Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–30.8.2023

2

Í vinnslu

  • 31.8.2023–25.2.2024

3

Samráði lokið

  • 26.2.2024

Mál nr. S-148/2023

Birt: 2.8.2023

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um högun í upplýsingatækni í rekstri ríkisins

Niðurstöður

Fimm athugasemdir bárust. Umsögn frá Öryrkjabandalagi Íslands snerti innleiðingu reglugerðar Evrópusambandandsins um aðgengiskröfur sem stendur til að innleiða með sérstöku lagafrumvarpi. Þá var í skýringum í greinargerð með frumvarpsdrögum fjallað um stöðu aðila m.t.t. ábyrgðar á notkun tiltekinna lausna, sem Persónuvernd kom inn á í sinni umsögn. Aðrar ábendingar kölluðu ekki á sérstök viðbrögð.

Málsefni

Til stendur að skilgreina ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins á stefnumótun og fyrirkomulagi upplýsingatæknimála ríkisins og kveða á um heimildir til að mæla fyrir um samræmd viðmið.

Nánari upplýsingar

Upplýsingatækni spilar sífellt stærra hlutverk í rekstri ríkisins, jafnt inn á við sem þeim hluta sem felst í að þjónusta almenning. Samhliða hafa væntingar til þess að þjónusta ríkisins sé aðgengileg með þægilegum og hraðvirkum en jafnframt öruggum hætti í gegnum stafrænar lausnir aukist jafnt og þétt.

Núverandi fyrirkomulag á rekstri upplýsingatæknimála ríkisins er ekki nægjanlega vel til þess fallið að standa undir þessum væntingum. Það er dreifstýrt, þannig að ríkisaðilar og stofnanir bera bæði rekstrarlega og eftir atvikum stefnumótandi ábyrgð á högun eigin upplýsingatæknirekstrar. Þessu hefur fylgt óhagræði þar sem framkvæmd er ósamræmd og möguleikar vegna stærðarhagkvæmni eru ekki fullnýttir.

Til að vinna bug á þessu vandamáli stendur til að leggja fram lagafrumvarp þar sem ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytisins á stefnumótun og fyrirkomulagi upplýsingatæknimála ríkisins er skilgreind sem og ábyrgð og hlutverk ráðuneyta og stofnana í því fyrirkomulagi. Þar verður jafnframt kveðið á um heimild ráðuneytisins til að setja reglur eða gefa fyrirmæli um grundvallarviðmið í högum upplýsingatækni og gagna. Ætlunin er ekki að færa ábyrgð á rekstri upplýsingatæknikerfanna sjálfra frá ríkisaðilunum, heldur fyrst og fremst að styðja við þær þannig að þær séu betur í stakk búnar til að sinna lögbundnum verkefnum.

Ávinningur breytts fyrirkomulags ætti að geta komið fram með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi aukast möguleikar til að bæta þjónustu ríkisins þegar dregið er úr sundurleitri og ósamræmdri högun upplýsingatæknimála. Ríkisaðilar fá betri tækifæri til nýsköpunar í sinni starfsemi, með notkun nýrra aðferða og betri verkfæra. Í öðru lagi aukast möguleikar til hag- og samnýtingar gagna milli ríkisaðila, sem stóreykur færni til að taka sem bestar ákvarðanir. Í þriðja lagi er stefnt að því að auka öryggi skilvirkni og hagkvæmni í upplýsingatæknirekstri ríkisaðila, meðal annars með því upplýstari og samræmdari forgangsröðun á fjárfestingu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

fjr@fjr.is