Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–22.3.2018

2

Í vinnslu

  • 23.3.–22.11.2018

3

Samráði lokið

  • 23.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-35/2018

Birt: 15.3.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Frumvarp til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007.

Niðurstöður

Frumvarpið var ekki lagt fram.

Málsefni

Í frumvarpinu felast breytingar á lögum nr. 85/2007 sem snerta annars vegar ákvæði 17. gr. um tækifærisleyfi og hins vegar nokkur ákvæði er varða heimagistingu, leyfisveitingar, niðurfellingu leyfa og viðurlög við brotum.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en í samráði við dómsmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Efnisatriði þess eru aðallega þrjú; í fyrsta lagi breytingar á ákvæðum sem varða tækifærisleyfi í 17. gr. gildandi laga, í öðru lagi breytingar sem varða heimagistingu, eftirlit og viðurlög við brotum á reglum sem um hana gilda og í þriðja lagi breytingar sem varða leyfisveitingarferlið og brottfall rekstrarleyfis.

Verði frumvarp þetta að lögum er líklegt að fleiri viðburðir geti talist falla undir ákvæði 17. gr. um tækifærisleyfi og þar af leiðandi geti fleiri verið krafðir um greiðslu hlutdeildar í löggæslukostnaði. Með breytingum á öðrum ákvæðum í frumvarpinu er stefnt að því að sníða nokkra vankanta af framkvæmd leyfisveitinga og skráningu heimagistingar eftir að lagabreyting skv. lögum nr. 67/2016 tóku gildi þann 1. janúar 2017. Þeir varða aðallega styrkingu lagastoðar fyrir viðurlögum við heimagistingu,stjórnvaldssektir við því að skila ekki nýtingaryfirliti í heimagistingu og staðfestingu á heimild til niðurfellingar rekstrarleyfis hafi umsagnir við leyfisumsókn verið rangar í upphafi eða skilyrði og kröfur til rekstrarins hafi breyst.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa ferðamála

brynhildur.palmarsdottir@anr.is