Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.7.–18.8.2023

2

Í vinnslu

  • 19.8.–8.10.2023

3

Samráði lokið

  • 9.10.2023

Mál nr. S-135/2023

Birt: 14.7.2023

Fjöldi umsagna: 6

Drög að stefnu

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Drög að þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028

Niðurstöður

Alls bárust 6 umsagnir við drög að þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028. Umsagnir og svör ráðuneytisins voru birtar í samráðsgátt 9. október 2023.

Málsefni

Utanríkisráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra hagaðila um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, með síðari breytingum, skal utanríkisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fimmta hvert ár.

Stefnan sem sett er fram í þingsályktunartillögunni nær til tímabilsins 2024-2028. Hún hefur framtíðarsýn til ársins 2030 og byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu um aðgerðir til að takast á við og bregðast við lofslagsbreytingum og öðrum alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Lagt er til að framlög til þróunarsamvinnu fari hækkandi á gildistíma stefnunnar, úr 0,35% af VÞT á árinu 2024 í 0,46% á árinu 2028.

Alþjóðleg þróunarsamvinna gegnir lykilhlutverki við úrlausn þeirra fjölþættu áskorana sem heimurinn stendur frammi fyrir og stuðlar að stöðugleika og bættum lífsskilyrðum í fátækari ríkjum, allri heimsbyggðinni til hagsbóta. Áherslur stefnunnar taka mið af þessum áskorunum og horft er til styrkleika Íslands og sérþekkingar. Til að stuðla megi að sem bestum árangri eru áherslur skýrar, á tiltölulega fá málefnasvið og samstarfsaðila.

Yfirmarkmið stefnunnar er "Útrýming fátæktar, virðing fyrir mannréttindum og bætt lífsskilyrði". Lögð er áhersla á fjóra málaflokka: i) mannréttindi og jafnrétti kynjanna, ii) mannauð og grunnstoðir samfélaga, iii) loftslagsmál og náttúruauðlindir og iv) mannúðaraðstoð og störf í þágu stöðugleika og friðar. Mannrétti og jafnrétti kynjanna annars vegar og umhverfis- og loftslagsmál hins vegar verða jafnframt samþætt í allt starf sem þverlæg málefni.

Framkvæmd stefnunnar fer fram í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu, samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir, félagasamtök, GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, aðila atvinnulífs og fræðasamfélagið. Unnið skal markvisst að því að sem bestur árangur náist af þróunarstarfi og að settum markmiðum verði náð.

Um nánari umfjöllun vísast til greinargerðar með þingsályktunartillögu. Umsögnum um stefnu skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 18. ágúst næstkomandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Þróunarsamvinnuskrifstofa

utn@utn.is