Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.6.–24.7.2023

2

Í vinnslu

  • 25.7.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-117/2023

Birt: 22.6.2023

Fjöldi umsagna: 6

Annað

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Skýrsla starfshóps um strok úr sjókvíaeldi

Málsefni

Niðurstöður skipaðs starfshóps um strok úr sjókvíaeldi

Nánari upplýsingar

Með skipunarbréfi, dagsettu 28. október 2022, skipaði matvælaráðherra starfshóp um strok í sjókvíaeldi. Í skipunarbréfi kom fram að ákveðið hefði verið að skipa sérstakan starfshóp til að rýna í gildandi regluverk um strok og veiði á eldislaxi. Markmiðið með skipan hópsins var þríþætt:

1) Fara yfir þær reglur sem um málefnið gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar;

2) Afla gagna um sambærilegar reglur og framkvæmd í Noregi og Færeyjum;

3) Vega og meta hvort þörf sé á breyttri nálgun og ef svo er, koma með tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.

Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað tillögum sínum.

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar. Innsendar umsagnir og athugasemdir verða hafðar til hliðsjónar þegar ráðuneytið tekur tillögur starfshópsins til frekari skoðunar, s.s. í tengslum við undirbúning frumvarpa um lagabreytingar á þessu sviði og stefnumótunar lagareldis sem nú er í bígerð.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

mar@mar.is