Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.7.–18.8.2023

2

Í vinnslu

  • 19.8.–2.10.2023

3

Samráði lokið

  • 3.10.2023

Mál nr. S-132/2023

Birt: 13.7.2023

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.)

Niðurstöður

Frumvarp kynnt til samráðs í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsefni

Innviðaráðherra áformar að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018, með síðari breytingum (skipan svæðisráða o.fl.)

Nánari upplýsingar

Frá því að lög um skipulag haf- og strandsvæða tóku gildi hefur verið unnið og staðfest strandsvæðaskipulag á tveimur svæðum, Vestfjörðum og Austfjörðum. Við þá vinnu hefur fengist reynsla af ákvæðum laganna um skipulagsferlið og hlutverk aðila í því ferli og jafnframt komin reynsla á framfylgd skipulagsáætlananna. Þá hafa einnig orðið tilteknar breytingar á verkaskiptingu innan stjórnarráðsins sem kalla á breytingar á lögunum.

Fyrir liggur að uppfæra þarf ákvæði laganna um skipan svæðisráða í ljósi breyttrar verkaskiptingar innan stjórnarráðsins. Skipulagsmál, þ.m.t. haf- og strandsvæða, voru við setningu laganna á ábyrgðarsviði þáverandi umhverfis- og auðlindaráðuneytis en eru nú á hendi nýs innviðaráðuneytis. Jafnframt hafa orðið breytingar á málefnasviðum annarra ráðuneyta sem tilnefna fulltrúa í svæðisráð. Þá þarf einnig að skýra ákvæði um skipunartíma svæðisráða, en óljóst er af ákvæðum laganna hvort skipun þeirra falli niður eftir staðfestingu strandsvæðaskipulags. Loks þarf að skýra betur hlutverk Skipulagsstofnunar samkvæmt lögunum, s.s. ef fram kemur ósk um minniháttar breytinga á staðfestu strandsvæðaskipulagi og málsmeðferð við slíkar breytingar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is