Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.7.–18.8.2023

2

Í vinnslu

  • 19.8.–13.11.2023

3

Samráði lokið

  • 14.11.2023

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-141/2023

Birt: 18.7.2023

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Áform um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun

Niðurstöður

Sjá nánar um niðurstöður samráðs á samtengdu máli - samráð um frumvarp til laga um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Málsefni

Markmið lagabreytingarinnar er að auka styrkveitingar til minni framleiðenda.

Nánari upplýsingar

Lög nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun tóku gildi 1. janúar 2012 og hafa það markmið að styðja framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

Byggðastofnun fer með framkvæmd laganna og veitir styrki til framleiðenda á grundvelli úthlutunarreglna sem mælt er fyrir um í lögunum og reglugerð nr. 121/2019 um flutningsjöfnunarstyrki.

Í þjónustukönnun innviðaráðuneytisins og stofnana á vegum þess sem fram fór haustið 2022 barst ráðuneytinu ábending um að flutningsjöfnunarstyrkir sem veittir eru á grundvelli laganna væru ekki að skila sér með nægilega sanngjörnum hætti til minni framleiðenda. Ráðuneytið leitaði eftir afstöðu Byggðastofnunar og benti stofnunin á að borið hafi á gagnrýni frá umsækjendum um að lægstu styrkir séu of lágir en þeir sem sækja um lægsta styrkinn eru almennt þeir sem standa höllustum fæti vegna stærðar sinnar. Hætti þeir að sækja um munu styrkfjárhæðir til stærri aðila aukast og samkeppnisstaða minni aðila gagnvart stærri versnar. Í skýrslum Byggðastofnunar hefur jafnframt komið fram að tíu stærstu styrkhafar hafa fengið um og yfir 50% af útgreiddum styrkjum. Lagði Byggðastofnun jafnframt til breytingar á úthlutunarreglum svæðisbundinnar flutningsjöfnunar til að auka styrkveitingar til minni framleiðanda.

Tvennskonar breytingar á regluverkinu verða lagðar til:

a. Hækkun á endurgreiðsluhlutfalli flutningskostnaðar sem hækka hlutfallslega eftir því sem flutningur vöru eða hrávöru er lengri. Slík breyting myndi fela í sér auknar styrkveitingar fyrir minni framleiðendur.

b. Byggðastofnun hefur lækkað endurgreiðsluhlutfall umsókna til þess að fara ekki fram úr fjárheimildum á grundvelli 4. mgr. 6. gr. laga um svæðisbundna flutningsjöfnun og hafa umsækjendur ekki fengið nema 57-67% af samþykktri fjárhæð greidda sl. ár. Byggðastofnun leggur til að engin skerðing á endurgreiðsluhlutfalli verði á öllum umsóknum upp að 1,25% af heildarfjárveitingu hvers árs.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is