Samráð fyrirhugað 04.09.2023—18.09.2023
Til umsagnar 04.09.2023—18.09.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 18.09.2023
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.)

Mál nr. 163/2023 Birt: 04.09.2023
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.09.2023–18.09.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis,- orku- og lotslagsráðuneytið kynnir áform um breytingu á lögum um úrvinnslugjald.

Með lögum nr. 103/2021 sem breyttu m.a. lögum um úrvinnslugjald og tóku að fullu gildi þann 1. janúar sl. og innleiddu tilskipanir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/850, (ESB) 2018/851, (ESB) 2018/852 og (ESB) 2019/904 frá 5. júní 2019, voru fleiri tegundir umbúða felldar undir framlengda framleiðendaábyrgð en verið hafði fram að því og eru nú allar tegundir umbúða látnar sæta úrvinnslugjaldi. Í núgildandi lögum um úrvinnslugjald er almenna reglan sú að framleiðendur og innflytjendur gefi upp þyngd og tegund umbúða utan um vörur sem fluttar eru inn en í þeim tilvikum þegar staðfestar upplýsingar um umbúðir fást ekki er þeim heimilt að gefa upp meginsöluumbúð viðkomandi vöru og greiða úrvinnslugjald í samræmi við reiknireglur sem koma fram í viðauka XVIII við lögin.

Komið hefur í ljós þörf á að bregðast við þeim tilvikum þegar upp koma vandkvæði við álagningu tilvikum þegar innflytjendur og tollmiðlarar hafa ekki undir höndum upplýsingar um meginsöluumbúð þeirra vara sem þeir flytja inn, líkt og reiknilíkan viðauka XVIII gerir ráð fyrir. Jafnframt hefur reynslan sýnt að nauðsynlegt er að bæta inn tollskrárnúmerum í viðauka XVIII til að ná utan um allar vörur og umbúðir þeirra sem eiga að bera úrvinnslugjald.

Reynslan af lögunum er sú að í einhverjum tilvikum sé álagning úrvinnslugjalds á ökutæki með þeim hætti að gjaldið leggist á nýskráðan eiganda ökutækis en ekki innflytjanda. Mikilvægt er að álagningin nái því markmiði sem að var stefnt og því er ætlunin að gera tilteknar breytingar á lögunum, m.a. að kveða skýrar á um gjalddaga og innheimtu gjaldsins.

Jafnframt eru lagðar til aðrar minniháttar breytingar s.s. uppfærslur tollskrárnúmera og samræming ákvæða.

Umsagnafresti lýkur 18. september nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 18.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - 18.09.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,

Virðingarfyllst,

Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH.

Viðhengi