Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–30.8.2023

2

Í vinnslu

  • 31.8.–9.10.2023

3

Samráði lokið

  • 10.10.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-150/2023

Birt: 15.8.2023

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (um leyfi til prófana á vinnslu- og veiðarfærabúnaði)

Niðurstöður

Ein umsögn barst við áform um lagasetningu. Unnið verður úr umsögn við gerð frumvarps sem síðan verður birt í samráðsgátt.

Málsefni

Frumvarpið mun fjalla um heimild matvælaráðherra til að veita veiðileyfi til prófana á vinnslu- og veiðarfærabúnaði sem settur hefur verið í skip hér á landi.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið mun mæla fyrir um breytingu á 13. gr. laga nr. 79/1997, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, þar sem matvælaráðherra verði veitt heimild að veita skilyrt, takmörkuð og tímabundin leyfi til veiða til að prófa nýjan vinnslu- og veiðarfærabúnað í skipum, sem ekki hafa veiðileyfi. Aðilar sem hafa verið að hanna og þjónusta vinnslu- og veiðarfærabúnað í fiskiskip hafa ekki getað látið fara fram prófanir hér við land á búnaðinum eftir ísetningu í skip hér á landi. Þannig mun breytingin stuðla að aukinni samkeppnishæfni þessara fyrirtækja.

Gert verður ráð fyrir að öllum afla verði skilað til viðurkennds uppboðsmarkaðs á Íslandi fyrir sjávarafurðir og andvirði aflans renni til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Þá verði heimild til að taka sérstakt gjald fyrir afla, sem rennur í ríkissjóð. Prófanir skulu að jafnaði fara fram undir eftirliti Hafrannsóknastofnunar, Landhelgisgæslunnar eða Fiskistofu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is