Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.6.–8.9.2023

2

Í vinnslu

  • 9.9.–6.11.2023

3

Samráði lokið

  • 7.11.2023

Mál nr. S-119/2023

Birt: 27.6.2023

Fjöldi umsagna: 29

Annað

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Niðurstöður

Starfshópurinn þakkar fyrir umsagnirnar og mun taka þær til skoðunar.

Málsefni

Ósk um sjónarmið hagsmunaaðila og annarra vegna vinnu starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

Nánari upplýsingar

Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu, Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins, dags. 7. júní sl.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram vilji til að skapa sátt um nýtingu auðlinda. Ríkisstjórnin leggur áherslu á baráttuna við loftlagsbreytingar með samdrætti í losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu. Um leið er það verkefni ríkisstjórnarinnar að búa íslenskt samfélag undir aukna tæknivæðingu auk þess að tryggja áframhaldandi lífskjarasókn allra kynslóða. Orkuskipti eru þannig ríkur þáttur í að styrkja efnahagslega stöðu landsins og að því er stefnt að Ísland verði í forystu í þeim efnum á alþjóðavísu.

Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Jafnframt kemur fram að áhersla verði lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif.

Þann 11. júlí 2022 skipaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp sem falið var að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um hvernig framangreindum markmiðum um nýtingu vindorku verði náð. Starfshópurinn skilaði stöðuskýrslu til ráðherra í apríl sl.

Brýnt þykir að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu í stærra samhengi með það að markmiði að skapa henni nýja skattalega umgjörð og kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. vegna orkuframleiðslu, skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra aðila sem fyrir áhrifum verða.

Starfshópi fjármála- og efnahagsráðherra er m.a. gert að afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið ásamt því að skoða þau atriði sem fram koma í stöðuskýrslu starfshóps um málefni vindorku.

Í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hefur starfshópurinn ákveðið í upphafi vinnunnar að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins vegna skoðunar á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Frestur til að skila inn umsögnum var til og með 31. ágúst en hefur verið framlengdur til og með 8. september 2023.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is