Samráð fyrirhugað 28.08.2023—15.09.2023
Til umsagnar 28.08.2023—15.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 15.09.2023
Niðurstöður birtar

Áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99/1993 - Framleiðendafélög

Mál nr. 156/2023 Birt: 28.08.2023 Síðast uppfært: 11.09.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (28.08.2023–15.09.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á búvörulögum nr. 99/1993 í því skyni að styrkja stöðu og samtakamátt frumframleiðenda búvöru og ýta undir samvinnu og hagræðingu í vinnslu og markaðssetningu

Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar frá síðastliðnu hausti var sett inn frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum sem veittu afurðastöðvum tiltekna undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga. Frumvarpinu var ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu auk þess að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu. Á undanförnum árum hefur rekstur kjötafurðastöðva í landbúnaði verið erfiður, einkum þó í slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við efnistök frumvarpsins í samráðsferli. Þar kom m.a. fram að Samkeppniseftirlitið teldi þá undanþágu sem lögð var til í frumvarpsdrögunum mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins. Auk þess gengi sú undanþága mun lengra en viðgangist í nágrannalöndum og hætta sé á að hagsmunir kjötafurðastöðva fari ekki saman við hagsmuni bænda. Í ljósi þeirra athugasemda sem bárust í framangreindu samráðsferli þótti ljóst að ekki væri tækt að leggja frumvarpið fram í þeirri mynd. Þess í stað var hafin vinna í ráðuneytinu við annað frumvarp með hliðsjón af þeim athugasemdum sem bárust í samráðferlinu. Það frumvarp sem er fyrirhugað að leggja fram mun heimila fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Einkum verður horft til reglna ESB og Noregs á þessu sviði. Með því verður stefnt að því að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar. Tryggt verði að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og starfsemi en tíðkast í nágrannalöndum okkar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Skagafjörður - 07.09.2023

Á 60. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar var gerð eftirfarandi bókun um mál til samráðs nr. 156/2023 - Áform um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993, framleiðendafélög.

Í Skagafirði er kraftmikil búvöruframleiðsla hjá mörgum bændum sem stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt, mjólkurframleiðslu, kornrækt og grænmetisframleiðslu svo eitthvað sé talið. Mikilvægi þessara atvinnugreina er mikið en vegna þeirra eru einnig reknar öflugar afurðastöðvar í bæði kjöti og mjólk til að vinna þessar afurðir og gera þær tilbúnar fyrir neytendur. Samkeppni um markaðinn er hins vegar hörð og þá ekki síst við innfluttar landbúnaðarvörur sem leyft er að flytja til landsins í auknum mæli og þaðan sem framleiðslan býr við allt annan aðbúnað og í mörgum tilfellum minni gæðakröfur en gerðar eru hér á landi. Tölur sýna einnig að kostnaðarverð íslenskra landbúnaðarvara er oft hátt og þá ekki síst kjötvörurnar þótt hlutfall matarkörfunnar af heildarútgjöldum heimila sé lægra hér en meðaltal um 30 Evrópulanda. Þegar þessi kostnaður er greindur frekar kemur fram að mikil kostnaðaraukning verður í afurðastöðvum við slátrun, vinnslu og markaðssetningu varanna. Samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið virðist sá kostnaður oft ráðast af litlum möguleikum afurðastöðva til hagræðingar og samvinnu sem myndi leiða til aukinnar hagkvæmni í vinnslunni. Byggðarráð Skagafjarðar vill því fagna því að verið sé að gera þær breytingar á búvörulögum sem þarf til hægt sé að endurskipuleggja og hagræða í slátrun og kjötvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að afurðastöðvarnar skili sem mestum verðmætum til bænda, meðal annars með aukinni fullvinnslu aukaafurða á þeirra vegum eða þriðja aðila. Aukin samvinna afurðastöðva á að lækka vinnslukostnaðinn og auka verðmætasköpunina sem kemur þá bæði bændum og neytendum til góða ásamt því að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari við innfluttar vörur.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#2 Bændasamtök Íslands - 11.09.2023

Sjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 11.09.2023

Meðfylgjandi er umsögun SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99/1993 - Framleiðendafélög

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samkeppniseftirlitið - 11.09.2023

Sjá í viðhengi umsögn Samkeppniseftirlitsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök smáframleiðenda matvæla - 14.09.2023

Í viðhengi er umsögn Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli um áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99/1993 - Framleiðendafélög.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Neytendasamtökin - 15.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna við mál 156/2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Félag atvinnurekenda - 15.09.2023

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök fyrirtækja í landbúnaði - 15.09.2023

Í viðhengi er umsögn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Slow Food í Reykjavík, félagasamtök - 15.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn frá Slow Food Reykjavík samtökunum

Virðingarfyllst

Dóra Svavarsdóttir

Formaður Slow Food Reykjavík

Viðhengi