framlag til reiðvega af samgönguáætlun 70 m. kr. sem væri í dag framreiknað með verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands 123.489.932- kr.
Reiðleiðir / reiðvegir eru undirstaða þess að hestamennska og hestatengd ferðaþjónusta geti dafnað og elfst á komandi árum.
Sýnt hefur verið framá og færð rök fyrir því hve háum fjárhæðum hestamennska almennt og hestatengd ferðaþjónusta eru að skila þjóðarbúinu í tekjur á ársgrundvelli. Tekjur sem hlaupa á tugum milljarða á ári hverju.
Það er því áskorun til stjórnvalda og Alþingis að í tillögum til þingsályktunnar um samgönguáætlun 2024-2038 verði framlög til reiðvega að lágmarki 300 m. kr. á ársgrundvelli. Hér er um mjög svo hóflega tillögu að ræða og til samræmis við tillögu starfshóps innviðaráðherra um reiðvegamál.
ViðhengiHjálagt er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu ses
ViðhengiUmsögn um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Veiðileysuháls (Vegnr. 643-06) er einn helsti farartálmi í samgöngum til og frá Árneshreppi. Vegurinn er gamall og barn síns tíma. Hann var lagður um 1965 og lokast ævinlega strax í fyrstu snjóum hvert haust. Hann þolir illa umferð flutningabíla á borð við fiskflutninga úr Norðurfjarðarhöfn.
Samkvæmt núgildandi samgönguáætlun á að hefja gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls 2024 en í tillögu að nýrri samgönguáætlun er verkinu frestað til árabilsins 2029-2033. Þetta þýðir frestun um 5-9 ár.
Endalausar frestanir á þessari framkvæmd hefur veruleg neikvæð áhrif á sálarlíf íbúa og stemminguna í samfélaginu. Þetta er ekki síst grátlegt vegna þess að stemmingin hefur verið góð í kringum Árneshrepp með eflingu innviða á undanförnum árum, enda hefur verið unnið ötullega að framgangi mála í Árneshreppi m.a. af hálfu verkefnisins Áfram Árneshreppur á grundvelli vilja íbúa og greinargerðar verkefnisstjórnar sem gefin var út í apríl 2021. Verkefnið hefur fengið góðan stuðning opinberra aðila og fyrir það ber að þakka. Tekist hefur að snúa neikvæðri íbúaþróun við og hefur íbúum fjölgað talsvert upp á síðkastið. Komur ferðamanna hafa stóraukist í Árneshrepp og nú hefur Árneshreppur einsett sér að vera í fararbroddi sveitarfélaga sem bjóða upp á starfsaðstöðu fyrir starfandi ferðamenn eða „digital nomads“. Þessir ferðamenn verða sumir hverjir ástfangnir af svæðinu og vilja flytjast búferlum í Árneshrepp. Hins vegar eru skiljanlega fáir sem sætta sig við þá einangrun sem felst í vegartálma á borð við Veiðileysuháls og það fækkar ótvírætt þeim sem vilja stíga skrefið og flytjast búferlum í Árneshrepp.
Við erum í kapphlaupi við tímann. Árneshreppur er og verður brothætt byggð, þar sem hver einstakur íbúi skiptir máli. Hvert ár sem líður án þess að farið sé í vegbætur á Veiðileysuhálsi rýrir möguleika Árneshrepps sem valkosts til búsetu.
Verkinu hefur verið frestað nokkrum sinnum áður. Árið 2008 var eyrnamerkt fé til að fara í Veiðileysuháls. Það átti að fara í verkið 2014 og var þá frestað til 2018. Árið 2018 var áætlað var að fara í verkið 2020 í kjölfar þess að veglagningu yfir Bjarnarfjarðarháls lyki en var þá frestað 2020 til 2024. Nú er verið að fresta verkinu til 2029-2033. Hver frestun er reiðarslag fyrir íbúa Árneshrepps. Það eru takmörk fyrir því hversu mörg reiðarslög er hægt að leggja á lítið samfélag.
Við minnum á að búið er að vinna mestalla undirbúningsvinnu og hægt að fara í útboð á veglagningu með litlum fyrirvara. Ákveðin hætta er á því að þá undirbúningsvinnu þurfi að vinna aftur ef verkið frestast, með tilheyrandi kostnaði og tvíverknaði.
Verkefnisstjórn Áfram Árneshrepps leggur til að Strandavegur um Veiðileysuháls verði færður framar á samgönguáætlun og að framkvæmdir hefjist strax á árinu 2024.
F.h. verkefnisstjórnar Áfram Árneshrepps
Árneshreppi, 5. júlí 2023
Skúli Gautason, verkefnisstjóri
ViðhengiGóðan dag
Eftirfarandi er umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 338. fundi sem haldinn var 5. júlí 2023 um drög að samgönguáætlun 2024-2038.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir markmið og áherslur sem lagðar eru fram í samgönguáætlun en þar kemur fram að samgöngur eigi að vera greiðar, öruggar, hagkvæmar og umhverfislega sjálfbærar auk þess að þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur áherslu á að þeir fjármunir sem lagðir eru í samgönguframkvæmdir séu vel nýttir og hugað verði að umferðarálagi við forgangsröðun verkefna. Taka þarf inní þá forgangsröðun umferðarálag, íbúafjölda, fjölda frístundahúsa á svæðum og aðsókn að vinsælum ferðamannasvæðum. Í þessum sambandi leggur sveitarstjórn Bláskógabyggðar áherslu á að viðhaldi stofnvega á Gullna hringnum verði vel sinnt en á Gullna hringnum eru ma. fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins Þingvellir, Geysir og Gullfoss.
Í þessari samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Biskupstungnabraut verði færð suður fyrir Geysi og að ný brú verði byggð yfir Tungufljót á tímabilinu 2029 til 2033. Í ljósi þess álags sem nú er og þeirrar fjölgunar ferðamanna sem áætluð er í náinni framtíð og að um fjölförnustu einbreiðu brú landsins er að ræða leggur sveitarstjórn Bláskógabyggðar áherslu á að þessi framkvæmd verði færð framar í forgangsröðun samgönguframkvæmda.
Ánægjulegt er að sjá að uppbygging Kjalvegar er kominn á áætlun, þótt sveitarstjórn vilji sá það verkefni komast fyrr í framkvæmd.
Þá fagnar sveitarstjórn Bláskógabyggðar að sérstök áhersla sé lögð á að leggja bundið slitlag á tengivegi, í því samhengi leggur sveitarstjórn mikla áherslu á að Einholtsvegur (358) verði lagður bundnu slitlagi sem allra fyrst.
Mikilvægt er að hugað verði að umferðaröryggi á vegum á Suðurlandi, sem eru fjölförnustu vegir í þjóðvegakerfinu með mikið umferðarálag allan ársins hring og tilheyrandi slit á vegum. Umferðaröryggi á fjölförnustu svæðunum á Suðurlandi verður ekki leyst með jarðgöngum og því ljóst að leggja verður áherslu á aðra þætti, svo sem reglulegt viðhald og uppbyggingu vegakerfisins, fækkun einbreiðra brúa og öruggar leiðir fyrir alla umferð, þá sem ferðast akandi og aðra.
Búðardal, 30.06.2023
Málsnr. 2208004
Hjálögð er umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar við mál nr. 112/2023, drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð er fylgiskjal með umsögn.
ViðhengiGrindavíkurhöfn vill koma meðfylgjandi athugasemdum á framfæri og hvetja um leið til þess að tekið verði meira tillit til óska Grindavíkurhafnar um framlög úr ríkissjóði í hafnarbætur sem taldar eru upp í umsókn um framlag til hafnabóta í samgönguáætlun.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn sveitarfélagsins Múlaþings um tillögu að samgögnuáætlun 2024-2038 auk aðgerðaráætlunar 2024-2028.
ViðhengiAthugasemdir Arnarlax eru í viðhengi.
ViðhengiByggðarráð Rangárþings ytra tók fyrir á fundi sínum þann 12. júlí s.l. drög að samgönguáætlun 2024-2038 og bókaði eftirfarandi:
2307010 - Drög að samgönguáætlun 2024-2038
Umsagnarbeiðni frá Innviðaráðuneytinu.
Byggðarráð leggur áherslu á að aukið fjármagn verði sett í viðhald tengi- og héraðsvega með það að markmiði að þeir verði lagðir bundnu slitlagi sem fyrst.
Lagt til að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Í samhengi við þessa bókun þá vill Rangárþing ytra benda á eftirfarandi atriði sem snerta sveitarffélagið sérstaklega:
Það eru stórir tengivegir sem þarfnast þess sárlega að á þá sér lagt bundið slitlag eða haldið áfram með það verkefni. Það er Hagabraut nr. 286 og Þingskálavegur nr. 268.
Þá er lögð áhersla að á settur verði inn í samgönguáætlun tenging Ásavegar nr. 275 við við Sandhólaferju þannig að hringtenging náist við Þykkvabæ (Þykkvabæjarveg 25) sem er mjör mikið byggðamál varðandi Þykkvabæ og uppbyggingu þar sem íbúa- og ferðamannasvæði.
Árneshreppi 13.júlí 2023.
Samgöngumál við Árneshrepp.
Fyrst skal rekja í stuttu máli baráttuna fyrir bættum samgöngum á leiðinni norður í Árneshrepp, þar hafa margir komið að og auðvitað margir fleiri en þeir sem vitnað er í hér fyrir neðan. Þessi upprifjun nær aftur til ársins 1986.
Undirbúningur að byggðaáætlun fyrir Vestfirði - Árneshreppur 1986; “Árneshreppur hefur algjöra sérstöðu innan sýslunnar. Hann er ekki í beinum tengslum samgöngulega að vetri til nema með flugi og telur hreppsnefnd að verulega mætti bæta samgöngur á landi með uppbyggingu vegarins á allra verstu stöðum. Mikilvægt er að sérstaða þessarar byggðar verði ávallt virt, og þess gætt að hún fái eðlilegan stuðning samfélagsins”.
Úr bréfi til íbúa Árneshrepps frá þingmanni 25.02.1999; “Í þeirri vegaáætlun sem nú er unnið eftir eru 10 m.kr. á ári ætlaðar til lagfæringa á fjölmennum ferðamannaleiðum á Vestfjörðum næstu árin. Ég vildi með bréfi þessu segja ykkar af því að í þingmannahópnum hefur nú náðst samkomulag um að 60% af þessu fé verði varið til lagfæringa á veginum úr Bjarnarfirði í Norðurfjörð árin 1999, 2000 og 2002 þ.e. 6 m.kr. á ári, en öll upphæðin þ.e. 10 m.kr. fari í umræddan veg árið 2001”.
Úr bréfi frá hreppsnefnd Árneshrepps 27.apríl 2011 til Innanríkisráðherra og vegamálastjóra; „Til að tryggja áframhaldandi byggð og atvinnulíf í Árneshreppi á Ströndum verður að fylgja eftir fyrri áætlun um að byggja upp veginn yfir Veiðileysuháls sem yrði þá fyrsti áfangi í að tryggja heilsársvegasamgöngur í Árneshrepp. Veiðileysuháls þyrfti að hafa algeran forgang á Strandavegi nr. 643 þar sem hann er mikill þröskuldur yfir veturinn“.
Úr bréfi hreppsnefndar Árneshrepps 12.janúar 2012, til samgöngunefndar Alþingis; Athugasemd vegna samgönguáætlunar 2011-2020. „Í samgönguáætlun sem búið er að birta er Strandavegur nr. 643 (Veiðileysuháls) kominn á áætlun 2019-2022, sem mun þýða óbreytt ástand í heilsárssamgöngum við Árneshrepp næstu 10 ár. Næstu verkefni á þessari leið munu þá dragast langt fram undir miðja þessa öld. Sú staða er algerlega óviðunandi fyrir sveitarfélagið. Hreppsnefnd Árneshrepps fer þess á leit við Alþingi að það taki þessar tillögur til endurskoðunar þegar þing kemur saman og fjallað verður um samgönguáætlunina og þetta verði fært til betri vegar fyrir Árneshrepp og framkvæmdir hefjist við uppbyggingu vegarins yfir Veiðileysuháls á árunum 2011-2014“. Hreppsnefnd skorar á ráðherra, samgöngunefnd Alþingis, þingmenn kjördæmisins og alla sem að þessu máli koma að bregðast við því samgönguleysi sem Árneshreppur býr við í dag hvað varðar landsamgöngur“.
Umsögn vegna samgönguáætlunar 2013-2016, bréf oddvita Árneshrepps til umhverfis og samgöngunefndar sent 29.apríl 2014; Sveitarstjórn leggur á það þunga áherslu að Veiðileysuháls verði settur inn í samgönguáætlun 2013-2016, það er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir byggðina að staðið verði við fyrri ákvörðun Alþingis. Að stjórnvöld sjái til þess að þeirri ákvörðun verði framfylgt. Alþingi er tvisvar búið að skilyrða fjármuni í Veiðileysuháls, búið var að áætla 59 millj. sem átti að vinna fyrir árin 2009-2010 en ekkert var gert í því að framfylgja þeirri ákvörðun. Sveitarstjórn hefur alltaf talað um heilsársveg og sett það sem forgangsverkefni að vegur yfir Veiðileysuháls verði byggður upp fyrst og svo leiðin frá Djúpavík til Gjögurs. Sá kafli er ekki inni í langtíma áætlun fyrir 2015-2026 sem verður tekin fyrir á Alþingi í haust“.
Bréf frá Skúla Gautasyni verkefnisstjóra Brothættra byggða/Áfram Árneshreppur, til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 3.júlí 2018; „Mig langar að senda fyrirspurn um hver staðan sé á uppbyggingu vegar yfir Veiðileysuháls á Strandavegi 643. Er hann ekki örugglega inni á nýrri samgönguáætlun og hvenær er áætlað að hefja framkvæmdir við hann? Ég veit að ég þarf ekki að taka fram að þessi veglagning er gríðarlega mikilvæg fyrir búsetu í Árneshreppi og vó þyngst á íbúaþingi sem var haldið þar á dögunum. Á meðan ekki verða gerðar vegabætur er torséð að nokkur uppbygging verði í sveitarfélaginu, öryggismál eru í ólestri og lífsgæði íbúa verulega skert. Ég verð því að ítreka nauðsyn þess að flýta framkvæmdum við Veiðileysuháls eins og kostur er“.
*****************
Frá árinu 2014, þegar ég undirrituð var kjörin oddviti Árneshrepps höfum við í hreppsnefnd Árneshrepps reynt að ýta undir og hvetja til þess að Veiðileysuháls verði loksins tekinn á dagskrá. Hvað eftir annað höfum við upplifað vonir og væntingar verða að engu. Hvað eftir annað hefur framkvæmdum verið skotið á frest eins og kemur fram hér fyrir ofan. Nú síðast hafði stefnan verið að byrja 2024 og taka skyldi veginn í þrem áföngum. Nú þegar öllum undirbúningi er að mestu lokið og takmarkið er nær en nokkru sinni áður, virðist enn einu sinni eiga að blása þennan vegarspotta út af borðinu!! Þar sem „spottinn“ er ekki nema 12 km er það með öllu óskiljanlegt hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi ekki efni á þessu og taki þar með jafnframt önnur verkefni fram fyrir í röðina, eina ferðina enn. Enn einu sinni virðist eiga að svíkja íbúa Árneshrepps um langþráðar úrbætur sem hafa verið á döfinni svo lengi sem elstu menn muna.
Vetrareinangrun hafa alveg fram undir þetta verið hlutskipti íbúa Árneshrepps og það tengist auðvitað skorti á framkvæmdur við títt nefndan Veiðileysuháls. Vegna legu vegarins um hálsinn hefur oft verið mjög erfitt að moka hann og erfið lega hans einnig nefnd sem ástæða fyrir því að ekki væri hægt að verða við því að opna veginn reglulega. Undarfarna tvo vetur hefur þó verið rekið hér „tilraunaverkefni“ um snjómokstur 2svar í viku allan veturinn og er þetta í fyrsta skipti í sögu Árneshrepps sem slíkt er gert. Samkvæmt reynslunni eftir þessa tvo vetur er það fyrst og síðast veðurfarið og lega vegarins sem ræður hversu oft er hægt að moka til okkar. Og það breytist ekkert fyrr en nýr vegur hefur verið lagður yfir Veiðileysuháls.
Í nafni réttlætis og jafnréttis skora ég hér með á þingheim að standa sig gagnvart einum af sínum minnstu og fjarlæga bróður og koma í veg fyrir að Veiðileysuháls verði eina ferðina enn látinn bíða seinni tíma. Fyrir mörg okkar er seinni tíminn þegar runninn upp og okkar bjartsýnustu vonir farnar að myrkvast.
Með vinsemd,
fyrir hönd allra Árneshreppsbúa, núverandi og brottfluttra,
Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti.
Góðan daginn.
Meðfylgjandi er umsögn SA um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
Bestu kveðjur.
ViðhengiSeyðisfjarðargöng.
Góð samstaða virðist almennt vera um að næstu jarðgöng eigi að vera til að losa um einangrun Seyðisfjarðar. Tvennt kemur til greina, Fjarðarheiðargöngin eða Fjarðagöngin (Seyðisfjörður um Mjóafjörð til Norðfjarðar). Í báðum tilfellum losnar fullkomlega um vetrareinangrun og Seyðisfjörður fær láglendistengingu við almenna vegakerfið. Hinsvegar er mikill munur hvað varðar kostnað og samfélagsáhrif. Með allskonar undanbrögðum og sérkennlegum rökum hafa stjórnvöld komið sér undan því að bera þessa kosti saman, nú síðast eins og fram kemur í skýrslu sem Vegagerðin fékk RHA til að gera. Í skýrslunni segir að óþarft sé að bera þessa tvo kosti saman því búið sé að ákveða að ráðast í þá báða !
Nú liggur fyrir þinginu tillaga að samgönguáætlun sem á að taka til umræðu og afgreiðslu með haustinu þegar þing kemur saman aftur. Ef sú umræða á að vera vitræn og koma að einhverju gagni verður að liggja fyrir samanburður þessara tveggja kosta hvað varðar kostnað, arðsemi og samfélags áhrif, ekki hvað síst vegna þess að engar líkur eru til þess að ráðist verði í að framkvæma báða þessa kosti um langa framtíð. Einnig þarf að gera umferðarspá fyrir báða kosti og gera grein fyrir fjármögnun þeirra með tilliti til hugsanlegra vegtolla eins og rætt hefur verið um.
Er hér með skorað á samgönguyfirvöld að láta gera þennan samanburð.
Í framhaldinu tel ég rétt að fram fari rækileg kynning á báðum kostum og síðan skoðanakönnun meðal íbúa þeirra sveitarfélaga sem þetta snertir mest það er Múlaþings og Fjarðabyggðar. Þannig er helst hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu um hvorn kostinn á að velja og skapa þá samstöðu og einingu sem nauðsynleg er, þegar ráðist er í svona viðamiklar framkvæmdir, samstöðu sem stjórnvöldum vegamála hefur ekki tekist hingað til.
Góðan dag
Í viðhengi er umsögn byggðarráðs Norðurþings og stjórnar Hafnasjóðs Norðurþing við mál nr. 112/2023, drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Virðingarfyllst,
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Vesturbyggðar um drög að samgögnuáætlun 2024-2038.
ViðhengiGóðan dag,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038.
Með góðum kveðjum
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að samgönguáætlun 2024-2038.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
f.h. sambandsins
Valgerður Rún
ViðhengiViðhengd er umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
ViðhengiVégarði 30.6.2023
Umsögn um drög a samgönguáætlun stjórnvalda 2024-2038
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hvetur til að Fjarðarheiðargögnum verði flýtt miðað við þessa áætlun og framkvæmdir verði hafnar á árinu 2024. Samstaða er meðal sveitarfélaga á austurlandi um Fjarðarheiðagöng og eru gögnin bráðnauðsynleg til að auka öryggi íbúa og ferðamanna með því að tengja saman samgöngukerfi í loft og á hafi við vegakerfið og með því auka skilvirkni þess. Einnig minnir sveitarstjórn á að sveitarfélögð á Austurlandi samþykktu svæðaskipulag Austurlands 2022-2044 af öllum sveitarstjórnum í fjórðungnum án mótatkvæða eða fyrir vara.
Á blaðsíðu 26 í svæðaskipulag Austurlands segir eftirfarandi“ Nauðsynlegar samgöngubætur í landshlutanum raungerist með umferðaröryggi og styttingu vegalengda að leiðarljósi. Uppbygging og viðhald vegakerfis miði að því að það taki að hámarki 60 mínútur að aka frá smærri þéttbýlisstöðunum að einum af fjórum stærstu þéttbýlisstöðunum. Unnið verði að því að bæta vegi, gera jarðgöng og breikka brýr til að stytta leiðir og auka öryggi. Þá þarf að gera stofn- og tengivegi greiðfæra allt árið um kring þannig að auðvelt sé að sækja þjónustu og vinnu á milli staða og ferðast um landshlutann. Áhersla verði lögð á að byggja Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands. Unnið verði að því að aðrar jarðgangaframkvæmdir, sem taldar eru nauðsynlegar, verði settar á 15 ára samgönguáætlun og síðan 5 ára aðgerðaáætlun hennar“
Heilsársvegur yfir Öxi. Ein mikilvægasta samgöngubót austurlands er að koma fjallveginum yfir Öxi í betra horf og hafa hann opinn árið um kring. Við það eykst hagkvæmni flutninga verulega á milli Héraðs og Suðurlands og ferðaleiðir ferðamanna og íbúa. Kolefnisfótsporið verður minna enda sparast 50 km á hvern bíl sem þarna fer yfir.
Suður -og Norðurdalur í Fljótsdal. Óskað er eftir að þessir tveir héraðs og tengivegir verði settir inn á vegaáætlun og tryggt verði fjármagn til framkvæmda á árunum 2024-2025. Byggt hefur verið hótel á vegum Óbyggðaseturs Íslands í Norðurdal og vegirnir eru ófærir sökum drullu hluta af árinu-og auk mikillar rykmengunar af þeim sem kemur niður á íbúum og upplifun ferðamanna. Lagt er til að þeir verði byggðir upp og sett á þá bundið slitlag. Sama má segja um Suðurdal, því þar innst er Strútsfoss sem er vaxandi ferðamannastaður. Nauðsynlegt er komið verði á vegina bundið slitlag hið fyrsta.
Að auki leggur sveitarstjórn Fljótsdalshrepps áherslu á að gert verði ráð fyrir vegtengingu frá Kárahnjúkum að Brú á Jökuldal (Austurleið) á samgönguáætlun þannig að komið verði á hringtengingu sem verði fær öllum bílum.
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps
Meðfylgjandi er umsögn SSH um tillögu að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
ViðhengiHvet ykkur til að klára Vatnsneshringinn, hann er stórhættulegur eins og hann er ! Þetta er nauðsynlegur vegur, fyrir skólabörnin, íbúa og ferðamenn !
INNSTRANDAVEGUR
Innstrandavegur (nr. 68) er 105 km langur stofnvegur, en slíkir eru venjulega taldir mikilvægur hluti af grunnneti samgangna af yfirvöldum. Vegurinn liggur frá Hrútafjarðarbotni, rétt við Staðarskála, áleiðis til Hólmavíkur og tengist Djúpvegi (nr. 61) við bæinn Hrófá í Steingrímsfirði.
Umbætur á hluta af veginum hafa margoft verið á samgönguáætlun, bæði til lengri og skemmri tíma, án þess að þær hafi endilega komið til framkvæmda. Síðustu tvo áratugi hefur reglulega staðið til að ráðast í vegagerð á 4 km kafla milli bæjanna Þorpa og Heydalsár í sunnanverðum Steingrímsfirði. Þar er að hluta hættulegur vegur um Smáhamraháls og einbreið brú yfir Heydalsá og stundum er þarna ótrúlegur fjöldi af holum. Þetta verkefni hafði t.d. fengið 50 millj. fjárveitingu á árinu 2018 í samgönguáætlun 2015-18 sem samþykkt var á alþingi 12. okt. 2016. Heimamenn biðu spenntir, en árið 2018 leið og hvarf í aldanna skaut, án þess að nokkuð gerðist. Eins stóð til samkvæmt áætlun 2020-2034 að ráðast í framkvæmdir á þessum vegakafla árið 2024, þar til þessi nýju drög að samgönguáætlun voru birt. Allt er þá svikið. Eins og venjulega. Slík ítrekuð svik á fyrirhuguðum framkvæmdum draga máttinn úr íbúum svæðisins og fylla fólk vonleysi um að stjórnvöld hafi nokkurn áhuga á þessari jaðarbyggð sem Strandir eru.
Það vekur athygli að verkefninu er nú frestað um fjögur ár, sem þýðir að drög að nýrri samgönguáætlun verða lögð fram áður en það kemur til framkvæmda. Sem gefur færi á nýrri frestun.
Skólabörnum er ekið daglega eftir Innstrandavegi, annars vegar frá Broddadalsá til Hólmavíkur og hins vegar frá Bitrufirði að Hvammstanga. Einnig fer talsverð umferð um veginn norðanverðan daglega allt árið, enda er þetta svæði er langmikilvægasta vinnusóknarsvæðið á Hólmavík og nær að Bræðrabrekku í Bitrufirði. Þegar ákvarðanir um vegagerð eru teknar eru þessi hugtök, skólaakstur og vinnusóknarsvæði, oft notuð til að ákveða forgangsröð framkvæmda. Það vekur undrun að þetta virðist ekki eiga við á Ströndum og virðist engu skipta þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum um frestanir.
Með sama hætti er Strandabyggð nú í hópi Brothættra byggða og hefði þá mátt ætla að þessi litla vegagerð sem þar er fyrirhuguð gæti þá hugsanlega verið undanþegin frestunum. Staða sveitarfélagsins hefur versnað síðustu ár og mikil áföll riðið yfir í atvinnulífi, sérstaklega með lokun Hólmadrangs vorið 2023. Því mætti ætla að vegagerð í grennd við Hólmavík gæti haft sérstaklega jákvæð áhrif á byggð og atvinnulíf, sem bætist nú við röksemdir um að flýta verkefninu og framkvæma það á árinu 2024, eins og til stóð. Þetta snýst ekki um að taka neitt framfyrir í röðinni, bara að standa við áður gefin fyrirheit.
Á Innstrandavegi hafa orðið fjölmörg óhöpp og slys sem ratað hafa í opinber gögn, en einnig mörg óhöpp þar sem ekki verða slys á fólki og er ekki skráð í opinberar tölur. Fyrir utan nauðsynlegar og sjálfsagðar vegaframkvæmdir sem þarf að ráðast í á þessari leið, væri mikilvægt að gerð væri sérstök úttekt á öryggi vegfarenda. Ekki bara vegna þess að við Strandamenn megum engan mann missa. Ef stjórnvöldum finnast það ekki fullnægjandi rök, þá er rétt að benda á að vegurinn er hluti af Vestfjarðaleiðinni og öll sem um veginn fara geta lent þar í slysum og tjóni.
Hörmulegt banaslys varð sumarið 2019 við hættulegar aðstæður við Hrófárbrúna, þar sem blindhæð er rétt við einbreiða brú. Biðskylduskiltið við sunnanverða brúna (blindhæðarmegin) sem við teljum að sé áhrifavaldur í slysinu og ruglar ökumenn oft í ríminu er ennþá uppi. Vegna þessa merkis er meiri hætta á að bílar bíði á veginum við blindhæðina en hinu megin við brúna og sú var raunin þegar slysið varð, þá hlóðst þar upp þriggja bíla röð sem mótorhjólamaður ók svo aftan á. Merkingar voru lagaðar dálítið við Hrófá eftir þetta slys, en langbest væri að skafa blindhæðina niður og væri það sennilega ekki stór framkvæmd. Þetta banaslys er okkur enn ofarlega í huga, lagðist dálítið á sálina á sumum íbúum á svæðinu, kannski aðallega af því að það hefur dregist svo mjög að gera fullnægjandi umbætur. Vetrarvegur liggur þarna við sem getur tekið umferð á meðan á slíkum framkvæmdum stendur.
Eins þarf að huga að uppsetningu vegriða á fleiri stöðum við Innstrandaveg, svo við Slitrin í Bitrufirði og Hlíð í Kollafirði (þar sem byrjað er að setja vegrið) og rétt að benda á að hættulegt jarðsig er við Forvaða í Kollafirði og þar þarf líka að gera lagfæringar.
Best að enda á nokkrum praktískum upplýsingum. Bundið slitlag er á 66 km af leiðinni um Innstrandaveg, en malarslitlag á 39 km. Malarvegirnir eru á þremur köflum. Malarkafli 4 km er á milli Þorpa og Heydalsár í Steingrímsfirði (sá sem oft hefur verið á dagskrá og hér er til umræðu), 16 km frá Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði að Bræðrabrekku í Bitrufirði, þar á meðal um Ennisháls, og 19 km í Hrútafirði milli Guðlaugsvíkur og Prestbakka. Sjálfsagt væri að huga að vegagerð frá Litla-Fjarðarhorni að Broddadalsá í beinu framhaldi af verkefninu milli Heydalsár og Þorpa, þá myndu þrjár litlar brýr sem eru komnar á tíma fá hvíldina. Eins er rétt að benda á að leikmanni virðist sem hægt væri að leggja bundið slitlag á stóran hluta malarvegarins í Hrútafirði, án mikillar forvinnu, sem væri þá sjálfsagt að gera.
Á Innstrandavegi eru 13 einbreiðar brýr. Margar þeirra eru sérstaklega varasamar vegna nálægðar við aðra hættu, svo sem erfiðar beygjur eða blindhæðir.
• Hrófá í Steingrímsfirði – byggð 1972, 36 metra löng, 4 metra breið. Hættuleg blindhæð mjög nálægt brúnni.
• Miðdalsá í Steingrímsfirði – byggð 1980, 22 metra löng, 4 metra breið.
• Heydalsá í Steingrímfirði – byggð 1978, 10 metra löng, 4 metra breið. Á malarvegi. (Þessi myndi fara við umræddda vegagerð - Heydalsá-Þorpar).
• Fellsá í Kollafirði – byggð 1951, 14 metra löng, 3 metra breið. Á malarvegi. Varasöm beygja að brúnni norðanverðri.
• Þrúðardalsá í Kollafirði – byggð 1951, 10 metra löng, 3 metra breið. Á malarvegi.
• Broddaá í Kollafirði – byggð 1951, 11 metra löng, 3 metra breið. Á malarvegi. Blindhæð mjög nálægt brúnni og hættuleg beygja hins vegar við hæðina. (Þessar þrjár síðustu eru komnar á tíma).
• Krossá í Bitrufirði – byggð 1950, 15 metra löng, 4,2 metra breið (breikkuð 1988). Varasöm beygja í aðkeyrslu að brúnni.
• Tunguá í Bitrufirði – byggð 1949, 34 metra löng, 3 metra breið. Varasöm beygja í aðkeyrslu að brúnni norðan megin.
• Þambá í Bitrufirði – byggð 1962, 24 metra löng, 3,2 metra breið. Varasöm beygja í aðkeyrslu að brúnni.
• Víkurá í Hrútafirði – byggð 1987, 20 metra löng, 4 metra breið.
• Hvalsá í Hrútafirði – byggð 1976, 24 metra löng, 4 metra breið. Á malarvegi.
• Prestbakkaá í Hrútafirði – byggð 1978, 27 metra löng, 4 metra breið. Varasöm beygja í aðkeyrslu að brúnni sunnanverðri.
• Laxá í Hrútafirði - byggð 1970, 24 metra löng, 4 metra breið. Varasamar brekkur niður að brúnni og blindhæðir uppi á hæðum beggja vegna.
Virðingarfyllst,
Jón Jónsson, þjóðfræðingur og ferðabóndi á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð
Ester Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Sauðfjárseturs á Ströndum, við Innstrandaveg
Meðfylgjandi er umsögn Ísafjarðarbæjar um drög að samgönguáætlun 2024-2038.
f.h. Ísafjarðarbæjar
Arna Lára Jónsdóttir
bæjarstjóri
ViðhengiUmsögning varðar sjóvarnir, Seyðisfjörður sjóvörn á Þórarinsstaðaeyrum. Við ástandsskoðun siglingasviðs Vegagerðarinna fyrir nokkrum árum var þetta verkefni metið þannig að mjög áríðandi væri að fara í það og það átti að vinna að sjóvörnum þarna fyrir um 6 árum síðan en ekkert varð úr framkvæmdum af einhverjum ástæðum.
Á þessu svæði var húsaröð sjávarmegin við veginn fyrir um 50 árum en nú er sjórinn að ná að veginum og húsgrunnarnir eru að mestu leyti horfnir í sjóinn. Veður og sjólag undanfarin ár einkum síðustu tvo vetur þar sem sjávargangur hefur verið miklu ákafari og náð nær veginum sýnir gjörla að mjög brýnt er að fara í þetta verkefni strax og færa þessa framkvæmd fram í áætlunina til að forða frekara tjóni. Á þessu svæði í sjávarkambinum er rotþró frá Sæbergi sem er sumarhús og er rotþróin og tilheyrandi siturlögn í eigu HEF veitna. Hana þarf að verja sem fyrst.
Til viðbótar tel ég að nauðsynlegt sé að endurmeta þörf fyrir varnir á svæðinu og endurskoða þessar áætlanir og lengja sjóvörnina og bæta við svæðið í svokölluðum Þangsteinum innan við Landamótsá til að tryggja að vegurinn sem þar liggur á sjávarbakkanum verði ekki fyrir frekara tjóni af völdum sjávargangs.
Er ekki örugglega einhver villa í þessari áætlun - fjármagn til nýframkvæmda á Vesturlandi er í engu samræmi við aðra landshluta.
Það er td mjög aðkallandi að halda áfram uppbyggingu á Skorradalsvegi svo öruggt sé að björgunartæki viðbragðsaðila geti athafnað sig í dalnum þegar bregðast þarf við gróðureldum. Í dalnum er ein stærsta byggð sumarhúsa á landinu og þar er hætta á gróðureldum mikil. Gamlir vegir í dalnum munu enganvegin bera uppi þá umferð björgunartækja sem um dalin fara ef illa fer. Einnig er aðkallandi að halda áfram að byggja upp flóttaleiðir út úr dalnum enda í raun bara ein leið fær.
Umsögn frá Bolungarvíkurkaupstað er í viðhengi.
ViðhengiHjálögð er umsögn Þingeyjarsveitar við mál nr. 112/2023, drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Virðingarfyllst,
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiGóðan dagin
Hjálagt er umsögn Húnabyggðar um samgönguáætlun 2024-2038.
Með kveðju,
Pétur Arason
ViðhengiFerðamálasamtök Árneshrepps mótmæla fyrirhugaðri enn einni frestun á vegaframkvæmdum á Veiðileysuhálsi á Ströndum. Þessi frestunarárátta stjórnvalda er ekki ný af nálinni enda hefur þessum framkvæmdum verið frestað allnokkrum sinnum enda fer þetta að slaga í einhverskonar Íslandsmet. Þegar saga Árneshrepps er skoðuð hvort heldur sem blaðaskrif frá því fyrir um 40 árum eða niðurstaða þeirra fjölmörgu íbúafunda sem haldnir hafa verið síðustu 20 ár er sama rauða þráðinn þar að finna, úrbóta er þörf í samgöngumálum á landi til að tryggja vetrarfæran veg allt árið. Í því samhengi eru helstu flöskuhálsarnir Kjörvogshlíð og Veiðileysuháls. Skemmst er frá því að segja að nánast ekkert hefur þokast í þessum málum síðan 1992. Engar stórtækar vegabætur hafa átt sér stað innan Árneshrepps síðan 1992 og framkvæmdum við Veiðileysuháls hefur ítrekað verið frestað síðan um 2000. Árneshreppur er skilgreindur brothætt byggð og hefur þegar þetta er ritað verið skilgreindur sem slíkur í 5 ár. Fyrirhuguð frestun er auðvitað í hróplegu ósamræmi við fyrirætlan stjórnvalda við annars ágætis átak sem unnið er í samráði við Byggðastofnun og heimamenn á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Verkefni þessu er ætlað að efla nýsköpun og styrkja stoðir fyrirtækja og einstaklinga á brothættum svæðum til að efla heilsársbúsetu. Í tilfelli Árneshrepps hefur ágætlega tekist til en þeir nýju sprotar sem vaxa nú í Árneshreppi kalla ekki síður á sterka innviði. Að þessu sögðu hlýtur þessi fyrirhugaða frestun einfaldlega að vera misskilningur eða prentvilla.
Ferðamálasamtök Árneshrepps krefjast þess að farið verði tafarlaust í úrbætur á Veiðileysuhálsi og Kjörvogshlíð.
Fyrir hönd Ferðamálsamtaka Árneshrepps,
Héðinn B. Ásbjörnsson, Djúpavík
Meðfylgjandi er umsögn Akureyrarbæjar um samgönguáætlun 2024-2038.
ViðhengiUmsögn Súðavíkurhrepps er í viðhengi.
ViðhengiUndirritaður gerir miklar athugasemdir við samgönguáætlun 2024 - 2038
Engar umtalsverðar úrbætur eða verulegar vegstyttingar á þjóðvegi 1 frá Reykjavík norður til Akureyrar koma fram né eru fyrirhugaðar tímanlega og strax í framkominni áætlun. Nauðsynleg jarðgöng á heiðum þjóðvegar 1 frá Reykjavík til Akureyrar eru ekki í neinum fjórgangi miðað við mikla þörf og nauðsyn. Ég spurði Samgönguráðherra á Alþingi 2002 um jarðgöng undir Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði og það verður að bæta og færa göng undir Öxnadalsheiði í fyrsta eða fremstu sæti úr 10. sæti. Bættar samgöngur á þjóðvegi 1 er forsenda til að efla og bæta búsetu á landsbyggðinni og á að vera algert forgangsatriði og sérstaklega nú þegar varðandi náttúruvá á Reykjanesi sem getur staðið í hundruð ára.
Á Norðurlandi og Austurlandi er mest búseta og verðmætasköpun Íslands utan höfuðborgarsvæðisins varðandi sjávarfang og rafmagn sem skiptir þjóðarbúið miklu eru flestir og mestir rafuorkukostir á þessum landsbyggðar svæðum í Þingeyjarsýslu Laxá, Krafla og Þeistareykir og vitrænir kostir í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum og rafmagn á Austurlandi Grímsá, Kárahnjúkavirkjun og Lagarfoss og allar virkjanir og virkjanakostir Þjórsár. Þá er tífalt meiri orkumöguleikar faldir í sjóðandi lághita en háhitasvæðum Íslands samkvæmt svari við fyrirspurn minni á Alþingi á sínum tíma.
Ég spurðist fyrir á Alþingi 2002-2003 um vegstyttingar frá Reykjavík til Akureyrar sem hægt er að stytta um tugi kílómetra. Í svarinu komu fram mestu vegstyttingar og eru þær umtalsverðar sunnan Blönduós og í Skagafirði af Vatnsskarði með stefnu á Öxnadalsheiði og víðar hagkvæmar styttingar og með Sundabraut skiptir þetta gríðarmiklu varðandi mengun og eldsneytiskostnað og stórlækkun flutningskostnaðar og vöruverðs bæði á Norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.
Undirritaður hefur lengi bent á það mikla mál til að efla byggð og bæta líf íbúa landsbyggðakjördæmann Norðurlands, Austurlands og Suðurlands að byggja upp veginn yfir Sprengisand, sem Vegagerðin talaði fyrir og vildi gera árið 2014 sem styttir vegalengd milli þessara svæða um mörg hundruð kílómetra og tíma aksturs umtalsvert og mun stórauka alla samvinnu íbúa landsbyggðarinnar. Jafnframt mun þessar vegabætur stórefla ferðaþjónustu landsbyggðar og gefa ferðamönnum kost að fara milli svæða norðurs suðurs og austurs eftir veðri og úr rigningu í sól á stuttum tíma. Þetta væri eitt stærsta skrefið til að efla landsbyggðina til framtíðar. Þessi vegur um Sprengisand skiptir einnig miklu máli því á þessum svæðum er jafnframt bróðurpartur allra raforkukosta Íslands sbr. áðurnefnda virkjanir. Landsbyggðasvæðin þessi eiga þannig alla framtíð.
Það skiptir Íslendinga alla miklu að byggð um allt land sé öflug til góðrar búsetu og verðmætasköpunar og það er ekki hægt að sniðganga og líta framhjá þessum raunhæfu og eðlilegu kostum til að stórefla landsbyggðina. Þessir kostir og uppbygging á landsbyggðinni hefur jafnframt aldrei verið jafn nauðsynleg og þegar eldgosahrina er byrjuð á Reykjanesi með þrem gosum á þrem árum. Eldgos allra kerfa Reykjanes gætu skipt hundruðum samkvæmt þessari byrjun.
Virðingarfyllst
Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður og fyrrverandi varaþingmaður og stjórnarmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar
Umsögn vegna styttingu þjóðvegar um Svínavatnsleið.
Sterkustu rökin eru að stytting er
1. Mjög umhverfisvæn og kolefnasparandi
2. Hagkvæmasta samgöngubótin eða u=2,6 (arðsemi skilar sér hratt.
3. Dregur stórlega úr slysahættu í samanburði við Geitaskarðsspottann.
Gert er ráð fyrir að endur bætur á Suðurfjarðavegi komi til framkvæmda á öðrum og þriðja kafla Samgönguáætlunar eða ekki fyrr en 2029.
Miðað við núverandi ástand vegarinns og brúarmannvirkja á þessari leið, telst þetta með öllu óásættanlegt. Vegurinn er að stofninum til sá sami og lagður var fyrir rúmum 60 árum þó að slitlag hafi verið lagt og smávægilegar styrkingar hafi verið gerðar á honum í kringum 1990
Nú þegar eru þyngdartakmarkanir á amsk 2 af þeim brúm sem á þessari leið eru og ekki ljóst hvort að viðkomandi brýr hreinlega beri þann umferðarþunga sem um þennan veg fer á degi hverjum í öll þau ár sem eftir eru fram að áætluðum framkvæmdatíma.
Meginn þungi þungaflutninga fyrir austurland fer Suðurfjarðaveg og litlar líkur á því að það muni minnka á komandi árum enda mikil framleiðsla og fiskvinnsla á svæðinu og ein af stærstu útflutningshöfn landsins í Reyðarfirði.
Í dag er ekki hægt að fá undanþágur fyrir yfirþyngd um suðurfjarðaveg vegna lélegs ástands brúarmannvirkja og ekki hægt að flytja tæki og búnað nema þá yfir Breiðdalsheiði sem varla telst vegur til þessháttar notkunnar.
Einnig er rétt að benda á að mjóustu partar hringvegarinns eru í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og um 20 blindbeygjur og blindhæðir á vegakaflanum frá Sævarendaströnd að Löndum í Stöðvarfirði.
Líta ætti til allra ofantalinna þátta og flýta framkvæmdum við 2 brýr í Fáskrúðsfirði og vegkaflanum út fyrir Eyri hið minnsta og taka þann vegkafla fyrir í fyrsta áfanga samgönguáætlunar. Einnig er rétt að benda á að vetrarþjónusta á þessum sama vegkafla er erfið vegna þess hve missigin og hlykkjóttur hann er, en það er alþekkt meðal atvinnubílstjóra hversu leiðinlegur þessi kafli er oft á vetrum þrátt fyrir að snjóþyngsli séu ekki mikil
Yrði það í fullu samræmi við yfirlýst markmið um bætt umferðarörryggi, ásamt því að tryggja greiðar flutningsleiðir inn og út úr fjórðungnum sem og innan hans.
Til grundvallar samgöngubóta ætti alltaf að horfa til þátta sem lúta að því að tryggja öryggi vegfarenda, stytting ferðatíma, magn umferðar og bæta vetrarsamgöngur.
Virðingarfyllst
Eiður Ragnarsson
Djúpavogi.
Meðfylgjandi er umsögn undirritaðs um drög að samgönguáætlun 2024-2038.
Tómas Ellert Tómasson,
byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg
Birkivöllum 14, Selfossi
ViðhengiSveitarfélagið Fjallabyggð fagnar áherslum Samgönguáætlunar þegar kemur að umferðaröryggi. Í Fjallabyggð eru landfræðilegar aðstæður með þeim hætti að umferðaröryggi verður ekki tryggt nema með gerð jarðgangna, annars vegar úr Siglufirði yfir í Fljót í Skagafirði og hins vegar á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sveitarfélagið telur því að sú forgangsröðun sem lögð er fram í jarðgangnakafla Samgönguáætlunar komi vel til móts við áherslur sveitarfélagsins í umferðaröryggismálum og tengingum við önnur sveitarfélög á mið-Norðurlandi.
Sigríður Ingvarsdóttir
bæjarstjóri
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Hafnasambands Íslands
f.h. hafnasambandsins
Valur Rafn
ViðhengiUmsögn um samgönguáætlun í samráðsgátt, frá Akraneskaupstað.
Almennt um samgönguáætlun í samráðsgátt.
Akraneskaupstaður hefur í samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi verið aðili að samþykktum um áherslumál í samgöngumálum. Samgönguáætlun fyrir Vesturland er forgangsröðun sveitarfélaganna um áherslur í framkvæmdum og styður Akraneskaupstaður þær áherslur sem koma fram í umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Tekið er undir gagnrýni á samgönguáætlun í samráðsgátt um hve litlum fjármunum er varið til nýframkvæmda á Vesturlandi. Segja má að mjög langt framkvæmdastopp í vegaframkvæmdum sé farið að há þróun byggðar og samkeppnishæfni hennar.
Akraneskaupstaður fagnar þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu og munu nýtast íbúum á Akranesi eins og landsmönnum flestum. Tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og fyrirhuguðu upphafi framkvæmda við Sundabraut. Greiðari leiðir og bætt umferðaröryggi skipta höfuðmáli fyrir vegfarendur.
Mikilvægi greiðra samgangna er aldrei ofmetið. Jarðhræringar á Reykjanesi eru, til viðbótar við fjölgun íbúa og ferðamanna, áminning um að góðar og öflugar samgöngur geta skipt sköpum. Þess vegna og ekki síst er góð vegtenging og greiðar samgöngur við höfuðborgarsvæðið og Suðurnes norður og vestur mikilvægari en áður.
Mjög jákvætt er að sjá að á tímabilinu hefjist undirbúningur að fyrirhuguðum framkvæmdum við tvöföldun Hvalfjarðarganga og framkvæmdir við Vesturlandsveg frá Hvalfjarðargöngum í Borgarnes eru á áætlun frá 2029, en hefðu vissulega þurft að hefjast mun fyrr ef horft er til fjölgunar ferðamanna og aukinnar umferðar.
Stofnvegakerfi.
Akraneskaupstaður fagnar þeim endurbótum sem þegar hafa verið gerðar á vegi um Kjalarnes. og leggur áherslu á að þegar verði framhald á þeim framkvæmdum. Breikkun vegar um Kjalarnes var baráttumál Akraneskaupstaðar og því jákvætt að þessum áfanga sé nú náð. Seinni hluti framkvæmdanna er boðaður og mikilvægt að ekki dragist að ljúka breikkun vegarins.
Akraneskaupstaður ítrekar fyrri afstöðu um framkvæmdir við Sundabraut. Samkvæmt þeim drögum að samgönguáætlun sem kynntar eru í samráðsgátt, verður upphaf þeirra framkvæmda 2026. Mikilvægt er að ekki verði tafir á upphafi framkvæmda. Bygging Sundabrautar og tvöföldun Kjalarnesvegar eru grundvallarhagsmunir fyrir íbúa Akraness. Verulegur fjöldi fólks sækir vinnu og nám á höfuðborgarsvæðinu og í vaxandi mæli er atvinna sótt á Akranes og Grundartanga frá höfuðborgarsvæðinu.
Gerð nýrra ganga undir Hvalfjörð er mjög aðkallandi. Veruleg aukning umferðar seinustu ára hefur orsakað það að afköst þeirra eru orðin takmörkuð á álagstímum. Lögð er áhersla á að ekki verði frekari tafir á undirbúningi framkvæmda við ný Hvalfjarðargöng.
Umferðaröryggi.
Akraneskaupstaður hefur verið í samskiptum við Vegagerðina um endurbætur vegna umferðaröryggis í nágrenni við kaupstaðinn og tengingar við þjóðveg. Akraneskaupstaður leggur áherslu á að tryggja fjármagn til umferðaröryggis og framkvæmda um betri vegtegningar. Íbúafjölgun á Akranesi og uppbygging dregur fram nýjar áskoranir um bættar tengingar.
Göngu og hjólastígar
Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 300 milljónum árlega á framkvæmdatíma áætlunarinnar, til göngu og hjólreiðastíga. Akraneskaupstaður tekur undir mikilvægi þess að hugað verði að gerð á slíkum stígum. Æskilegt væri að geta samið um uppbyggingu slíkra stíga til nokkurra ára, til að nýta fjármuni sem best. Markviss uppbygging á slíkum leiðum er liður í bættri lýðheilsu og hvetur til útivistar og fjölbreyttari möguleikum í samgöngum.
Almenningssamgöngur
Akraneskaupstaður leggur áherslu á að almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur. Verðlagning farþegagjalda verður að endurspegla að um raunhæfan valkost sé að ræða, á móti því að notast við einkabifreiðar. Tíðni og tenging við önnur samgöngukerfi verður einnig að vera hvetjandi til að þær verði eðlilegur valkostur.
Vinna þarf að því að gera almenningssamgöngur að valkosti bæði innan atvinnusvæða og milli byggðalaga. Á það hefur skort í núverandi fyrirkomulagi.
Akraneskaupstaður hefur lagt áherslu á að gera almenningssamgöngur á Akranesi eftirsóknarverðar og eru þær nú þegar bæði gjaldfríar og reknar á endurnýjanlegri orku.
Akraneskaupstaður hefur lengi óskað eftir samtali um tilraunaverkefni á rekstri fólksflutningaferju á milli Akraness og Reykjavíkur. Í stuttan tíma var slík tilraun gerð sem gaf vísbendingar um að slíkur kostur stytti ferðatíma og gæti aukið komu ferðamanna til Akraness. Undirstrikað skal að slíkt verkefni ætti frá upphafi að taka mið af orkuskiptum og ferjan liður í umhverfisvænni samgöngum milli Akraness og Reykjavíkur.
ViðhengiAthugasemd vegna Suðurfjarða í Arnarfirði.
ViðhengiVinsamlega sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
kær kveðja
Auður
ViðhengiÍ viðhengi er að finna umsögn Tálknafjarðarhrepps vegna Draga að samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038.
ViðhengiHjálögð er umsögn Húnaþings vestra um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
F.h. Húnaþings vestra,
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Félags íslenskra bifreiðaeigenda um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024.
ViðhengiUndirritaður gerir miklar athugasemdir við samgönguáætlun 2024-2038.
Athugasemdirnar snúa að ástandi fjögra mjög mikilvægra brúa sem tengjast einstöku svæði náttúrufyrirbæra og undra í Þingeyjarsýslu sem nú gengur á Íslandi og heimsvísu undir nafninu Demantshringurinn. Sonur minn Örlygur Hnefill Örlygsson hafði öll réttindi yfir þessu nafni og afhenti nafnið án nokkurs endurgjalds sem nafn og til notkunar á þessu einstaka svæði, nú Demantshringnum til að efla ferðaþjónustu og atvinnu og styrkja byggð á Norðaustursvæði Íslands. Hefur það um flest gengið vel en bæta þarf snjómokstur að vetri og samgöngur og brýr sem eru á vegum að Demantshringnum. Brýrnar sem um ræðir eru brúin við Fosshól yfir Skjálfandafljót og neðsta brúin yfir Skjálfandafljót í Köldukinn á móts við Rangá byggð 1935 að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu, stofnanda Framsóknarflokksins og áður stofnanda Alþýðuflokksins. Ástand þessarar brúar er hörmulegt og neðri brúin ónýt með öllu til að gegna hlutverki brúar en hún er aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Vegakerfið að og frá þessari brú hefur alla tíð legið út og suður í öfugar áttir miðað við að þetta er höfuð tenging milli stærstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra, Akureyrar og Húsavíkur. Þetta þarf að bæta og stytta veginn umtalsvert sem minnkar mengun og sparar tíma og er öryggisatriði varðandi mikla sjúkraflutninga úr Þingeyjarsýslu til Akureyrar, þannig að hann liggi í rétta átt með stefnu frá Aðaldalsflugvelli að Ljósvetningabúð. Sama gildir með brúna yfir Skjálfandafljót við Fosshól á þjóðvegi 1 sem er einhverju skárri varðandi ástand brúarinnar en aðkoma að henni niður brekkuna af Fljótsheiðinni er stórhættuleg og tímaspursmál um skelfileg slys.
Varðandi báðar brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum þá átti að ég tel að byrja byggingu nýrrar brúar í stað gömlu brúarinnar hjá Grimsstöðum á Fjöllum nokkuð ofar árið 2014. Ekkert hefur hefur gerst í því eftir eldgosið í Holuhrauni sem fjölskylda mín fór að ári seinna með eina jarðfræðingnum og síðasta manni sem gekk á tunglinu, Harrison Schmitt úr Apollo 17. Sama er með brúna yfir Jökulsá á Fjöllun í Kelduhverfi skammt frá Ásbyrgi.
Þessar brýr allar verður að taka inn á áætlun um nýjar brýr í stað núverandi ónýtra og hættulegra brúa og gera það í samgönguáætlun 2024-2038.
Virðingarfyllst
Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður og fyrrverandi varaþingmaður og stjórnarmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar
Í viðhengi er umsögn Vestmannaeyjabæjar um drög að samgönguáætlun 2024-2038
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiÁ 57. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar var tekið fyrir mál 112/2023 til samráðs, Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038, og þannig bókað.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar sérstaklega áherslum samgönguáætlunar þegar kemur að umferðaröryggi og ekki síst í þeim efnum forgangsröðun í jarðgangakafla áætlunarinnar hvað varðar áform um jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Byggðarráð tekur einnig undir áherslur um fækkun einbreiðra brúa í þjóðvegakerfi landsins. Þá fagnar byggðarráð að framkvæmdir við nýja ytri höfn á Sauðárkróki séu framundan en leggur ríka áherslu á að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og þeim lokið eigi síðar en snemma árs 2026. Fyrir því liggja brýnar ástæður sem eru annars vegar að þær eru forsenda uppbyggingar nýrrar hátæknifiskvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og hins vegar að þær eru jafnframt forsenda þess að orkuskipti geti átt sér stað í skipaflota fyrirtækisins og að Sauðárkrókshöfn verði til framtíðar viðkomustaður strandflutninga. Orkuskipti kalla á hafnaraðstöðu sem tekur á móti skipum sem rista dýpra en núverandi höfn á Sauðárkróki ræður við. Byggðarráð bendir einnig á að víða í Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi. Í greiningu Vífils Karlssonar um umferð og ástand vega á Vesturlandi, sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi árið 2016, kom fram að árið 2014 var hlutfallslega mest af malarvegum á Norðurlandi vestra og ljóst að miðað við litlar úrbætur í landshlutanum síðan þá, þá hefur Norðurland vestra dregist enn frekar aftur úr öðrum landsvæðum. Þess má geta að á hverjum skóladegi í Skagafirði aka skólabílar börnum 314 km vegalengd, þar af tæpum þriðjungi eða 91,5 km á malarvegum og yfir 12 einbreiðar brýr. Það er því afar brýnt að sjónir samgönguyfirvalda beinist að Norðurlandi vestra og auknum nýframkvæmdum við vegi þar. Má þar t.d. benda á afar bágborna vegi í Skagafirði í Hegranesi, Sæmundarhlíð, Ólafsfjarðarvegi suður frá Ketilási, Skagafjarðarveg, Skagaveg og Ásaveg. Mjög áríðandi er að ráðast í löngu tímabærar lagfæringar á Hólavegi en þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Þess má geta að fjölmennt landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026. Byggðarráð telur brýnt að stórauka fjárframlög til girðinga meðfram þjóðvegum landsins og einnig til uppbyggingar og viðhalds reiðvega umfram það sem gert er ráð fyrir í drögum að samgönguáætlun. Byggðarráð leggur áherslu á að reglugerð sem gildir um vetraþjónustu Vegagerðarinnar verði tekin til endurskoðunar en eins og hún er í raun framsett þá gildir helmingamokstur Vegagerðarinnar aðeins að þriðja síðasta bæ við enda vegar. Sú aðferðafræði er vægast sagt umdeild og algjörlega á skjön við áherslur á jafnræði borgaranna og byggðaþróun. Enn má geta um ósanngjarnar reglur Vegagerðarinnar sem miða aðra mokstursþjónustu eingöngu við umferð á þjóðvegum og tengivegum en horfa ekkert til þess hvar á landinu þessir vegir eru. Það gefur t.d. auga leið að það þarf almennt séð miklu meiri vetrarþjónustu á t.a.m. veginn fram í Stíflu í Fljótum heldur en veg með sambærilegum umferðarþunga á Suðurlandi eða Suðvesturhorninu. Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við drög að samgönguáætlun og ekki síst hvað varðar að auknu fjármagni verði varið til vetrarþjónustu vega utan þéttbýlis með það að markmiði að aðlaga þjónustuna að þörfum samfélagsins og atvinnulífs. Trygg og góð vetrarþjónusta er ein af grunnforsendum þess að markmið áætlana ráðuneytisins um að innviðir mæti þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um allt land verði náð. Einnig að viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna snjómoksturs verði teknar til endurskoðunar í samvinnu við sveitarfélögin. Byggðarráð vill að lokum benda á að svo litlir fjármunir eru veittir til viðhalds á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók að til skammar er. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sjúkraflutninga í landshlutanum og nauðsynlegt að vellinum og allri aðstöðu sé viðhaldið á sómasamlegan hátt og þannig að lífi fólks sé ekki ógnað af þessum sökum. Þess má jafnframt geta að slitlag á flugbrautinni er farið að láta verulega á sjá, ráðast þarf í endurbætur á lendingarljósum, auk fleiri brýnna aðgerða til að tryggja að völlurinn geti að lágmarki haldið áfram að sinna hlutverki sínu við að tryggja sjúkraflug til og frá Skagafirði.
F.h. byggðarráðs
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Hjálögð er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka.
ViðhengiGóðan dag
Við lestur samgönguáætlunar liggur fyrir á samræaðgátt þá vil ég lýsa óánægju minn með að vegur um Uxahryggi (Brautatunga-Kaldadalsvegur) sé ekki framar í áætlunninni en 2034-2038. Ég mundi vilja sjá Uxahryggjarveg fara miklu framar í samgönguáætlunina ásamt því að mikil tækifæri eru einnig fólgin í því að halda áfram með uppbygging á Kaldadalsvegi til Húsafells sem að mínu áliti ætti að vera í samgönguáætlun sem nú er lögð fram.
Þessir tveir kaflar fullkláraðir munu búa til nýjar hrignleiðir útfrá höfðuborgarsvæðinu sem henta mjög vel fyrir dagsferðir ferðamanna. Innan þessara hringja eru náttúruperlur eins og Þingvellir, Langjökull, Víðgelmir, Húsafell, Hraunfossar, Reykholt, Deildatunguhver, Grábrók, Hvanneyri, Borg á Mýrum, Borgarnes, Akranes, Hvalfjörður og fleiri áhugaverðir staðir á þessu svæði. Umtalsverð lagfæring á þessum vegum breytir þeim úr því að vera vegi sem ekki eru færir öllum bílum og færir einungis hluta úr ári, í vegi sem opnum allt árið (Uxahryggjavegi) og lengja til muna opnun á Kaldadalsvegi.
Endurbygging þessara vega er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjóustuaðila á suðvesturlandi þar sem þarna er verið að búa til nýja hringi sem mun auka afþreyingu sem er í boði á Suðvesturlandi, eykur getu landsins til að taka við fleiri ferðamönnum, stuðlar að meiri dreifingu ferðamanna á þessu svæði, bætir nýtingu núverandi ferðaþjónustu á Vesturlandi, skapar tækifæri til aukinnar uppbyggingar í ferðaþjónustu á Vesturlandi , bætir tengingar á milli Suður- og Vesturlands og mun dreifa umferð og álagi á vegi umtalsvert.
Vegabætur á Uxhryggjavegi og Kaldadalsvegi munu hafa mikla þýðingu fyrir Vesturland, Höfuðborgarsvæðið og landið allt og því er mikilvægt að flýta framkvæmdum við þessa kafla eins mikið og mögulegt er öllum til hagsbóta.
Virðingarfylls
Sigurður Guðmundsson
Sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggð
Meðfylgjandi er umsögn sveitarfélagsins Langanesbyggðar um "Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038" í fylgiskjölum.
Björn S. Lárusson, sveitarstjóri og hafnarstjóri Langaneshafna.
Viðhengi ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Borgarbyggðar um drög að samgönguáætlun 2024-2038 og aðgerðaáætlun 2024-2028.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um drög að samgönguáætlun 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028.
ViðhengiÞungaflutningar um veg nr 57 Snæfellsnesveg er orðin það mikill að gera verður einhverjar ráðstafanir ef ekki að á að bæta hann. Það verður að takmarka umferð um vegin þar sem hann er lífshættulegur óvönum bílstjórum og einnig vönum.
Tjörneshreppur bendir á mikilvægi þess að framkvæmdum við tvöföldun brúarinnar yfir Köldukvísl á Tjörnesi sé flýtt. Fyrir fáeinum misserum var búið að taka frá fjármagn í framkvæmdina, sækja um og fá framkvæmdaleyfi frá hreppnum þegar að hætta var við á síðustu stundu. Það eru furðulegt í meira lagi að nú þurfi að bíða um það bil áratug eftir því að eiga von á því að þessi framkvæmd klárist, einbreið brú yfir djúpt gil og stendur við blindhæð. Mikill fjöldi ferðamanna aka yfir brúna enda er vegurinn hluti af Demantshringnum.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps skorar á stjórnvöld að flýta þessari framkvæmd og fækka þar með einni af líklegustu slysagildrum í vegakerfinu á Norðurlandi.
Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um drög að samgönguáætlun 2024-2038
ViðhengiUmsögn Eyjafjarðarsveitar má finna í meðfylgjandi skjali.
Finnur Yngvi Kristinsson
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
ViðhengiBókun bæjarráðs Hveragerðis 4.júlí 2023.
Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 er gert ráð fyrir að tilfærsla þjóðvegar 1 við Hveragerði úr núverandi vegstæði, vegkaflinn ,,Varmá - Kambar“, hefur aftur verið seinkað og nú um þrjú ár. Hveragerðisbær vill benda á að það var á sínum tíma Vegagerðin sem fór fram á þessa framkvæmd og þrýsti á sveitarfélagið að gera breytingu á aðalskipulagi bæjarins eins og fram kemur í meðfylgjandi skýrslu. Allt skipulag Hveragerðisbæjar hefur verið aðlagað að tilfærslu þjóðvegarins og öll vinna tekið mið af því að þjóðvegurinn yrði færður í síðasta lagi árið 2024. Óvissa um tilfærslu á þjóðveginum hefur því hamlandi áhrif á byggðaþróun í Hveragerði og veldur auk þess lóðaskorti í ófyrirsjáanlegan tíma. Það er því mjög bagalegt að enn á ný hafi framkvæmdinni verið frestað. Benda má á að núverandi aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir að hluti af núverandi hringvegi verði aðaltengivegur að Kambalandshverfinu en nú fer öll umferðin um Finnmörk. Sú gata ber ekki þessa miklu umferð í stækkandi hverfi. Þá er ljóst að út frá umferðaröryggissjónarmiðum og einnig skipulagslegum ástæðum, sérstaklega á svæðum sem liggja næst hringveginum, væri farsælast að þessi framkvæmd færi í gang sem fyrst. Nú er þegar hafin endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar og færsla þjóðvegarins lykilatriði við þá endurskoðun. Hveragerðisbær átti fund með innviðaráðherra um þetta mál þann 28. júní 2023 þar sem afstaða sveitarfélagsins vegna tafa á færslu þjóðvegarins í samgönguáætlun kom fram. Á fundinum var lagt var fram minnisblað Guðmundar F. Baldurssonar, verkefnastjóra hjá Hveragerðisbæ og fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins, þar sem rakin er saga þessa máls síðustu 17 ár og liggur minnisblaðið fyrir þessum fundi. Bæjarráð Hveragerðis tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu og að það sé „ekki óeðlileg krafa að Vegagerðin eða ríkissjóður komi verkinu í gang sem allra fyrst, í stað þess að draga það á langinn“.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms.
Hjálögð er umsögn Samorku
Virðingarfyllst,
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð
ViðhengiUmsögn sveitarstjórnarmanna A-lista í Strandabyggð.
Við vísum til og tökum undir umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðarstofu og einnig umsögn Jóns Jónssonar og Esterar Sigfúsdóttur sem birtst hafa í Samráðsgáttinni.
Við gerð Samgönguáætlunar er tekið tillit til margra þátta. Þeir þættir sem við teljum að taka þurfi tillit til á okkar svæði eru t.d. Byggðaáætlun, verkefni samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra um atvinnusköpun á sauðfjárræktarsvæðum, verkefninu Sterkar Strandir (verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir) og svo síðast en ekki síst áherslum stjórnvalda um sameiningar sveitarfélaga . Bættar samgöngur stuðla að því að markmið þessarra verkefna náist. Bætt umferðaröryggi vegfarenda og áreiðanleg vetrarþjónusta stækkar og eflir samskipta-og atvinnusóknarsvæði íbúa.
Vegkaflinn frá Hnitbjörgum að Hrófá á Djúpvegi nr. 61 er orðin um 50 ára gamall. Vegkaflinn ber ekki þann umferðarþunga eða þann umferðarhraða, sem á honum er í dag. Vegfarendur koma af mun nýrri vegum sitt hvoru megin við þennan kafla varast ekki aðstæður, beygjur og blindhæðir. Á Djúpvegi um Strandabyggð eru tvær einbreiðar brýr sem eru hættusvæði, sérstaklega brúin yfir Langadalsá eins og reynslan hefur sýnt.
Fjarskiptasamband á stofn-og tengivegum í Strandabyggð er víða stopult og sumstaðar alls ekkert m.a. á Djúpvegi 61 um Þröskulda.
Umferð um Innstrandaveg hefur aukist mikið undanfarin ár. Talningar á Ennishálsi sýna ekki nema hluta þeirrar umferðar. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt þar sem skyldi. Á honum eru hættulegir kaflar s.s. 13 einbreiðar brýr en sú elsta er 74 ára gömul og sú yngsta 36 ára. Meðalaldur þessara brúa eru 57 ár. Elstu brýrnar nálgast óðfluga friðun samkvæmt minjalögum. Á veginum eru malarkaflar þar sem eru hættulegar blindhæðir og blindbeygjur. Einn slíkur er kaflinn frá Heydalsá að Þorpum þar sem endurbótum hefur verið frestað ítrekað en fyrst voru þær á áætlun 1996. Frestanir sem þessar er varla hægt að kalla annað en svik við samfélagið. Getuleysi Vegagerðarinnar til að fækka stöðum þar sem aðstæður eru hættulegar eru þyngra en tárum taki.
Íbúar sem hafa barist árum saman (ef ekki áratugum) fyrir framförum, úrbótum í samgöngumálum, einföldum öryggisástæðum t.d. vegriðum, fækkun slysastaða, fækkun einbreiðra brúa og svo framvegis, svíður meira að fá loforð sem eru æ ofan í æ svikin. Það er í raun verra en að engu sé lofað. Þá veit fólk allavega hvar það stendur og er ekki að gera sér óraunsæjar væntingar og reyna að byggja fyrirtæki sín upp á vonlausum stöðum.
En við svo búið má ekki standa! Við krefjumst þess að staðið verði við gildandi samgönguáætlun og staðið verði við vegabætur milli Heydalsár og Þorpa. Við krefjumst þess að gerð verði markviss og tímasett áætlun um fækkun slysastaða og einbreiðra brúa á Innstrandavegi.
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ragnheiður Ingimundardóttir
Valgeir Örn Kristjánsson
Kristín Anna Oddsdóttir
Drög að samgönguáætlun 2024-2038
Umsagnarbeiðni frá Innviðaráðuneitinu
Hreppsnefnd Skorradalshrepps vill benda á að í samgönguáætluninni er hvergi getið um vegi í Skorradal.
Við höfum áður bent á að viðhaldi tengivega í sveitarfélaginu er mjög ábótavant og teljum við að áfram þyrfti að halda áfram með Mófellsstaðaveg 507 sem er fjölfarinn en mjög mjór og grófur. Þar var byrjað með malbyk fyrir 2. árum en síðan hætt, þarna þyrfti að halda áfrm.
Þá skal bent á að vegurinnyfir Geldingadraga ( Dragavegur 520) er mjög nauðsinlegur öriggisvegur þegar ófært er undir Hafnarfjall enþar eru aðstæður þannig að stórhætta er fyrir bíla að aka hann einsog hann er.
Þetta teljum við vera öriggismál svo neiðarbílar geti komist á Akranes eða til Reykjavíkur þegar ófært er undir Hafnarfjall.
Þetta teljum við þurfi að bæta
Meðfylgjandi er umsögn samgöngusérfræðinga Strætó bs.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn stjórnar SSNE.
ViðhengiHjálögð er umsögn Fjarðabyggðar um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
ViðhengiViðfest er umsögn um drög að samgönguáætlun 2024–2038 og aðgerðaáætlun 2024–2028. Farið er yfir helstu viðfangsefni samgönguáætlunar eins og þau birtast í mismunandi lykilviðfangsefnum, meginmarkmiðum, áherslu og aðgerðum. Tillögur eru gerðar um að skerpa á framsetningu, skilgreina helstu viðfangsefni með skýrari hætti og greina betur milli markmiða og aðgerða. Jafnframt er bent á ýmis atriði sem mættu hafa meira vægi í áætluninni.
Þóroddur Bjarnason
Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Rannsóknaprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn hafnarstjórnar Grundarfjarðarhafnar og bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar, sem byggir á ályktunum bæjarstjórnar, um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Virðingarfyllst,
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
Viðhengisjá viðhengi
kveðja
Jón Þorvaldur
ViðhengiUndirritaður skilar hér umsögn vegna örflæðis í tengslum við samgönguáætlun.
ViðhengiStytting og endurnýjun Hringvegar með lagningu Húnavallaleiðar í Austur-Húnavatnssýslu.
Undirritaður leggur til þá breytingu á fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun að Hringvegur verði styttur og endurnýjaður í Austur-Húnavatnssýslu með svokallaðri Húnavallaleið. Nánari rökstuðning með tillögunni er að finna í meðfylgjandi skjali.
Með vinsemd og virðingu,
Hjalti Jóhannesson, Akureyri.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Kerecis hf um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
ViðhengiSamgönguáætlun 2024 - 2038.
Akureyrarflugvöllur - Aðflug úr suðri.
Ljóst er að núverandi LOC flugferlar standast ekki nútímakröfur við þær aðstæður sem eru í fjallendi Eyjafjarðar. Ferlarnir bjóða einungis upp á tvívíða leiðsögu, þ.e. stefnustjórnun.
ICAO, alþjóðaflugmálastofnunin hefur árum saman lagt til að við krefjandi aðstæður, svo sem í fjallendi, sé boðið upp á þrívíða flugleiðsögu, þ.e. bæði stefnu og hæðarstjórnun. Slík breyting eykur öryggi. ICAO lagði til á sínum tíma, að umbótum aaf því tagi yrði lokið fyrir árið 2016.
Isavia ANS hefur gert greiningar á tveimur valkostum sem uppfylla tilmæli ICAO. Á fagmáli nefnast þeir A-RNP og RNP AR. Flugferlarnir opna á verulega bætt aðgengi að Akureyrarflugvelli fyrir þotur af millistærð s.s. B737, A320 ásamt Dash 8-400.
Því er lagt að í grein um framkvæmdir við Akureyrarflugvöll í kafla 4.2.2.2., verði bætt við eftirfarandi:
A-RNP flugferill verði hannaður og útgefinn eins fljótt og kostur er.
RNP AR flugferill verði undirbúinn settur á fimm ára framkvæmdaáætlun.
Til skýringar vegna A-RNP: Ferillinn færir ákvörðunarpunkt um fráhvarfsflug úr 8,2 km fjarlægð frá brautarenda og 1250 feta hæð, í 2,2 km fjarlægð og 500 feta hæð.
Í fjármálakafla vegna alþjóðaflugvalla í grunneti er þegar gert ráð fyrir kostnaði vegna flugferla og leiðsögubúnaði fyrir Akureyrarflugvöll.
Samkvæmt upplýsingum Isavia er kostnaður við hvorn flugferil innan við 10 milljónir.
Framangreind tillaga fellur vel að meginmarkmiðum samgönguáætlunar um:
a). Greiðar samgöngur.
b). Öruggar samgöngur.
c). Hagkvæmar samgöngur
d). Jákvæða byggðaþróun
Akureyri 31. Júlí 2023.
Víðir Gíslason
Í viðhengi er umsögn um drög að samgögnuáætlun 2024-2038.
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn Samgöngufélagsins um drög að samgönguáætlun 2024 til 2038.
Viðhengi