Samráð fyrirhugað 19.07.2023—11.09.2023
Til umsagnar 19.07.2023—11.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 11.09.2023
Niðurstöður birtar

Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)

Mál nr. 139/2023 Birt: 19.07.2023 Síðast uppfært: 20.09.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðis- og skipulagsmál
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (19.07.2023–11.09.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

UMSAGNARFRESTUR FREMLENGDUR TIL 11. SEPTEMBER 2023 Markmið hvítbókar um húsnæðismál er að hvetja til umræðu um drög að húsnæðisstefnu. Umsagnarfrestur er til og með 4. september nk.

UMSAGNARFRESTUR UM HVÍTBÓKINA HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR TIL 11. SEPTEMBER 2023.

Drög að húsnæðisstefnu (hvítbók um húsnæðismál) hafa verið birt til umsagnar.

Hvítbók um húsnæðismál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára ásamt fimm ára aðgerðaáætlun sem byggja m.a. á stöðumati grænbókar um húsnæðismál sem kom út í apríl sl. Markmið með gerð hvítbókarinnar er að hvetja til umræðu um þau drög að húsnæðisstefnu sem þar eru sett fram ásamt framtíðarsýn, markmiðum og aðgerðum.

Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagsmunaaðila á þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð í hvítbókinni. Því eru öll þau sem lesa og kynna sér hvítbók hvött til að koma sínum skoðunum og sjónarmiðum á framfæri. Jafnframt gefst tækifæri til að taka þátt í umræðum um húsnæðisstefnu á Húsnæðisþingi sem haldið verður 30. ágúst nk.

Hvítbókin verður í opnu samráðsferli í samráðsgátt stjórnvalda frá 19. júlí til 4. september 2023.

Að samráðsferlinu loknu verður farið yfir athugasemdir umsagnaraðila. Í framhaldinu verður tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu lögð fram á Alþingi á komandi haustþingi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Skagafjörður - 17.08.2023

Á 58. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 16. ágúst 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr. 139/2023, Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaráætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál), og þannig bókað.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að húsnæðisstefnu, framtíðarsýn og markmiðum. Áherslur á aukið framboð á hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði fyrir fólk undir tilteknum tekju- og eignamörkum á sama tíma og horft er til áherslna sem geta aukið flækjustig og haft hærri kostnað í för með sér, samanber strangar kröfur til byggingarefna og lífsferilsgreininga fyrir byggingar, ríma þó líklega ekki saman. Byggðarráð lýsir sig aftur á móti sérstaklega sammála aðgerðum sem ætlað er að ýta undir að íbúðum í þéttbýli sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu verði frekar nýttar sem slíkar í framtíðinni, meiri skilvirkni hlutdeildarlána, endurskoðun og einföldun ferla í skipulags- og byggingarmálum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, aukinni réttindavernd neytenda vegna byggingargalla og auknum áherslum á aðgengi fyrir alla, svo nokkur atriði séu nefnd.

Byggðarráð vekur jafnframt athygli á því að víðast hvar á landsbyggðinni eru íbúðarhús byggð af einstaklingum eða íbúðafélögum, þar sem ekki er verktökum til að dreifa sem eru í þeirri starfsemi að byggja íbúðir til sölu. Horfa þarf sérstaklega til aukinna hvata til að stuðla að fjölgun íbúða sem verktakar byggja á eigin ábyrgð til endursölu og/eða að hafa það einfalt fyrir einstaklinga að semja um hlutdeildarlán á þeim svæðum þar sem verktakar eru ekki leiðandi afl í byggingu slíkra húsa.

F.h. Byggðaráðs

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtökin Þroskahjálp - 30.08.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Guðbrandur Sigurðsson - 31.08.2023

Sjá meðfylgjandi umsögn um Hvítbók um húsnæðismál.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamtökin Þroskahjálp - 01.09.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál) - Viðbót

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Félagsbústaðir hf. - 04.09.2023

Sæl og blessuð.

Í viðhengi er umsögn Félagsbústaða um Hvítbók um húsnæðismál; húsnæðisstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til 5 ár.

Með kveðju, Sigrún Árnadóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 BSRB - 04.09.2023

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 04.09.2023

Hjálagt er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga unnin af Vestfjarðastofu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Sigríður Vilhjálmsdóttir - 04.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Sveitarfélagsins Árborgar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - 04.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um ofangreint.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Haraldur Sigurðsson - 04.09.2023

4. september, 2023

Umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs um Hvítbók um húsnæðismál, (Innviðaráðuneytið, júlí 2023).

Gerð hvítbókar um húsnæðismál og mótun húsnæðisstefnu til næstu 15 ára er mikilvægt og tímabært skref. Stefnan og boðaðar aðgerðir eru metnaðarfullar og óhætt að taka undir nánast allar þær tillögur sem þar eru settar fram. Að skapa skýra langtímasýn og móta markvissa og gegnsæa áætlun um uppbyggingu eru lykilatriði til skapa meiri stöðugleika, draga úr sveiflum á byggingarmarkaði (og þar með hagsveiflum), skapa viðráðanlegri og heilbrigðari húsnæðismarkað og auka líkur þess að hægt sé að mæta þörfum allra félagshópa með skilvirkum hætti á hverjum tíma. Áherslurnar í hvítbókinni og drögum að stefnu endurspegla það mikla starf sem hefur farið fram undanfarin ár í húsnæðismálum, í góðu og auknu samstarfi inniviðaráðuneytis og HMS við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélögu í landinu; sem birtist m.a. í rammasamningnum frá 12. júlí 2022 og í sérstöku samkomulagi Reykjavíkurborgar, innviðaráðuneytis og HMS um uppbyggingu húsnæðis til næstu 10 ára, frá 5. janúar 2023.

Hér að neðan eru settar fram nokkrar almennar athugasemdir sem að mati Reykjavíkurborgar ætti að huga að við mótun endanlegrar stefnu – og varða einkum stefnuhluta Hvítbókarinnar:

• Skerpa þarf á því í stefnunni að sveitarfélög á sama búsetu- og vinnusókarsvæði vinni sameiginlega að húsnæðisstefnu á félagslegum grunni, þannig að öll sveitarfélög á svæðinu sýni ábyrgð í að mæta húsnæðisþörfum hópa sem höllum fæti standa og almennt lægstu tekjuhópanna, sbr. markmið í samkomulagi Reykjavíkurborgar, innviðaráðuneytis og HMS frá 5. janúar sl. um að skapa húsnæðissáttmála á meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélög hafa ákveðnum lágmarksskyldum að gegna, að sinna lægri tekjuhópum og þeim sem hafa sérstakar húsnæðisþarfir í sínum húsnæðisáætlunum, eins og undirstrikað er í rammasamningnum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Vegna þessa er brýnt að setja skýr markmið í húsnæðisstefnuna um að gert verði samkomulag við öll sveitarfélög í landinu hið fyrsta, ekki síst á suðvesturhorninu, sbr. fyrirliggjandi samkomulag við Reykjavík (sjá þó aðgerð 1.2). Árétta mætti þessi sjónarmið undir áherslum (a-i) á bls. 15 eða bæta við lið a) bls. 13. Áherslur sem þessar eru í samhljómi við markmið um „búsetufrelsi“, sem hlýtur að gilda um alla félagshópa. Hugmyndir sem felast í aðgerð 3.3 (bls. 27-28) og aðgerðum 3.9 - 3.13 (bls. 30-32) styðja við þau sjónarmið sem nefnd eru hér að ofan, en eðlilegt væri að setja þau skýrar fram í stefnuhlutanum.

• Almennt mætti leggja meiri áherslu á samspil húsnæðis og samgangna, húsnæðiskostnaðar og samgöngukostnaðar og mikilvægi þess að íbúðir séu fyrst og fremst byggðar þar sem fjölbreyttir og vistvænir ferðamátar eru í boði. Bæta mætti við í áherslu g) bls. 14 að „Hið byggða umhverf tryggi aðgengi að grænum svæðum, göngu- og hjólastígum og almenningssamgöngum“, sbr. einnig aðgerð 2.6, bls. 22-23.

• Það er ef til vill raunhæf nálgun að leggja höfuðáherslu á beinar aðgerðir í stefnunni og þá til skemmri tíma. Þar sem um er að ræða fyrstu heildstæðu húsnæðisstefnu fyrir landið allt, þá mætti þó setja meira vægi á stefnuhlutann og sýnina í endanlegri útfærslu. Mörg þau fínu markmið sem má finna undir aðgerðaáætlun til 5 ára, geta átt einnig heima undir stefnuhlutanum (3.1 og 3.3). Þau sjónarmið sem koma fram í inngangshluta stefnunnar (3.1). mætti einnig setja fram sem afmörkuð markmið í kafla 3.3.

• Horfa mætti til enn lengri tíma en 15 ára, til að skapa víðari ramma fyrir gerð og endurskoðun húsnæðissamninga sveitarfélaganna (sbr. stafrænar húsnæðisáætlanir) sem ná væntanlega áfram til 10 ára og einnig í ljósi þess stefna í aðalskipulagi sveitarfélaga nær til minnst 12 ára og í sumum tilvikum til 20 ára. Þörf á sýn til lengri tíma í lykil málaflokkum eins og húsnæðis- og samgönugmálum er einnig brýn vegna loftslagsmálanna og markmiða í þeim málaflokki og almennt vegna þeirrar óvissu sem ríkir í heimsmálum. Slík sýn eða sviðsmyndir geta einnig verið forsendur við gerð mannfjöldaspár til langs tíma (sbr. spár Hagstofu sem nú ná til 50 ára) en óhætt er að segja áfram mun ríkja mikil óvissa um hver húsnæðisþörfin verður til framtíðar. Rétt er að undirstrika að greiningar og útreikningar á húsnæðisþörf til lengri og skemmri tíma getur ekki verið afmarkað verkefni sérfræðinga, heldur þarf að móta það í samhengi við almenna sýn og stefnu og markvissar sóknaráætlanir um uppbyggingu húsnæðis og innviða; þ.e. uppbyggingaráætlanir hafa áhrif á eftirspurnina (og aðdráttarafl viðkomandi búsetusvæðis) og þar með matið á þörfinni. Þessi sjónarmið birtast að nokkru í aðgerð 1.3 (bls. 18) en í því verkefni þarf líka að horfa til lengri framtíðar (ekki bara næstu 5-10 ára).

• Það er vel að unnið er að samræmingu og samfléttun stefnuákvæða í lykilmálaflokkum ráðuneytisins, þ.e. húsnæðis-, samgöngu- og skipulagsmálum (kafli 3.2). Ekki kemur þó fram mögulegt samspil þessa við landskipulagsstefnu (sem nú er í deiglunni og gæti verið vettvangur samhæfingar) eða við stefnu í loftslagsmálum og aðgerðaráætlun vegna þeirra. En væntanlega er samþætting sem þessi verkefni næstu missera, sbr. áhersla i), bls. 13.

Einnig er tekið undir þau sjónarmið sem koma fram í umsögn Félagsbústaða, dagsett 3. sept. og í umsögn stjórnar SSH, dagsett 4. september.

Reykjavíkurborg væntir áframhaldandi góðs og náins samstarfs, við mótun endanlegrar húsnæðisstefnu og aðgerðaráætlunar, sem sett verður fram í þingsályktunartillögu á næstu mánuðum og almennt við framfylgd þeirra markmiða sem sett hafa verið fram undanfarin ár og birtast flest í fyrirliggjandi hvítbók. Nú liggur fyrir að fylgja eftir þeim áformum og tryggja aukið fjármagn til málaflokksins í samræmi við sett markmið.

Haraldur Sigurðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Öryrkjabandalag Íslands - 04.09.2023

Umsögn ÖBÍ - réttindasamtaka um drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál), mál nr. 139/2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Hagsmunasamtök heimilanna - 05.09.2023

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Kristín Ólafsdóttir - 06.09.2023

Meðfylgjandi er að finna umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Bjarni Þór Þórólfsson - 07.09.2023

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn Búseta um Hvítbók um húsnæðismál.

Með þökk og kveðju,

Bjarni Þór Þórólfsson

framkvæmdastjóri Búseta

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Landssamtök lífeyrissjóða - 11.09.2023

Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um drög að húsnæðisstefnu (hvítbók um húsnæðismál), dags. 11.09.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Reykjavíkurborg - 11.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál). Umsögn þessi kemur í stað áður innsendar umsagnar Haraldur Sigurðarsonar #10 frá 4. september sl.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Grímsnes-og Grafningshreppur - 11.09.2023

Hjálagt má finna umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Akureyrarbær - 11.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn frá Akureyrarbæ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Hildur Gunnarsdóttir - 11.09.2023

Eftirfarandi er umsögn Arkitektafélags Íslands við hvítbók um húsnæðismál.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Samtök atvinnulífsins - 11.09.2023

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um málið.

Bestu kveðjur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Alþýðusamband Íslands - 13.09.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Barnaheill - 13.09.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Samkeppniseftirlitið - 13.09.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Skipulagsstofnun - 20.09.2023

Viðhengi