Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.6.–20.7.2023

2

Í vinnslu

  • 21.7.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-116/2023

Birt: 22.6.2023

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Breytingar á lögum um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Málsefni

Markmið fyrirhugaðrar lagasetningar er að uppfæra núgildandi lög nr. 160/2008 til samræmis við þróun í málaflokki fatlaðs fólks og breytt lagaumhverfi, og stuðla að samræmi og skýrleika í löggjöf.

Nánari upplýsingar

Í kjölfar breytts lagaumhverfis á málaflokki fatlaðs fólks, m.a. með setningu laga um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, hefur Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu bent á nauðsyn þess að uppfæra núgildandi lög nr. 160/2008 í takt við breytt umhverfi og framkvæmd. Tilefni frumvarps er því að aðlaga lagaumhverfi stofnunarinnar að gildandi lögum og framkvæmd. Fyrirhugaðar lagabreytingar fela í sér aukinn skýrleika fyrir þá sem að málaflokknum koma, m.a. með nánari orðskýringum, auk þess að fela í sér uppfærslu og endurskoðun í takt við gildandi lög.

Núgildandi lög hafa ekki verið uppfærð til samræmis við lög nr. 38/2018 um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lög nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk eða lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þannig er sem dæmi vísað til trúnaðarmanns fatlaðs fólks í lögunum í stað réttindagæslumanns fyrir fatlað fólk. Þá er vísað til svæðisskrifstofu málefna fatlaðs fólks, en svæðisskrifstofur voru lagðar niður í upphafi árs 2011. Þá er þörf á að uppfæra ákvæði laganna um vinnslu og skráningu persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Loks er þörf á uppfærslu á ýmsu orðalagi og orðskýringum, t.d. er varðar skilgreiningu á lögblindu, sem ekki er í núgildandi lögum eða reglugerð nr. 233/2010 um úthlutun á hjálpartækjum á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en við úthlutun á hjálpartækjum við lögblinda einstaklinga byggir stofnunin á tiltekinni skilgreiningu sem rétt væri að lögfesta.

Fyrirhugaðar lagabreytingar munu tryggja getu Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Þá mun uppfærsla á lögunum vera í samræmi við markmið um jafnræði í þjónustu við fatlað fólk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

frn@frn.is