Umsagnarfrestur er liðinn (28.08.2023–11.09.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir áform um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Frá gildistöku laga um framhaldsskóla hafa stjórnvöld unnið að því að efla starfsnám á framhaldsskólastigi og af því tilefni hafa ýmsar umbætur orðið að veruleika. Þann 1. ágúst 2021 gaf þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra út reglugerð um vinnustaðanám, nr. 180/2021. Nú þegar fengist hefur reynsla á framkvæmd reglugerðarinnar er tilefni til að breyta ákvæðum laganna, sem fjalla um vinnustaðanám, einkum til að styrkja og bæta lagagrundvöll reglugerðarinnar ásamt því að efla starfsnám á framhaldsskólastigi.
Að auki er tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla, meðal annars í því skyni að draga fram það hlutverk framhaldsskóla að nemendahópar séu fjölbreyttir.
Þá er ástæða til að aðlaga ákvæði laga um framhaldsskóla betur að þeim veruleika þegar ofbeldismál koma upp í framhaldsskólum. Er því áformað að endurskoða ákvæði laganna er snúa að rétti nemenda, ábyrgð þeirra og skólabrag, með það að markmiði að efla forvarnir og viðbrögð við ofbeldi á meðal nemenda í framhaldsskólum.
Að lokum er áformað að endurskoða ákvæði laganna sem fjalla um samninga við framhaldsskóla þar sem lögð verður áhersla á að skýra stöðu samninga ríkisins við einkaaðila um rekstur framhaldsskóla og námsbrauta á framhaldsskólastigi, einkum með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á ytra umhverfi samninga við einkaaðila um rekstur framhaldsskóla.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.)
ViðhengiUmsögn Skólameistarafélags Íslands um áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.).
ViðhengiUmsögn stjórnar Nemastofu atvinnulífsins
ViðhengiÞað er tímabært að endurskoða lög um framhaldsskóla í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað síðan þau voru samþykkt árið 2008. Þau atriði sem hér eru til umfjöllunar krefjast sérstakrar athygli og vil ég koma eftirfarandi ábendingum á framfæri hvað þau varðar.
Vinnustaðanám
Þar sem framhaldskólum er ekki heimilt að brautskrá nemendur úr starfsnámi fyrr en að loknu vinnustaðanámi þarf að huga að breytingum á lögum um sveinspróf og en ekki síður reglugerð nr. 698/2009 um framkvæmd sveinsprófa. T.d. gengur ekki að reglugerðin kveði á um að nemendur geti þreytt sveinspróf þó 10% af vinnustaðanámi sé enn ólokið. Í annan stað þyrfti að koma fram í lögum skýr heimild framhaldsskóla til að sveinspróf verði lokamat í skóla fyrir brautskráningu eða skerpa á því að nemendur geti brautskrást frá skóla með sveinspróf.
Þar sem sveinspróf er fyrst og fremst námsmat verður að huga að breytingu á 6. gr. reglurgerðar nr. 698/2009 og tryggja að í sveinsprófsnefndum sé einhver fagþekking á námsmati.
Breyta þarf lögum um framkvæmd sveinsprófa á þann veg að heimila skólum að framkvæma sveinspróf þar sem tryggja nemendum réttindi á vinnumarkaði við brautskráningu úr skóla.
Hlutverk sveinsprófsnefnda þarf að breytast í að verða ráðgefandi við lokamat í skóla þegar um starfsnám er að ræða og í eftirlit með að lokapróf nemenda fyrir brautskráningu standist skoðun og að gæðakröfum sé fullnægt.
Skýra þarf heimild skólameistara til að hafna því að nemandi sæki vinnustaðanám t.d. vegna mats kennara/skólameistara um vanhæfi nemandans á að sækja slíkt nám þar sem ekki sé talið líklegt að viðkomandi ljúki náminu. Það er ekki framkvæmanlegt að ætla skólum skilyrðislaust að útvega öllum nemendum, burtséð frá hæfni þeirra og getu, vinnustað til að starfa á og læra.
Innritun nemenda í framhaldsskóla
Með örri fjölgun íbúa með mismunandi bakgrunn og menningu á Íslandi er mjög mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að til verði aðskilnaðarstefna í landinu m.t.t. aðgengi að skólum sem veita nám á framhaldsskólastigi. Eins og raunveruleikinn er núna er hætta á að til verði framhaldsskólar fyrir ákveðna þjóðfélagshópa – forréttindahópa í samfélaginu sem á seinni stigum mun kristallast í mikilli stéttaskiptingu og mismunun þegnanna. Það er mjög mikilvægt að framhaldsskólar endurspegli það samfélag sem mótar Ísland hverju sinni.
Viðbrögð við ofbeldismálum
Undanfarin misseri hafa skólastjórnendur orðið varir við aukið ofbeldi í skólum, bæði orði og verki. Fer það saman við aukið og grófara ofbeldi í samfélaginu. Ekki nægir að skrifa í lög aukna ábyrgð nemenda því þeir einstaklingar sem eru í greipum ofbeldismenningar láta sér slíkt litlu varða. Mjög mikilvægt er að auka völd skólameistara (valdheimildir) til að grípa inn í atburðarás sem gæti stefnt öryggi nemenda og starfsfólks í hættu. Má þar nefna að gefa skólameistara heimild til að leita í töskum og leita á nemendum ef grunur sé uppi um hættuleg efni eða vopn í fórum nemenda. Einnig setja í lög skýra heimild skólameistara til að víkja nemanda frá skóla tímabundið meðan skoðun á málum hans á sér stað í allt að viku.
Einnig verður ávallt að hafa í huga að framhaldsskólar eru mennta- og uppeldisstofnanir sem starfa með það að augnamiði að þroska og mennta ungt fólk. Ber skólum að styðja við alla nemendur í þeirri vegferð.
Umsögn Fagfélaganna um áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands
ViðhengiUmsögn Samiðnar- sambands iðnfélaga á áformum um breytingu á lögum um framhaldsskóla
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um áform um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla, mál nr. 157/2023
ViðhengiHér má sjá umsögn stjórnar félags kynjafræðikennara á Íslandi um liðinn:
"Þá er ástæða til að aðlaga ákvæði laga um framhaldsskóla betur að þeim veruleika þegar ofbeldismál koma upp í framhaldsskólum. Er því áformað að endurskoða ákvæði laganna er snúa að rétti nemenda, ábyrgð þeirra og skólabrag, með það að markmiði að efla forvarnir og viðbrögð við ofbeldi á meðal nemenda í framhaldsskólum."
Viðhengi