Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–25.9.2023

2

Í vinnslu

  • 26.9.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-164/2023

Birt: 5.9.2023

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Dómstólar

Áform um breytingar á réttarfarslöggjöf (stafræn miðlun gagna og stafræn birting)

Málsefni

Áformað er að breyta réttarfarslöggjöf á þann hátt að hún standi því ekki í vegi að unnt sé að miðla gögnum stafrænt.

Nánari upplýsingar

Víða í réttarfarslöggjöf er enn gert ráð fyrir því að gögn séu send eða afhent á pappírsformi eða í tilteknum fjölda eintaka, að þau séu undirrituð eða árituð með eigin hendi o.s.frv. Þá er í lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, meðal annars áskilið að ákæra sé birt af lögreglumanni, fangaverði eða öðrum starfsmanni ellegar af stefnuvotti nema hún sé birt á dómþingi af dómara. Gildandi lög gera ráð fyrir að ákæra sé birt á pappírsformi og hún í kjölfarið afhent dómara á pappírsformi ásamt birtingarvottorði. Um kvaðningu vitna og birtingu dóma fer eftir sömu reglum ef ekki tekst að birta með öðrum hætti. Þá gera lög um gjaldþrotaskipti ráð fyrir því að kröfulýsingar á hendur þrotabúi séu afhentar skiptastjóra skriflega. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur sá áskilnaður verið túlkaður sem svo að átt sé við pappírsform.

Áformað er að breyta réttarfarslöggjöf þannig að hún standi því ekki í vegi að unnt sé að miðla gögnum stafrænt á milli stofnana réttarvörslukerfisins og skýrt verði kveðið á um með hvaða hætti birta megi tiltekin gögn sem áskilja strangan birtingarhátt að gildandi lögum um meðferð sakamála fyrir borgurunum á stafrænan hátt. Í þessu skyni er áformað að gera réttarfarslöggjöfina hlutlausa um afhendingarmáta gagna, heimila meðal annars notkun rafrænna undirskrifta, auk þess að heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala við meðferð sakamála sem nú krefjast tiltekins birtingarmáta.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu

dmr@dmr.is