Til umsagnar
29.8.–28.9.2023
Í vinnslu
29.9.2023–14.3.2024
Samráði lokið
15.3.2024
Mál nr. S-159/2023
Birt: 29.8.2023
Fjöldi umsagna: 15
Stöðumat og valkostir
Atvinnuvegaráðuneytið
Sjávarútvegur og fiskeldi
Sjá niðurstöður í viðhengi.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs lokaniðurstöður starfshópa í Auðlindinni okkar í formi skýrslunnar Sjálfbær sjávarútvegur.
Þann 31. maí 2022 skipaði ráðherra samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa til að vinna tillögur í sjávarútvegsstefnu, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Starfshópar Auðlindarinnar okkar hafa nú skilað til ráðherra lokaniðurstöðum sínum.
Lokaniðurstöðurnar eru settar fram í þremur ritum:
Rit 1 - Skýrsla - Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur.
Rit 2 - Könnun um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegs.
Rit 3 - Tæpitungulaust - ábendingar sem komið hafa fram hjá almenningi, sérfræðingum og hagaðilum í gegnum samráð verkefnisins.
Niðurstöður starfshópanna fjögurra eru settar fram á grunni þriggja stoða sjálfbærrar þróunar, umhverfi, efnahag og samfélag, með sambærilegum hætti og gert var með þær 60 bráðabirgðatillögur sem starfshóparnir kynntu í janúar 2023. Í skýrslunni er fjallað um verklag Auðlindarinnar okkar, sett fram drög að stefnu um sjávarútveg, greining á niðurstöðum könnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegs og mat á þjóðhagslegum ávinningi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fjallað er um þær 60 bráðabirgðatillögur sem lagðar voru fram í janúar með nánari hætti og þær annað hvort samþykktar sem hluti af lokaniðurstöðum eða ekki og tilgreint hverjar ástæður þess eru. Þá bættust einnig við nýjar tillögur. Á grundvelli tillagna starfshópanna hefur verið sett fram tillaga að aðgerðaráætlun, þar sem lýst er markmiðum aðgerða, ábyrgðaraðila og tímamörkum og þær tengdar við einstakar bráðabirgðatillögur.
Lokaniðurstöður Auðlindarinnar okkar voru kynntar á fundi og í streymi 29. ágúst 2023. Hér með er óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um lokaniðurstöðurnar. Frekari upplýsingar og gögn vegna verkefnisins má nálgast á vefsíðu verkefnisins https://www.stjornarradid.is/audlindin-okkar/
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sjávarútvegs
mar@mar.is