Samráð fyrirhugað 21.08.2023—01.09.2023
Til umsagnar 21.08.2023—01.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 01.09.2023
Niðurstöður birtar 11.10.2023

Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Mál nr. 151/2023 Birt: 21.08.2023 Síðast uppfært: 11.10.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Sjá niðurstöður í meðfylgjandi skjali.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.08.2023–01.09.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.10.2023.

Málsefni

Reglugerðinni er m.a. ætlað að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum.

Hjálagt eru drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem settar eru á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga, sem hafa það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþáttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og efla þannig sveitarstjórnarstigið.

Með lögum nr. 83/2022 sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2022, voru gerðar breytingar á ákvæðum sveitarstjórnarlaga sem fjalla um íbúakosningar sveitarfélaga. Fólu lögin m.a. í sér að íbúakosningar sveitarfélaga færu ekki lengur fram á grundvelli meginreglna kosningalaga heldur á grundvelli reglna sem sveitarfélög skyldu setja sér sjálf um framkvæmd slíkra kosninga. Þá bar ráðherra sveitarstjórnarmála að setja reglugerð um þau lágmarksatriði sem geta þyrfti um í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar til að tryggja örugga framkvæmd þeirra. Breytingarnar höfðu þau markmið að skýra og einfalda framkvæmd íbúakosninga og að minnka umfang þeirra og kostnað án þess að vega að öryggi og vandaðri framkvæmd slíkra kosninga.

Innviðaráðherra staðfesti reglugerð um íbúakosningar nr. 323/2023 þann 14. mars sl. á grundvelli laganna. Vinna við gerð reglugerðarinnar leiddi þó í ljós að til staðar væru ákvæði í sveitarstjórnarlögum sem gerðu það að verkum að framkvæmd íbúakosninga væri enn óþarflega þung í vöfum og takmarkaði möguleika sveitarfélaga á að nýta sér það úrræði að halda íbúakosningar til að leita eftir vilja íbúa í einstöku málum. Af þeirri ástæðu hafði innviðaráðaráðherra frumkvæði að því að í frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á kosningalögum, sem lagt var fram á Alþingi á vordögum, voru lagðar til frekari breytingar á þeim ákvæðum sveitarstjórnarlaga sem fjalla um íbúakosningar.

Frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi með lögum nr. 62/2023 í júní sl. þar sem gerðar voru ýmsar breytingar sem höfðu það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga ásamt því að sveitarfélögum var veitt meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum og var litið til þess að breytingin væri til þess fallin að auka sjálfbærni sveitarfélaga, auka lýðræðisþátttöku og efla þannig sveitarstjórnarstigið.

Ný reglugerð fjallar um allar tegundir íbúakosninga sveitarfélaga og tekur mið af þeim lagabreytingum sem samþykktar voru í sumar um framkvæmd íbúakosninga. Nánar um þær meginreglur sem gilda um íbúakosningar sveitarfélaga og um efni reglugerðinnar í fylgiskjali.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóhannes Bragi Gíslason - 21.08.2023

Ég tel að Íbúakosningar sé tilvalinn vettvangur til að þróa almennu kosningalöggjöfina. Mér finnst sú nálgun, sem sjá má í umræddri tillögu, vera mjög íhaldsöm.

Ekki er minnst á að möguleiki sé á rafrænni kosningu. Hins vegar er bryddað uppá nýjung sem er póstkosning.

Tel ég að útfæra megi hana með tilliti til nútímatækni. T. d. að staðfesta megi sent póstatkvæði með rafrænu skilríki.

Til viðbótar núverandi tillögum komi ákvæði sem gefi kjósanda val um að staðfesta póstatkvæði sitt með rafrænni undirritun

Útfærslan getir verið á þessa leið:

Kjósandi gefur upp val sitt á um rafræna undirritunun á fylgibréfi.

Þegar póstatkvæði sem þarf að staðfesta með rafrænni undirskrift berst kjörstjórn er það skráð í gagnagrunn og rafrænnar undirritunar óskað frá eiganda símans. Þegar hún berst er atkvæðið orðið gilt og atkvæðaumslagið sent í talningaferli.

Geymslutími og vinnsla svona gagna er háð leyfi Persónuverndar. Ef hver og einn með undirritun sinni leyfir notkun/vinnslu gagnanna hverju sinni skv. skilmálum Persónuverndar ætti það ekki að vera vandamál. Þeir sem ekki vilja undgangast slíkt samkomulag geta annaðhvort greitt atkvæði með því að mæta á kjörstað eða með póstkosningu skv. fyrirkomulagi líkt því sem lagt er til.

Svo má auðvitað betrumbæta þessa tillögu.

Virðingarfyllst

Jóhannes Bragi Gíslason

Afrita slóð á umsögn

#2 Kári Jónsson - 22.08.2023

Ráðgefandi kosning varð úrelt fyrirkomulag eftir 20.10.2012 eða eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá sem takmarkaði mjög þátttöku almennings í þeirri kosningu og staðreyndin er að ný-stjórnarskrá hefur EKKI verið samþykkt ennþá 11-árum seinna, sama mun gerast í væntanlegum íbúakosningum (vonandi er það ekki markmiðið) til að vilji almennings nái fram að ganga með íbúakosningum, verður að skipta út RÁÐGEFANDI-íbúakosningu fyrir BINDANDI-íbúakosningu, aðeins þannig geta bæjarfulltrúar EKKI hunsað niðurstöður íbúakosningar.

Bestu óskir um aukið lýðræði og mannréttindi.

Afrita slóð á umsögn

#3 Akureyrarbær - 29.08.2023

Meðfylgjandi er umsögn frá Akureyrarbæ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamtökin Þroskahjálp - 31.08.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Reykjavíkurborg - 01.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Öryrkjabandalag Íslands - 01.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka.

Viðhengi