Samráð fyrirhugað 29.08.2023—28.09.2023
Til umsagnar 29.08.2023—28.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 28.09.2023
Niðurstöður birtar

Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur

Mál nr. 159/2023 Birt: 29.08.2023 Síðast uppfært: 25.09.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Stöðumat og valkostir
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 29.08.2023–28.09.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs lokaniðurstöður starfshópa í Auðlindinni okkar í formi skýrslunnar Sjálfbær sjávarútvegur.

Þann 31. maí 2022 skipaði ráðherra samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa til að vinna tillögur í sjávarútvegsstefnu, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Starfshópar Auðlindarinnar okkar hafa nú skilað til ráðherra lokaniðurstöðum sínum.

Lokaniðurstöðurnar eru settar fram í þremur ritum:

Rit 1 - Skýrsla - Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur.

Rit 2 - Könnun um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegs.

Rit 3 - Tæpitungulaust - ábendingar sem komið hafa fram hjá almenningi, sérfræðingum og hagaðilum í gegnum samráð verkefnisins.

Niðurstöður starfshópanna fjögurra eru settar fram á grunni þriggja stoða sjálfbærrar þróunar, umhverfi, efnahag og samfélag, með sambærilegum hætti og gert var með þær 60 bráðabirgðatillögur sem starfshóparnir kynntu í janúar 2023. Í skýrslunni er fjallað um verklag Auðlindarinnar okkar, sett fram drög að stefnu um sjávarútveg, greining á niðurstöðum könnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegs og mat á þjóðhagslegum ávinningi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fjallað er um þær 60 bráðabirgðatillögur sem lagðar voru fram í janúar með nánari hætti og þær annað hvort samþykktar sem hluti af lokaniðurstöðum eða ekki og tilgreint hverjar ástæður þess eru. Þá bættust einnig við nýjar tillögur. Á grundvelli tillagna starfshópanna hefur verið sett fram tillaga að aðgerðaráætlun, þar sem lýst er markmiðum aðgerða, ábyrgðaraðila og tímamörkum og þær tengdar við einstakar bráðabirgðatillögur.

Lokaniðurstöður Auðlindarinnar okkar voru kynntar á fundi og í streymi 29. ágúst 2023. Hér með er óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um lokaniðurstöðurnar. Frekari upplýsingar og gögn vegna verkefnisins má nálgast á vefsíðu verkefnisins https://www.stjornarradid.is/audlindin-okkar/

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.