Umsagnarfrestur er liðinn (25.08.2023–20.09.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Heilbrigðisráðherra áformar að gera breytingu á lögum nr. 44/2014 um vísindarannsóknir.
Um er að ræða tillögu sem felur í sér breytingu á 13. gr. laganna. Umrætt ákvæði fjallar um umfjöllun Persónuverndar á vísindarannsóknum á heilbrigðissviði en samkvæmt ákvæðinu skulu vísindasiðanefnd og siðanefndir heilbrigðisrannsókna senda Persónuvernd yfirlit yfir umsóknir um leyfi til vísindarannsókna. Að fengnu yfirliti ákveður Persónuvernd hvort hún taki málið til frekari meðferðar. Til þess að unnt sé að senda eingöngu tilteknar tegundir rannsókna til umfjöllunar Persónuverndar og þar með einfalda umsóknarferlið er nauðsynlegt að breyta framangreindu ákvæði. Lagt er til að ráðherra sé skylt að setja reglugerð um umsóknir sem senda skal Persónuvernd til umfjöllunar. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar í áformunum.
Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.
Viðhengi