Samráð fyrirhugað 27.06.2023—08.09.2023
Til umsagnar 27.06.2023—08.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 08.09.2023
Niðurstöður birtar

Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Mál nr. 119/2023 Birt: 27.06.2023 Síðast uppfært: 31.08.2023
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (27.06.2023–08.09.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Ósk um sjónarmið hagsmunaaðila og annarra vegna vinnu starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu, Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins, dags. 7. júní sl.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram vilji til að skapa sátt um nýtingu auðlinda. Ríkisstjórnin leggur áherslu á baráttuna við loftlagsbreytingar með samdrætti í losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu. Um leið er það verkefni ríkisstjórnarinnar að búa íslenskt samfélag undir aukna tæknivæðingu auk þess að tryggja áframhaldandi lífskjarasókn allra kynslóða. Orkuskipti eru þannig ríkur þáttur í að styrkja efnahagslega stöðu landsins og að því er stefnt að Ísland verði í forystu í þeim efnum á alþjóðavísu.

Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Jafnframt kemur fram að áhersla verði lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif.

Þann 11. júlí 2022 skipaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp sem falið var að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um hvernig framangreindum markmiðum um nýtingu vindorku verði náð. Starfshópurinn skilaði stöðuskýrslu til ráðherra í apríl sl.

Brýnt þykir að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu í stærra samhengi með það að markmiði að skapa henni nýja skattalega umgjörð og kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. vegna orkuframleiðslu, skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra aðila sem fyrir áhrifum verða.

Starfshópi fjármála- og efnahagsráðherra er m.a. gert að afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið ásamt því að skoða þau atriði sem fram koma í stöðuskýrslu starfshóps um málefni vindorku.

Í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hefur starfshópurinn ákveðið í upphafi vinnunnar að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins vegna skoðunar á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Frestur til að skila inn umsögnum var til og með 31. ágúst en hefur verið framlengdur til og með 8. september 2023.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jón Guðmundur Valgeirsson - 13.07.2023

Hér sendist umsögn Rangárþings ytra vegna vinnu starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu sem tekin var fyrir á fundi byggðarráðs 12. júlí s.l.

2307013 - Skattalegt umhverfi orkuvinnslu

Umsagnarbeiðni frá starfshópi Fjármála- og efnahagsráðherra.

Byggðarráð leggur áherslu á að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings vegna nýtingu orkuauðlinda í sveitarfélaginu og að tekið verði tillit til bæði orkumannvirkja og meginflutningslína Landsnets við breytingar á lagaumhverfi tengdu þessum málum.

Samþykkt samhljóða.

Með kveðju,

Jón G. Valgeirsson

Sveitarstjóri

Sími 4887000

Heimasíða www.ry.is

Facebook /rangarthing-ytra

Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hella

Afrita slóð á umsögn

#2 Sveitarfélagið Hornafjörður - 17.07.2023

Bæjarráð Hornafjarðar samþykkti eftirfarandi umsögn um skattalegt umhverfi orkuvinnslu á fundi sínum þann 13. júlí 2023:

Bæjarráð Hornafjarðar furðar sig á að enginn fulltrúi nærsamfélagsins, þ.e. sveitarfélaganna, eigi sæti í starfshópnum og hvetur til þess að úr því verði bætt. Þá leggur bæjarráð áherslu á að sveitarfélögin og landeigendur fái sanngjarnt endurgjald vegna orkumannvirkja og flutningslína á sínu landi.

Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi

Afrita slóð á umsögn

#3 Haraldur Þór Jónsson - 17.08.2023

Meðfylgjandi er umsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar breytingar á skattlagningu orkuvinnslu. Umsögnin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 16. ágúst 2023.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 22.08.2023

Góðan dag,

Vinsamlega sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

kær kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Ásahreppur - 23.08.2023

Efni: Umsögn Ásahrepps til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu, mál nr. 119/2023.

Vísað er til tilkynningar Stjórnarráðs Íslands í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem kynnt er að fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu. Þar er gefið tækifæri til að senda inn umsögn varðandi komandi vinnu starfshópsins og ábendingar til starfshópsins, sem þakkað er fyrir.

Ásahreppur hefur mikilla hagsmuni að gæta í þessu sambandi og vill koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hreppsnefnd Ásahrepps tekur undir umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, dags. 16. ágúst 2023 (málsnr: M202308-0067). Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er greinargóð lýsing og greining á stöðu sveitarfélaga sem hafa mikið af orkumannvirkjum innan síns stjórnsýsluumdæmis.

Í ljósi þeirrar framtíðarsýnar sem íslensk stjórnvöld hafa markað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að full orkuskipti skuli vera búin að eiga sér stað fyrir 2040, þá er nauðsynlegt að þessi endurskoðun á skattalegu umhverfi verði unnin vel og niðurstaða kynnt á áætluðum tíma. Alveg er ljóst að óbreytt fyrirkomulag getur alls ekki gengið lengur og ef breytingar verða ekki á er alveg ljóst að Ásahreppur mun ekki geta gert annað en að endurskoða í grundvallar atriðum afstöðu sína til áframhaldandi uppbyggingar orkumannvirkja innan síns stjórnsýsluumdæmis.

Megin ástæða afstöðu Ásahepps er í grunninn byggð á þremur þáttum:

1. Þróun orkuvinnslu á Íslandi á undanförnum áratugum, þ.e. að megin hluti allra starfa í tengslum við orkuvinnslu og dreifingu eru ekki staðsett hjá þeim sveitarfélögum sem megin hluti orkuvinnslunnar á sér stað. Reynslan hefur sýnt að sáralítill hluti starfa við orkuvinnslu á landsbyggðinni er staðsettur þar sem vinnslan á sér stað eða flutningskerfið fer um. Þar af leiðandi eru óverulegur hluti þess útsvars sem störf innan geirans sem fellur þessum sveitarfélögum í skaut sem skatttekjur.

2. Undanþága orkufyrirtækja við mat til fasteignamats, sem leiðir til að einungis lítill hluti þessara eigna skila sér til álagningar fasteignasatts, eða um 5%. Þessar undanþágur eiga rætur sínar að rekja til laga um mat fasteigna nr. 6/2001, þar sem kveðið er á um að rafveitur eru undanþegnar fasteignamati, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum. Einungis eru metin til fasteignamats hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðvar og lóðir sem þau standa á. Rétt er að benda á að meginforsenda þessarar undanþágu var að orkumannvirki væru eignir sem ætlað er að gegna þjóðhagslegu þjónustu hlutverki og að ekki væri til þeirra stofnað sem arðbærra fyrirtækja. En með lögum var þessu breytt árið 2003 þar sem raforkumarkaðurinn var færður yfir í markaðsumhverfi og hefur síðan þá skilað mjög miklum hagnaði. Rétt væri að líta til Noregs um skattalegt umhverfi orkumannvirkja og stöðu sveitarfélaga í því sambandi. Vísa má til skýrslu sem unnin var að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, apríl 2023, „Vindorka valkostir og greining“. Nauðsynlegt er að horfa til fjölbreyttari skattekna til nærumhverfis orkumannvirkja, ekki eingöngu fasteignaskatts og útsvars.

3. Jöfnun á kostnaði við dreifingu rafmagns. Ekki er hægt að búa við það að dreifbýlið greiði mun hærri afgjöld af flutningi raforku en þéttbýlissvæðin. Til að mynda greiða íbúar og fyrirtæki Ásahrepps þriðjungi hærra gjald en íbúar og fyrirtæki í Reykjavík. Fella þarf út heimild í lögum sem leyfir sérstaka gjaldskrá fyrir dreifingu rafmagns í dreifbýli. Það eru grundvallar réttindi að sama verð sé greitt fyrir dreifingu rafmagns um allt land, þannig að allir aðilar sitji við sama borð og til jafns samkeppnislega séð.

F.h. hreppsnefndar Ásahreppi

Ísleifur Jónasson, oddvit hreppsnefndar

Afrita slóð á umsögn

#6 Ása Valdís Árnadóttir - 28.08.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um verkefni starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

F.h. Samtaka orkusveitarfélaga

Ása Valdís Árnadóttir, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Bláskógabyggð - 28.08.2023

Umsögn Bláskógabyggðar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Múlaþing - 29.08.2023

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lindargata

101 Reykjavík

Egilsstaðir, 28. ágúst 2023

Málsnúmer 202307019

Efni: Ábendingar og tillögur Múlaþings um mál nr. 119/2023 í Samráðsgátt – Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu.

Vísað er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda á störfum starfshóps um skattaumhverfi orkuvinnslu. Í kynningu samráðsgáttar kemur m.a. fram að í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hafi starfshópurinn ákveðið að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins.

Sveitarfélagið starfar innan Samtaka orkusveitarfélaga sem mun skila umsögn um málið. Múlaþing tekur undir þá umsögn, en fjallar hér nánar um stöðu og hagsmuni sveitarfélagsins.

Samantekt

Það er álit Múlaþings að uppbygging orkuvinnslu innan sveitarfélaga tryggi viðkomandi sveitarfélögum ekki umfram ábata gagnvart þeim neikvæðu áhrifum sem uppbygginguni fylgja. Uppbygging orkuvinnslu;

- tryggir ekki sérstaklega aukin tækifæri innan sveitarfélags

- flýtir hvorki né tryggir innviðauppbyggingu

- tryggir ekki sanngjarna innheimtu gjalda

Staða skattgreiðslna af orkuvinnslu og flutningskerfi raforku er því sú að beinir hagsmunir sveitarfélagsins eru litlir og ókostirnir m.a. glötuð tækifæri og neikvæð samfélagsleg áhrif. Þessi staða hefur leitt til verulegrar togstreitu og tafa á uppbyggingu, jafnvel þótt uppbygging sé þjóðhagslega mikilvæg og samræmist stefnu stjórnvalda á landsvísu. Að þessari stöðu hafa sveitarfélög sem standa að Samtökum orkusveitarfélaga hugað sérstaklega.

Múlaþing – staða orkuvinnslu

Múlaþing er sameinað sveitarfélag fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi; Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Við sameiningu varð til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands.

Innan Múlaþings eru 4-5 vatnsaflsvirkjanir stærri en 1 MW, þ.m.t. er verulegur hluti áhrifasvæðis Kárahnjúkavirkjunar með uppsett afl 690 MW. Hluti áhrifasvæðisins er 57 ferkílómetra lón og Kárahnjúkastífla. Stöðvarhús virkjunarinnar er ekki innan Múlaþings. Þá eru hugmyndir um frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana innan sveitarfélagsins, auk hugmynda um uppbyggingu á sviði vindorku.

Innan Múlaþings eru langir kaflar af meginflutningskerfi raforku. Ljóst er að til að tryggja orkuöryggi og ef til frekari orkuframleiðslu kemur og aukinnar raforkunotkunar mun verða þörf á frekari uppbyggingu flutningskerfisins á svæðinu.

Núverandi stöðu Múlaþings varðandi skatttekjur má setja í samhengi við Kárahnjúkavirkjun, sem stendur undir um 25% af raforkuframleiðslu á Íslandi:

Virkjunin kostaði um 146 milljarða miðað við verðlag í lok byggingartíma. Uppreiknað til núverandi verðlags svarar það til 320 milljarða.

Af mannvirkjum virkjunarinnar er enginn fasteignaskattur greiddur til Múlaþings. Stöðvarhús virkjunarinnar og hlaðhús eru staðsett í Fljótsdalshreppi. Þau eru metin til fasteignamats á 8,9 milljarða, sem svarar til þess að innan við 3% af byggingarkostnaði Kárahnjúkavirkjunar falli undir fasteignamat, sem fasteignaskattur er greiddur af.

Á grundvelli dóms Hæstaréttar í máli nr. 22/2015 var fallist á kröfu Fljótsdalshéraðs (sem er nú hluti Múlaþings) að meta skyldi vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar til fasteignamats. Það var gert og er nú hluti vatnsréttinda virkjunarinnar innan Múlaþings fasteignametin á um 2,5 milljarða. Fasteignaskattur af réttindunum er um 11,7 milljónir á ári, og greiddur sem Ahluta fasteignaskattur, skv. niðurstöðu yfirfasteignmatsnefndar, sbr. úrskurði í málum nr. 12/2016 og 16/2016.

Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar hefur Þjóðskrá og nú HMS ekki unnið að skráningu annarra vatnsréttinda, en erindi sveitarfélagsins lutu m.a. að því að vatnsréttindi annarra virkjana innan sveitarfélagsins yrðu einnig skráð. Sveitarfélagið hefur talið álagningu fasteignaskatts á vatnsréttindi sem A-hluta fasteignaskatts óeðlilega, enda eru réttindin hluti af nýtingu fasteigna í iðnaðarskyni og ættu að skattleggjast með sama hætti og iðnaðarlóðir almennt.

Greining á stöðu og hagsmunir til framtíðar

Múlaþing leggur áherslu á að löngu tímabært er orðið að ráðast í endurskoðun löggjafar varðandi skattaumhverfi orkuvinnslu gagnvart sveitarfélögum. Eftir gildistöku raforkulaga var ráðist í endurskoðun á skattalegri stöðu orkufyrirtækja, sbr. lög nr. 50/2005. Í athugasemdum frumvarpsins kom fram að það væri samið af starfshópi sem fjármálaráðherra skipaði 11. desember 2000 um skattalegt umhverfi raforkufyrirtækja með það fyrir augum að tryggja jafnræði í skattalöggjöf á þessu sviði í takt við almenn samkeppnissjónarmið. Lögin hreyfðu hins vegar með engu móti við skattalegri stöðu orkufyrirtækja gagnvart löggjöf um fasteignamat og fasteignaskattlagningu, þrátt fyrir að ástæður fyrir eldri löggjöf séu ekki lengur til staðar.

Múlaþing telur núverandi stöðu skattlagningar óásættanlega. Þrátt fyrir verulega fjárfestingu í orkuvinnslu innan sveitarfélagsins er aðeins óverulegur hluti hennar fasteignametin og í raun enginn hluti þeirra 100-200 milljarða mannvirkja Kárahnjúkavirkjunar sem standa innan sveitarfélagsins. Hafa ber í huga að ástæður skattaundanþága vegna orkuvinnslu er að rekja til þess að rafvæðing landsins og orkuiðnaður var hluti af starfsemi hins opinbera, en er í dag atvinnustarfsemi sem fer fram í samkeppnisumhverfi. Forsendur undanþágu frá fasteignamati eru brostnar.

Þá eru fá bein störf sem fylgja orkuvinnslu og eru bundin við staðsetningu virkjunar. Þótt Kárahnjúkavirkjun standi undir um 25% raforkuframleiðslu Íslands, eru aðeins 14 störf hjá Landsvirkjun á Austurlandi.

Óbein störf vegna orkuvinnslu eru breytileg en í raun háð innkaupum og útboðum orkufyrirtækis hvort þau hafi tengsl við það sveitarfélag þar sem orka er framleidd. Aðaluppbygging starfa vegna nýtingar raforkunnar er ekki tengd því sveitarfélagi þar sem framleiðslan fer fram.

Í raun leiðir orkuvinnsla til óverulegrar aukningar á útsvarstekjum sveitarfélags þar sem virkjun er staðsett.

Stór landsvæði innan Múlaþings eru nýtt fyrir raforkuvinnslu. Þá eru áhrifasvæðin mun stærri vegna skerðingar náttúru og víðerna auk þess sem raskað er náttúrulegu rennsli stórra vatnsfalla allt til sjávar. Eðli máls samkvæmt skerðast möguleikar til annarrar uppbyggingar og starfsemi, sem leitt gæti til fjölgunar starfa, uppbyggingar og tekna af fasteignasköttum.

Þessi áhrif koma einnig fram varðandi uppbyggingu flutningskerfis raforku. Há raflínumannvirki gera svæði ekki eins ákjósanleg fyrir uppbyggingu, sem hefur áhrif á framtíðarmöguleika varðandi skatttekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti og útsvari.

- Til hliðsjónar er nefnt að sumarhús nærri flutningsmannvirkjum eru fasteignametin lægra en aðrir sumarbústaðir, þ.e. fasteignamat lækkar línulega um 0-16% í fjarlægðinni 1000-0 metrar frá flutningslínu.

- Stóru hagsmunirnir eru hins vegar að flutningsmannvirki ofanjarðar leiða til þess að svæði nærri þeim eru ekki ákjósanleg til uppbyggingar fasteigna og eru óvinsæl meðal íbúa.

Það er jafnframt ljóst að orkuvinnsla og nálægð við orkuver tryggir almennum notendum ekki betri kjör á rafmagni. Reyndar má segja að hið gagnstæða gildi, ef litið er til áhrifa dreifbýlisgjaldskráa dreifveitna sem á við notendur við hlið orkuvera og áhrifasvæði þeirra í Múlaþingi

- Sú staða er umhugsunarverð að flutningskerfi raforku er notað til að jafna orkuverð um allt land, þ.m.t. langt frá starfandi orkuverum. Hins vegar þegar kemur að starfsemi dreifiveitna leiðir regluverkið til þess að heimilt er að hafa sérstaka og hærri gjaldskrár, jafnvel við hlið starfandi orkuvera. Uppbygging orkuvera skapar ekki ábata innan sveitarfélags.

- Einnig má hafa í huga að uppbygging orkuvera á síðustu öld, þ.e. á þeim tíma sem gildandi undanþágureglur voru settar og áttu við, skipti oft sköpum um aðgengi nærsvæða að rafmagni. Undanþága frá fasteignamati var þá eðlileg enda fylgdi uppbyggingunni mikill ábati fyrir nærsamfélagið, sem á ekki við lengur.

Orkuvinnsla felur í sér langtíma ,,ruðningsáhrif”, þ.e. stór svæði eru helguð landnotum orkuiðnaðar þar sem fjárfesting er í verulegum mæli undanþegin fasteignamati og verða ekki nýtt til annarrar starfsemi og uppbyggingar sem skilar sveitarfélögum skatttekjum.

Staða skattgreiðslna af orkuvinnslu og flutningskerfi raforku er því sú að beinir hagsmunir sveitarfélagsins eru litlir og ókostirnir m.a. glötuð tækifæri og neikvæð samfélagsleg áhrif. Þessi staða hefur leitt til verulegrar togstreitu og tafa á uppbyggingu orkumannvirkja, jafnvel þótt uppbygging sé þjóðhagslega mikilvæg og samræmist stefnu stjórnvalda á landsvísu. Að þessari stöðu hafa sveitarfélög sem standa að Samtökum orkusveitarfélaga hugað sérstaklega.

- Nefna má að núverandi misræmi að jákvæð áhrif fasteignauppbyggingar í orkuiðnaði skili sér til sveitarfélaga þar sem framkvæmdir eru staðsettar hefur leitt til þess að löggjafinn hefur þurft að grípa til þvingandi lagasetningar, um skyldu sveitarfélaga til að samþykkja uppbyggingu. T.d. 7. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem felur m.a. í sér skyldu sveitarfélaga að gera ráð fyrir virkjun í skipulagi sem fer í nýtingarflokk rammaáætlunar. Einnig 9. gr. c í raforkulögum nr. 65/2003 um skyldu sveitarfélags að samþykkja skipulag sem gerir ráð fyrir verkefnum sem kerfisáætlun fyrir flutningskerfi raforku kveður á um.

Aukning á skatttekjum til sveitarfélaga þar sem orkuvinnsla fer fram og flutningsmannvirki raforku eru staðsett felur bæði í sér eðlilega hvata og sanngjarnar greiðslur til sveitarfélags í samræmi við efnahagslega þýðingu starfseminnar. Sanngirni fellst ekki síst í því að staða fasteignauppbyggingar í orkuiðnaði verðu sambærileg við aðrar atvinnugreinar hvað varðar skyldu til fasteignamats og að gætt verður að hagsmunum íbúa sveitarfélaga þar sem náttúrufar er skert og önnur neikvæð samfélagsleg áhrif koma fram.

Tillögur

Múlaþing ítrekar þau sjónarmið sem koma fram í umsögn Samtaka Orkusveitarfélaga og setur jafnframt fram eftirfarandi tillögur fyrir vinnu starfshópsins.

1. Ekki verði raskað þeirri grundvallarstöðu fasteignamats og fasteignaskatts að uppbygging fasteigna og mannvirkja í sveitarfélagi leiði til skatttekna fyrir viðkomandi sveitarfélag. Undanþágur frá fasteignamati verði hins vegar felldar niður. Eigi að skoða aðra skattheimtu svo sem í formi auðlindagjalda komi slíkt til viðbótar. Auðlindagjöld geti þá að ákveðnu marki runnið til nærsamfélags virkjana.

2. Tillögur starfshópsins hafi það markmið að raunveruleg fjárfesting í fasteignum og mannvirkjum vegna orkuvinnslu komi til fasteignamats. Þannig verði skapað jafnræði/samræmi gagnvart öðrum atvinnugreinum og stöðu sveitarfélaga þar sem annars konar fasteignauppbygging á sér stað.

3. Haft verði í huga samræmi skattlagningar milli tegunda raforkuvinnslu, þ.e. fasteignaskattur eða auðlindagjöld leggist með sama hætti á raforkuframleiðslu með vatnsafli, jarðhita og vindorku, t.d. þannig að skattar ráðist af framleiddri orkueiningu eða uppsettu afl með tilliti til áætlaðrar nýtingar.

4. Kanna skuli möguleika á að í stað þess að vinna þurfi fasteignamat á öllum mannvirkjum fyrir orkuframleiðslu sem byggð hafi verið á síðustu áratugum, að fasteignmat orkuvera í heild verði staðlað sem tiltekin fjárhæð á uppsett afl virkjunar eða sérstakt ígildi fasteignamats verði föst fjárhæð á framleidda orkueiningu. Slík aðferð mun einfalda störf HMS og gefa færi á því að innleiðing sanngjarnari gjaldtöku hefjist fyrr.

5. Vegna fasteignamats vatnsréttinda eða annarra orkunýtingarréttinda sem falla undir fasteignmat, þarf að setja fram skýrar reglur sem m.a. fela í sér staðlaðar matsaðferðir sem hafa bein tengsl við magn raforku sem orkunýtingarréttindin standa undir framleiðslu á.

6. Vatnsréttindi og orkunýtingarréttindi sem falla undir fasteignmat og notuð eru til raforkuframleiðslu skuli falla undir C-hluta fasteignaskatt enda um starfsemi á sviði iðnaðar að ræða. Eðlilegt að litið verði á vatnsréttindi sem iðnaðarstarfsemi með sama hætti og land og lóðir sem notuð eru til raforkuframleiðslu. Einnig mætti horfa til þess að nýr skattflokkur, D-flokkur fasteignaskatta, ætti við um orkumannvirki, sem fæli í sér sanngjarna skattprósentu.

7. Unnið verði að því að tryggja samræmi um hvernig stærð lands og lóða sem notuð eru vegna raforkuframleiðslu og fer undir flutningsmannvirki raforku verði skráð og metin til fasteignamats.

8. Verði sérstök auðlindagjöld tekin upp til viðbótar við fasteignaskatt, skuli a.m.k. hluti þeirra renna til nærsamfélags.

Múlaþing telur núverandi skattaumhverfi orkuvinnslu ósanngjarnt og órökrétt miðað við gildandi regluverk um starfsemi orkufyrirtækja. Þá vinnur skattaumhverfið beinlínis á móti áætlunum og markmiðum stjórnvalda á landsvísu, sbr. dæmi um það hagsmunamat sveitarfélaga að uppbygging orkuvinnslu eða flutningsmannvirkja raforku þjóni ekki hagsmunum sveitarfélags. Einnig hefur skattaumhverfið verið hamlandi fyrir verkefni stjórnvalda sem hvatt hafa til sameiningar sveitarfélaga.

Þá má einnig telja stöðuna andstæða markmiðum stjórnvalda á sviði byggðamála. Í raun fela undanþágureglur frá fasteignasköttum í sér að tekjustofnar sveitarfélaga vegna tiltekinna tegunda fasteigna eru skertir, á meðan sveitarfélög þar sem annars konar fasteignauppbygging á sér stað, t.d. opinberar byggingar, iðnaðaruppbygging, sjávarútvegur o.fl.. njóta fullra tekna af uppbyggingu. Sveitarfélögin eða samfélögin eru svo sett í stöðu þiggjanda ef fjármunum er veitt þangað í formi styrkja eða annarra fjárframlaga, og vísað til þess á grunni ,byggðahagsmuna.

Staða Múlaþings er í raun sérstakt dæmi um það hvernig gildandi skattaumhverfi felur í sér að sveitarfélög lenda milli skips og bryggju. Fjárfesting í orku- og stóriðjuverkefnum á Austurlandi á fyrsta áratug aldarinnar nam án efa um 600 milljörðum að núvirði. Þótt uppbyggingin tengdist fasteignum og a.m.k. ¼ hennar innan Múlaþings hafði hún ekki áhrif á fasteignaskatttekjur sveitarfélagsins. Þessi auknu umsvif og önnur þróun hefur leitt til þess að sveitarfélagið hefur þurft að mæta kröfum um innviðauppbyggingu vegna vaxandi þéttbýlis og um nauðsynlegt þjónustustig sem krafist er af sveitarfélögum. Réttlátara skattaumhverfi vegna orkuvinnslu skiptir Múlaþing og íbúa þess verulegu máli.

Virðingarfyllst,

f.h. Múlaþings

Jónína Brynjólfsdóttir

formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Fljótsdalshreppur - 29.08.2023

Í viðhengi er umsögn Fljótsdalshrepps

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Norðurþing - 31.08.2023

Byggðarráð Norðurþings samþykkti eftirfarandi umsögn um skattalegt umhverfi orkuvinnslu á fundi sínum þann 31. ágúst 2023:

Byggðarráð Norðurþings tekur undir umsögn Samtaka Orkusveitarfélaga og gerir að sinni.

Ráðið leggur áherslu á að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings vegna nýtingar orkuauðlinda og að tekið verði tillit til orkumannvirkja og meginflutningslína í þeim málum.

Virðingarfyllst,

F.h. byggðarráðs Norðurþings

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

Afrita slóð á umsögn

#11 Samband íslenskra sveitarfélaga - 31.08.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Rarik ohf. - 31.08.2023

Meðfylgjandi er umsögn RARIK

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Orkustofnun - 05.09.2023

Í viðhengi má finna umsögn Orkustofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Húnabyggð - 06.09.2023

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Húnabyggðar.

Með kveðju,

Pétur Arason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Bændasamtök Íslands - 06.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Flóahreppur - 07.09.2023

Hér í viðhengi er umsögn Flóahrepps vegna vinnu starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu. Sveitarstjórn Flóahrepps fjallaði um málið á fundi sínum þann 5. september 2023.

Umsagnarbeiðni frá starfshópi Fjármála- og efnahagsráðherra.

Fyrir hönd Flóahrepps

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri

Flóahreppur

Þingborg

803 Selfoss

480-4370

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Borgarbyggð - 07.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Borgarbyggðar til starfshóps um skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Þingeyjarsveit - 07.09.2023

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Efni: Umsögn um mál nr. 119/2023 - Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin sem er undanþegin lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga. Byggir undanþágan á 3. mgr. 26. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Forsenda fyrir undanþágunni var að orkumannvirki þjónuðu þjóðhagslegu hlutverki og ekki væri til þeirra stofnað með stofnað með arðbærni fyrirtækja í fyrirrúmi. Þessu var breytt með lögum árið 2023 og frá því hefur raforkumarkaðurinn skilað miklum hagnaði.

Byggðarráð Þingeyjarsveitar leggur áherslu á að starfshópur um endurskoðun skattaumhverfis orkuvinnslu á Íslandi líti til eftirtaldra þátta í vinnu sinni:

Að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings af nýtingu orkuauðlinda og það taki mið af orkumannvirkjum og meginflutningslínum Landsnets.

Undanþága orkuvinnslu frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga verði afnumin, öll orkumannvirki verði metin til fasteignamats sem sveitarfélögin fái greiddan fasteignaskatt af.

Horft verði til fjölbreyttari skatttekna af orkuvinnslu til nærumhverfis.

Jafna þarf kostnað á dreifingu á rafmagni um land allt.

Virðingarfyllst.

F.h. byggðarráðs Þingeyjarsveitar,

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri.

Afrita slóð á umsögn

#19 Grímsnes-og Grafningshreppur - 08.09.2023

Hjálagt er umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Ragnar Sær Ragnarsson - 08.09.2023

Umsögn til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu, mál nr. 119/2023.

Reykjavík, 08.09. 2023

Smávirkjanir og önnur minni orkuverkefni

Í vinnu starfshópsins þarf að skoða sérstaklega fjárhagslega burði minni verkefna, svo sem smávirkjana, til að standa undir sköttum eða gjöldum umfram þau sem til staðar eru í dag. Slík verkefni greiða í dag skatta eða gjöld með ýmsu móti, svo sem með greiðslu afgjalds eða hlutfalls af tekjum, landleigu auk fasteignaskatta á húsnæði. Afar ólíklegt er að slík verkefni geti staðið undir aukinni skattheimtu eða gjöldum, enda njóta þau ekki þeirrar stærðarhagkvæmni í rekstri og fjárfestingu og stærri virkjanir. Hins vegar geta minni verkefni leitt af sér ýmsan annan ábata en fjárhagslegan fyrir þau nærsamfélög sem þau eru hluti af.

Sem dæmi hafa litlar lághitavirkjanir oft lítið umhverfisfótspor, auka orkuöryggi sinna nærsamfélaga og geta þar með dregið úr fjárfestingaþörf raforkuflutningskerfisins á móti, ýta undir atvinnuuppbyggingu í nærsamfélögum sínum og bjóða upp á fjölnýtingu jarðhita til ýmissa nota og nýsköpunar, samfélaginu til heilla.

Á síðustu árum hafa nokkur slík verkefni orðið að raunveruleika á suður – og vesturlandi í náinni samvinnu við nærsamfélögin og landeigendur. Ennfremur getur aukin þekking og reynsla á Íslandi af slíkum verkefnum haft víðtæk áhrif erlendis, þar sem lághitanýting er einn helsti vaxtarmöguleiki jarðhitanýtingar á heimsvísu.

Hafa ber slíka hagsmuni og sérstöðu til hliðsjónar þegar skattaumhverfi orkuframleiðslu er endurskoðað og tryggja þarf að frumkvæði til slíkra verkefna og þekkingaruppbyggingar beri ekki skaða af skattaumhverfinu sem til staðar er hverju sinni.

Með vinsemd,

Reykjavík, 08.09. 2023

Ragnar Ragnarsson

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

+354 8617227

ragnar.ragnarsson@baseloadpower.is

Baseload Power

Katrínartún 2, 105 Reykjavík

www.baseloadpower.is

Afrita slóð á umsögn

#21 Katrín Helga Hallgrímsdóttir - 08.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samorku samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 08.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga unnin af Vestfjarðastofu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Samtök atvinnulífsins - 08.09.2023

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Bestu kveðjur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Harpa Þórunn Pétursdóttir - 08.09.2023

Meðfylgjandi eru athugasemdir og ábendingar Orku náttúrunnar til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Alþýðusamband Íslands - 08.09.2023

Sjá viðhengda umsögn Alþýðusambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Landsvirkjun - 08.09.2023

Meðfylgjandi eru ábendingar Landsvirkjunar til starfshóps varðandi skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 Viðskiptaráð Íslands - 08.09.2023

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs.

Með kveðju,

Gunnar Úlfarsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Friðjón Þórðarson - 08.09.2023

Góðan daginn,

Meðfylgjandi er umsögn Qair.

Með kveðju,

Friðjón Þórðarson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Ríkarður Örn Ragnarsson - 08.09.2023

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn EM Orku (Vindorkugarður í Garpsdal).

Með kveðju,

Ríkarður Örn Ragnarsson

Viðhengi