Samráð fyrirhugað 13.07.2023—21.08.2023
Til umsagnar 13.07.2023—21.08.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 21.08.2023
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum (húsnæðisöryggi og réttarstaða leigjenda)

Mál nr. 133/2023 Birt: 13.07.2023 Síðast uppfært: 19.07.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðis- og skipulagsmál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (13.07.2023–21.08.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðherra áformar að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum (leiguskrá, forgangsréttur og fyrirsjáanleiki leiguverðs).

Þann 23. júní 2022 skipaði innviðaráðherra starfshóp um endurskoðun húsaleigulaga (hér eftir „starfshópurinn“). Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í desember 2022.

Hlutverk starfshópsins er að taka húsaleigulög til endurskoðunar með það að markmiði að bæta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá 28. nóvember 2021. Þar verði m.a. horft til tillagna átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði frá janúar 2019 sem áréttaðar voru í skýrslu stafshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði frá maí 2022.

Lagt er til grundvallar að á vegum starfshópsins fari fram nánari greining á húsaleigulöggjöf nágrannaríkjanna og fleiri þjóða með tilliti til þess hvernig stuðla megi að auknu húsnæðisöryggi og langtímaleigu, meðal annars með ólíkum hvötum. Þá verði sérstaklega tekið til skoðunar hvernig stuðla megi að auknum fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð, jafnt á samningstíma sem og við framlengingu eða endurnýjun leigusamnings, og hvernig koma megi í veg fyrir að samningar séu gerðir til skamms tíma í því skyni að hækka leigufjárhæð við endurnýjun samnings umfram það sem sanngjarnt og eðlilegt getur talist í skilningi húsaleigulaga.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra í formi frumvarps til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum, í júlí með það fyrir augum að frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi. Tillögur starfshópsins verða kynntar í samráðsgátt í opnu samráði. Að samráði loknu verður afstaða tekin til athugasemda sem kunna að berast með tilliti til frumvarps sem ráðherra hyggst leggja fram í haust.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 16.08.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum (húsnæðisöryggi og réttarstaða leigjenda)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Steinunn Jóhanna Bergmann - 21.08.2023

Meðfylgjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hagsmunasamtök heimilanna - 21.08.2023

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Neytendasamtökin - 28.08.2023

Viðhengi