Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.7.–8.8.2023

2

Í vinnslu

  • 9.8.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-144/2023

Birt: 22.7.2023

Fjöldi umsagna: 11

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum

Málsefni

Í ljósi þess að grágæsum hefur fækkað á undanförnum árum kynnir ráðuneytið breytingu á reglugerð nr. 456/1994. Breytingin lýtur að því að óheimilt verði að bjóða til sölu eða selja grágæs.

Nánari upplýsingar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að breytingu á reglugerð er varðar sölu á grágæs. Með breytingunni verður óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar en þó verður heimilt að selja uppstoppaða grágæs.

Í kjölfar ákvörðunar samningsins um verndun afrísk-evrasískra votlendisfarfugla (AEWA) í september 2022 um aukna vernd á íslensk-breska grágæsastofninum af völdum verulegrar fækkunar í stofninum frá 2012 hefur umhverfis, -orku- og loftslagsráðuneytið ákveðið að gera breytingar á reglugerð nr. 456/1994 um vernd og nýtingu villtra fugla. Tilgangur breytingarinnar er að draga úr veiðum og álagi á grágæsastofninn hér á landi næstu þrjú árin. Innan þriggja ára er svo áætlað að sameiginleg alþjóðleg stjórnunar- og verndaráætlun Íslendinga og Breta verði tilbúin þar sem tilgreindar verða nauðsynlegar aðgerðir til verndar stofnimum.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 12. gr. reglugerðar nr. 456/1994 varða brot gegn reglugerðinni sektum eða fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Frestur til að gera athugasemdir við drögin er til og með 8. ágúst nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is