Samráð fyrirhugað 01.09.2023—26.09.2023
Til umsagnar 01.09.2023—26.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 26.09.2023
Niðurstöður birtar

Fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar

Mál nr. 162/2023 Birt: 01.09.2023 Síðast uppfært: 22.09.2023
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 01.09.2023–26.09.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Aukið valfrelsi í viðbótarlífeyrissparnaði með fjölgun fjárfestingarkosta.

Frumvarpið mun fela í sér tillögur um aukið valfrelsi einstaklinga í viðbótarlífeyrissparnaði á þá leið að einstaklingar geti sjálfir ákveðið fjárfestingarstefnu sparnaðarins og breytingar á henni í samráði við vörsluaðila. Til að ná því markmiði þarf að auka heimildir vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar til að bjóða viðskiptavinum sínum að hafa persónulegt val um fjárfestingarstefnu viðbótarlífeyrissparnaðar á þann veg að eigandi slíks lífeyrissparnaðarins geti sjálfur ákveðið fjárfestingar og ávöxtun sparnaðarins.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.