Samráð fyrirhugað 20.09.2023—31.10.2023
Til umsagnar 20.09.2023—31.10.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 31.10.2023
Niðurstöður birtar

Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla

Mál nr. 167/2023 Birt: 20.09.2023 Síðast uppfært: 29.09.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðis- og skipulagsmál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (20.09.2023–31.10.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar hvítbók um skipulagsmál – drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaráætlun til fimm ára ásamt umhverfismatsskýrslu.

Innviðaráðherra hyggst á yfirstandandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára.

Fyrsta landsskipulagsstefnan var samþykkt á Alþingi árið 2016, með gildistíma til 2026. Í samræmi við ákvæði 10. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 30/2023 um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála er nú unnið að endurskoðun á stefnunni.

Gildandi landsskipulagsstefna var lögð fram á Alþingi haustið 2015. Á þeim tíma var umhverfi stefnumótunar ríkisins með öðrum hætti og hafa stjórnvöld sett fram nýja stefnu á ýmsum málefnasviðum, þar má helst nefna loftslagsmálin. Með lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, hefur stefnumótun ríkisins jafnframt fleygt fram. Endurskoðun landsskipulagstefnu tekur nú mið að fleiri áætlunum en gildandi stefna og setur ný viðfangsefni í samhengi við skipulag landnotkunar og nýtingar haf- og strandsvæða. Jafnframt hefur Ísland undirgengist ýmsar alþjóðaskuldbindingar sem hafa þýðingu fyrir skipulagsmál. Kröfur til skipulagsgerðar eru því meiri nú en þegar gildandi landsskiplagsstefna var mótuð.

Endurskoðunin er unnin með hliðsjón af gildandi landsskipulagsstefnu, áherslum innviðaráðherra og samráði við sveitarfélög, íbúa sveitarfélaga þ.m.t. ungt fólk, ráðuneyti og aðra hagaðila. Þá er horft til annarra stefna og áætlana stjórnvalda sem áhrif hafa á þróun byggðar og landnýtingu.

Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum fyrir landið í heild og er útfærð með tilliti til skipulags landnotkunar og haf- og strandsvæða. Landsskipulagsstefnu er fyrst og fremst framfylgt með skipulagsgerð sveitarfélaga. Samkvæmt skipulagslögum skulu sveitarfélög byggja á landsskipulagsstefnu við gerð skipulagsáætlana.

Einnig fylgir greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála til upplýsinga. Greinagerðina er einnig að finna á slóðinni: https://www.landsskipulag.is/ferlid/skjol/

Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila og eru því öll hvött til að kynna sér efni hvítbókarinnar og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina. Á grundvelli hvítbókar verður unnin þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til 15 ára og fimm ára aðgerðaáætlun.

Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu verði lögð fram á haustþingi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Minjastofnun Íslands - 25.10.2023

Góðan dag.

Viðfest er umsögn Minjastofnunar Íslands vegna Hvítbókar um skipulagsmál.

Fyrir hönd Minjastofnunar Íslands,

Gísli Óskarsson

Sviðsstjóri lögfræðisviðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Þingeyjarsveit - 26.10.2023

Hjálögð er umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

Virðingarfyllst,

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Haraldur Sigurðsson - 31.10.2023

Umsögn um Hvítbók um skipulagsmál: Drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. (Innviðaráðuneytið, september 2023).

Gerð hvítbókar um skipulagsmál og draga að landsskipulagsstefnu er þarft verkefni og mikilvægt að skapa umræður um megin áherslur áður en stefna og aðgerðir eru útfærðar í þingsályktunartillögu. Landsskipulagsstefna sem samræmir áætlunargerð á landsvísu og setur fram sýn ríkisins til lengri tíma í völdum málaflokkum er sannarlega þarft stjórntæki. Mikilvægt er að setja fram háleit markmið sem verði sveitarfélögum leiðarljós við gerð sinna skipulagsáætlana. Eðlilega þarf landsskipulagsstefna að vera almenns eðlis þar sem horft er til hins stóra samhengis og ganga útfrá því að endanlegar ákvarðanir um landnotkun, skipulag byggðar og nánari útfærsla og hönnun mannvirkja séu á hendi sveitarfélaga á grundvelli sinnar skipulagsgerðar. Minnt er á skipulagsvald sveitarfélaganna skv. ákvæðum laga nr. 123/2010 og að skipulagsvaldið er meðal helstu hornsteina stjórnarskrárverndaðs sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga skv. 78. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944. Þessi áminning er mikilvæg í samhengi við þá lykiláherslu sem kemur fram í drögunum, um uppbyggingu þjóðhagslega mikilvægra innviða (bls. 7, 21, 28).

Í flestum atriðum er hægt að taka undir þær lykiláherslur sem settar eru fram og megin markmið væntanlegrar landsskipulagsstefnu. Hér að neðan eru settar fram nokkrar almennar athugasemdir og hugmyndir sem að mati umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ætti að huga að við nánari útfærslu stefnunnar:

• Það er vel til fundið að eitt megin markmiðanna sé um samfélagsleg málefni, þ.e. Markmið um gott samfélag (bls. 14-16). Þar er eðlilega vísað til nokkurra lykil heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Það er hinsvegar erfitt að sjá að þau fái mikinn hljómgrunn í þeim markmiðum sem nánar eru útfærð á bls. 40-53 og almennt eru áherslur á félagslega sjálfbærni og gæði byggðar lítt áberandi. Megin áherslan í markmiðssetningunni er á eðlisræna byggða- og umhverfisþætti og tæknilega innviði fremur en félagslega og mögulega liggur það í því hvernig okkar skipulagsmenningu og lagaumhverfi er háttað. Vel hönnuð byggð er vissulega forsenda góðs samfélags en sannarlega ekki eina forsenda þess. Í áhersluþáttum g og h á bls. 49-51 er þó vikið að félagslegri sjálfbærni og gæðum byggðar. Þar eru tækifæri til að skerpa og bæta í og tengja t.a.m. betur húsnæðismarkmiðinn við áherslur í fyrirliggjandi rammasamningi Innviðaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga og við markmið í hvítbók um húsnæðismál.

• Eitt af megin markmiðum í áætlunum innviðaráðuneytis er að sem „flest störf verði óstaðbundin“ (bls. 10). Þetta markmið er eflaust rökstutt og skýrt á öðrum vettvangi og tengist væntanlega áherslum um sveigjanlegri vinnutíma, fjarvinnu og búsetufrelsi og eru mikilvægar sem slíkar. Brýnt er þó að skýra þetta markmið betur í samhengi við sýnina um gott samfélag, því það má halda því fram að ein megin forsenda góðs og sjálfbærs samfélags sé að sem flest störf séu staðbundin.

• Loftslagsmálunum er gert hátt undir höfði og aðlögun að loftslagsbreytingum og er það vel og þau eru sem rauður þráður í allri markmiðssetningunni og með því undirstrikað að stýring þeirra fer þvert á málaflokka ráðuneyta og fagstofnana. Þau fá því eðlilega mikið vægi í landsskipulagsstefnunni og eru raunar veigamesti þáttur hennar. Það er því að sumu leyti umhugsunarvert að loftslagsmálunum sé stýrt af öðru ráðuneyti en því sem fer með landsskipulagsstefnuna.

• Huga þarf vel að innbyrðis samræmi markmiða um vernd kolefnisríks jarðvegs og endurheimt vistkerfa og vernd líffræðilegrar fjölbreytni (markmið c og d, bls. 14, 35-36) og markmiða um fæðuöryggi og flokkun landbúnaðarlands (verðmætt ræktarland, aðgerð 5 bls. 21, 28). Í dag er krafa um að hvert og eitt sveitarfélag kortleggi verðmætt landbúnaðarland í aðalskipulagi, en eðlilegra er að það sé gert svæðisbundið fyrir hvert hérað eða þá á landsvísu og mögulega eru tækifæri að skýra betur þessa kröfu í landsskipulagsstefnunni.

• Samkvæmt lögum á landsskipulagsstefna að horfa til 15 ára. Í ljósi þess að stefna í aðalskipulagi sveitarfélaga nær til minnst 12 ára og í sumum tilvikum til 20 ára væri þörf á að horfa til mun lengri tíma í landsskipulagsstefnu. Í raun er svigrúm til þess, að óbreyttum skipulagslögum, að við mótun landsskipulagsstefnu sé horft til mun lengri tíma en sjálf stefnan nær til; sbr. ákvæði skipulagslaga um aðalskipulag (28. gr. 4. mgr), að þar skuli marka „stefnu til a.m.k. tólf ára en jafnframt gera grein fyrir samhengi skipulagsáætlunarinnar og einstakra þátta hennar við langtímaþróun...“ Þörf á sýn til lengri tíma í lykil málaflokkum eins orkumálum, náttúruvernd, húsnæðis- og samgöngumálum er sérstaklega brýn vegna loftslagsmálanna og aðgerða í þeim málaflokki og almennt vegna þeirrar óvissu sem ríkir í heimsmálum. Við mótun landsskipulagsstefnu hefði því verið æskilegt að draga upp sviðsmyndir í lykil málaflokkum, þar sem horft er til mun lengri tíma en 15 ára, og þær mótaðar og ræddar áður en drög að stefnu eru sett fram. Nálgun af þessu tagi gæti t.d. auðveldað og opnað á umræðu um þjóðhagslega mikilvæga innviði. Slík sviðsmyndagreining gæti einnig verið ákveðin forsenda við gerð mannfjöldaspár til langs tíma, sbr. spár Hagstofu, sem nú ná til 50 ára, sem horfa nánast einvörðungu á lýðfræðilega þætti.

Reykjavíkurborg væntir góðs og náins samstarfs við mótun endanlegrar landskipulagsstefnu og aðgerðaráætlunar, sem sett verður fram í þingsályktunartillögu á næstu mánuðum.

Haraldur Sigurðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Skorradalshreppur - 31.10.2023

Umsögn Skorradalshrepps um hvítbók um skipulagsmál

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samband sveitarfélaga á Austurlandi - 31.10.2023

Hjálögð er umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Bændasamtök Íslands - 31.10.2023

Sjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Bláskógabyggð - 31.10.2023

Góðan dag

Hjálögð er umsögn Bláskógabyggðar.

kveðja,

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Náttúrufræðistofnun Íslands - 31.10.2023

Í viðhengi er umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands - 31.10.2023

Góðan dag,

Meðfylgjandi má finna umsögn Landverndar.

Fyrir hönd stjórnar,

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landsvirkjun - 31.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn landsvirkjunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Akureyrarbær - 31.10.2023

Umsögn Akureyrarbæjar fylgir á meðfylgjandi pdf skjali

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Samband íslenskra sveitarfélaga - 31.10.2023

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins,

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Davíð Arnar Stefánsson - 31.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn Landgræðslunnar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Ingvi Már Guðnason - 31.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

kveðja,

Ingvi Már Guðnason,

starfsmaður SASS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Katrín Helga Hallgrímsdóttir - 31.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samorku ásamt viðhengi.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Öryrkjabandalag Íslands - 31.10.2023

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka má nálgast í fylgiskjali.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Bára Jónsdóttir - 31.10.2023

Hjálögð er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga vegna hvítbókar um skipulagsmál. Allar frekari upplýsingar veitir undirrituð verði eftir því óskað.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Tinna Jónsdóttir - 31.10.2023

Umsögn Orkustofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Húnaþing vestra - 31.10.2023

Hjálögð er umsögn skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra, staðfest af sveitarstjórn Húnaþings vestra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Páll Sigurðsson - 31.10.2023

Umsögn Skógræktarinnar í viðh.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Grímsnes-og Grafningshreppur - 31.10.2023

Hjálagt má finna umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Harpa Stefánsdóttir - 31.10.2023

Athugasemdir þær sem hér er komið á framfæri varða fyrst og fremst samgöngur í þéttbýli og þá stefnumörkun sem þarf að setja um skipulag til að stuðla að sjálfbærri þróun. Drögin bera þess keim að höfundar geri sér ekki fulla grein fyrir hvaða skipulags aðgerðir eru nauðsynlegar í þéttbýli til að sporna við loftslagsbreytingum og stuðla að sjálfbærri þróun og vistvænum samgönguvenjum. Að hluta til er orðið orkuskipti að valda misskilningi. Það þarf fyrst og fremst að stuðla að gangandi og hjólandi umferð, notkun almenningssamgangna og draga verulega úr notkun einkabíla. Forgangsröðun samgöngumáta ætti jafnframt að vera í upptalinni röð. Þetta ætti að koma skýrt fram í bættri hvítbók um skipulagsmál. Það er takmörkuð lausn á umhverfisvanda að reikna með að málið leysist með skiptum yfir í raforku. Þá má búast við að bílar verði dýrir í framtíðinni og því ekki á færi allra að eiga, auk þess sem það verður áskorun að fullnægja raforkuþörf allra. Gagnvart skipulagi er þéttleiki byggðar og aðgangur að nauðsynlegri þjónustu í göngu – eða hjólafæri mikilvægur. Í samgöngu miðuðu skipulagi er þéttleiki mestur við stoppstöðvar fyrir almenningssamgöngur, þar sem jafnfræmt ætti að staðsetja mikilvægt þjónustuframboð. Þá ætti að minnka hlutfall þess svæðis sem fer undir samgöngur einkabíla, en við slíkt skipulag skapast aukið rými fyrir frekari þéttingu og til að bæta rekstrargrundvöll fyrir þjónustu, bæta almenningsrými fyrir gangandi og hjólandi, og fyrir útiveru almennt. Allt saman styður undir bætta lýðheilsu (sbr. áherslur í nýrri loftslagsskýrslu), bæði líkamlega og andlega. En lítið fer fyrir samhenginu byggt umhverfi og lýðheilsa í drögunum. Þá þarf að huga að því að aðgengi að mikilvægum útivistarsvæðum og náttúrusvæðum sé með almenningssamgöngum, en síður einkabíl (dæmi Heiðmörk). Skynsamleg nýting lands felur því ekki einungis í sér að vernda náttúrusvæði, heldur ekki síður að minnka umfang lands sem fer undir samgöngumannvirki, til að nýta það fyrir þétta og heilsusamlega byggt sem jafnframt skapar góðan rekstrargrundvöll undir almenningssamgöngur og ýmsa þjónustu. Undirrituð hefur í áraraðir stundað rannsóknir á samhenginu milli samgönguvenja, sjálfbærrar þróunar, byggðamynsturs, lýðheilsu, búsetugæða og aðlaðandi bæjarrýma. Eftir hana liggja fjöldi ritrýndra greina um efnið, byggt á tilviksrannsóknum á Íslandi og öðrum norðurlöndum. Sjá t.d. orcid.org/0000-0003-1707-1828

Í drögunum er fjallað um mikilvægi þess að draga úr kolefnisspori vegna húsnæðisuppbyggingar. Undirrituð vill benda á að stærð húsnæðis skipir mestu um kolefnissporið. Hvítbókin ætti því að fara fram á skoðun á húsnæðisþörf út frá búsetugæðum, sem taka til m.a. heilnæms umhverfis, útivistar, félagslegra tengsla og möguleika á að sækja þjónustu í nágrenninu. Þá ætti að hvetja til skoðunar á óhefðbundnum lausnum svo sem sambýli (co-housing) og „þéttrar“ og fremur lágreistrar byggðar með lágmarks aðgengi með einkabíl.

Í hvítbókinni er talað er um að tryggja að sveitarfélög, skipulagsráðgjafar og hönnuðir hafi auðvelt aðgengi að bestu upplýsingum hverju sinni. Þá vill undirrituð benda á að það er stefna deildar skipulags- og hönnunar við Landbúnaðarháskóla Íslands að vera leiðandi rannsókna- og menntastofnun í skipulagsfræðum og landslagsarkitektúr á Íslandi, þar sem áhersla er lögð á að þróa og miðla þekkingu sem tengist sjálfbæru skipulagi og hönnun í byggðu umhverfi og náttúru í staðbundnu samhengi. Það er því nauðsynlegt að koma á formlegra samstarfi og samtali um miðlun á þeirri þekkingu um skipulagsmál sem fræðafólk LBHÍ býr yfir og vinnur að því að afla.

Harpa Stefánsdóttir orcid.org/0000-0003-1707-1828

Prófessor skipulagfræði

Skipulag og hönnun, Landbúnaðarháskóli Íslands

Keldnaholt, Árleynir 22, 112 Reykjavík

Afrita slóð á umsögn

#23 Flóahreppur - 31.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn Flóahrepps um drög að hvítbók um skipulagsmál.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Eldvötn-samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - 31.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi um drög að hvítbók um skipulagsmál.

Með kveðju

f.h. stjórnar

Ingibjörg Eiríksdóttir

formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Michael Virgil Bishop - 31.10.2023

Reykjavík, October 30th, 2023

Comment on : Hvítbók um skipulagsmál - Drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára

Foreword

Please receive my most sincere apologies for not writing this in Icelandic, in any way this should be interpretated as a disregard for the Icelandic culture that I cherish deeply, but rather as my obligation, despite the language barrier, to take part in the public discussion on such an important topic while being able to express most accurately my views in a language where my skills can better perform. My comment will follow the structure of the document submitted for public consultation, but I would like to say a few generic words about the National Planning Strategy.

Introduction

I write here, yet as a foreign citizen, as a user of public services and common goods, as an outdoor enthusiast to whom the Icelandic natural heritage and landscape is invaluable and Earthly unmatched, as guide in Iceland sharing its uniqueness to the world while endorsing ambassadorship for the land, and as a geographer from the University of Iceland specialized on land-use conflicts, wilderness planning and nature conservation. The views I express here are my own and do not reflect the institutions, communities, or companies to which I am affiliated, though I believe that many would share my views if they had time to dedicate to such duties. I therefore write this out of solidarity for those who don’t enjoy the luxury of time or lack the patience and motivation to take a stand, as they carry on with their lives and not grasp the implications of the material submitted for consultation.

A great deal of change has taken place since preliminary work toward a National Planning Strategy, which takes its roots in my opinion back in the late 1990s with the Regional Plan for the Central Highland, later incorporated into the first National Planning Strategy drafted in 2015. Three major changes during this time intersects my field of interests, my sense of duty and responsibility, and my expertise.

- First and foremost, climate change now appears as a most important concern for citizens and the robustness of consensus has strengthened with each IPCC report, to the extent that ambitious policies are expected from decision makers and Iceland is no exception. In parallel with this public gain of awareness, environmental pressure has increased, and impacts have become more and more striking and concrete than ever before, with landscape changes on the glaciers and the water cycle, affecting mountain environments and the biosphere alike as described in the recent report published on climate change in Iceland (loftslagsbreytingar.is). Let’s keep in mind that there are planetary boundaries that need to be respected and that it is time to reduce the pressure sustained by the environment.

- Second, the Icelandic economy and society underwent an unprecedented transformation, with an explosion of access to instant information with the development of internet and related impacts, which led to a diversification of the Icelandic economy as for “virtually” the rest of the world, towards a more tertiary society, and the boom of tourism to come and experience the nearest exotic destination, the most accessible remote, the best-known hidden pearl. This, combined with increased access to Iceland, its natural gems, and the knowledge of their existence is source of unprecedented pressure on these areas, on their environment, and on the experience of those who travel to see, feel, listen, smell, touch, and benefit from visiting. Let’s keep in mind that there are many times more visitors in Iceland now than in 1999 and that this has serious implications in terms of aforementioned environmental pressures.

- Third, land-uses in remote areas have been substantially increased, with a much higher amount of electricity produced in Iceland now than before, more industry, more tourists, more hotels, more traffic, more tunnels and substantial developments of transportation infrastructures, and plenty of ideas for always more of everything as population growth is sustained, though we are reminded as during the COVID-19 pandemic, that we remain fragile and interconnected with the rest of the world, co-dependent on numerous aspects on global supply chains, and that the resilience of our economy in a world in contraction is rather precarious. Let’s keep this in mind too: there are physical limits which can affect our capacity to pursue more. I would advocate for shifting toward the pursuit of the better, and a more resilient Iceland.

It is important to me that the new National Planning Strategy acknowledges and incorporates these elements, and builds a pathway towards a desirable, resilient future. As for now, my overall impression is that this is just a continuation of the previous one, and of the one before, with the same shortcomings and ambiguities, in a context where everything has expanded and increased in many ways, pressures included, and that there are limits to the extent to which such developments can continue while preserving some of the distinctives characteristic of the country which contribute to the quality of life of its inhabitants.

As one must clearly define its priorities, I see my own as being the decarbonation of the Icelandic economy and would like to see a greater incorporation of concrete measures to lean towards that goal. A second priority is the preservation of the natural character of the Icelandic landscape and wilderness, to secure a long-term vision in which the authenticity of todays’ travel experiences is preserved and safeguarded for centuries to come and reclaimed to heal the existing wounds that have emerged in the past few years. This is the part on which I will focus my comment, as it is the topic closest to my heart and to my area of expertise. My feedback in this comment will therefore be targeted on the elements related to the Central Highland of Iceland for the preservation of the authenticity of travel experiences.

Comments on Hvítbók um skipulagsmál.

Page 7-8

Miðhálendi Íslands hefur verið nýtt sem almenningur um alda skeið og það gegnir enn mikilvægu hlutverki sem beitarsvæði fyrir bændur. Með vaxandi ferðaþjónustu er aukin ásókn á miðhálendið með vaxandi álagi.

Aukið álag getur meðal annars falið í sér þörf fyrir uppbyggingu innviða fyrir samgöngur og ferðaþjónustu, en samhliða slíkri uppbyggingu þarf að tryggja að það rýrir ekki hefðbundin not, vernd óbyggðra víðerna, mikilvægra landslagsheilda og náttúru miðhálendisins.

This second paragraph is very, very problematic. It is true that the increase of tourism results in an increased demand in the area, but that does not result in a necessity or “need”. This assumes that the management of the area is driven by uses and therefore jeopardizes a long-term vision for the area. Increased tourism results in increased demands for better access and tourism infrastructure – which are often in opposition with visitors’ preferences for basic level of infrastructure, services, and visitor numbers. In other terms, the demand posed by high visitor numbers needs to be distinguished clearly from preferences from these visitors and recreational users. Social research has provided evidence that the Icelandic public wants to limit visitor numbers in the Central Highland (Bishop, 2020; Bishop et al., 2022), and that overall, the least modifications are made to existing road and buildings the better. In this regard, I point out to data on perceived appropriateness of different types of road infrastructure (Olafsdóttir et al., 2016) quoted in a recent scientific paper (Bishop et al., 2022). Extensive research by Sæþórsdóttir et al. has also looked into preferences of visitors, of the public, and of tourism stakeholders for infrastructure development in the Central Highland and should be kept in consideration.

On the last part of this paragraph, the lack of consideration for authentic travel experiences is likewise problematic: the compartmentalization of impact mitigation on traditional uses, unspoiled wilderness, important landscape elements, and nature completely overlook the main social value of these area for visitors and recreational users alike. Traditional uses probably only refer to sheep grazing, protection of unspoiled wilderness is here reduced as seen further as a zoning with hard borders (either it is unspoiled, or it is spoiled), while the reality is much more nuanced than that, and it is also the sense of wilderness, the spirit and atmosphere casted by all tourism infrastructure that affects travel experiences. As for landscape elements, one can assume that this will be incorporated by only focusing on physical impacts from infrastructure, mitigated by choice of colors of buildings and architectural designs, without sufficient discussion on whether the structure belongs there or not, and I fear that human traffic, crowding, and vehicles’ impacts will be either overlooked or poorly addressed.

The structuring key for planning in the Central Highland is to look at the same time as how can infrastructure be adapted to be more resilient, while considering how can tourism uses be modulated to least disturb how people experience the area. The Central Highland will suffer from market-driven policies.

P10.

Áherslur ráðherra liggja til grundvallar landsskipulagsstefnu og leggur innviðaráðherra áherslu á að stefnan nái til þjóðhagslega mikilvægra innviða, samgangna á miðhálendinu, landnotkunar í dreifbýli, landslags, aukinnar uppbyggingar húsnæðis í samræmi við þörf, skipulags í þágu loftslagsmála, vindorku, fjölbreyttra ferðamáta, orkuskipta í samgöngum og skipulags haf- og strandsvæða.

Climate issues should be mentioned a bit earlier in this list if the order presented ranks these issues by importance. There is a reason why planning used to be under the Environment and Natural Resources ministry.

P17.c

Skipulag feli í sér stefnu um nýtingu vindorku í sátt við umhverfi og samfélag.

How to interpret the absence of the Central Highland for this item? I would have also criticized the opposite as there are many ways to interpret it. This guideline should apply in my opinion to all areas where wind energy development is being considered – if there are wind energy projects in the Central Highland, they should absolutely incorporate socio-environmental considerations.

P18.g

Skipulag um uppbyggingu ferðaþjónustu gæti að varðveislu þeirra gæða sem hún byggist á.

This echoes with my concerns over the deterioration of travel experiences due to increased crowding, infrastructure proliferation and experience alteration in the Central Highland. The term gæða here can be interpreted in multiple ways and this is quite problematic because it is unclear whether this is about a standard or level of service (which could be related to certification systems), or if it relates to the underlying values of the tourism experience. There are cases (e.g. the Central Highland) where “less is more”, in terms of visitor numbers, infrastructure, services, crowding, and cost.

P21-22. 6. Stefnumótun um vegakerfi miðhálendisins

I want to highlight that there is an assumption that building up access will benefit energy transition, being more compatible with smaller (electric) vehicles. However, as for many technical innovations, this will be compensated by increase in use, in the present case, by more road traffic. This is known as the rebound effect and is commonly seen in innovation (e.g. car engines become more efficient, so manufacturers turn towards making bigger cars and the total environmental gain is null. Another case is the assumption that the internet reduces environmental pressure through dematerialization of society, and it becomes much more used and does not result in a substitution of use, rather an addition). This policy really needs to involve the public through early stages of consultation to ensure that it does not increase pressure on the area, on the environment, and on people’s travel experiences.

Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Samgönguáætlun, Svæðisskipulag Suðurhálendis

Here a distinction needs to be made in the place of the National Planning Strategy and its connection with these other plans. The regional plan is based on the former National Planning Strategy and needs to readjust to the next one. If there is an incompatibility with the new one, it is the regional plan that will have to be put in conformity, not the National Planning Strategy. That being said, drawing data, feedback and experiences from the regional plan is beneficial but it should not dictate how the National Planning Strategy should be and this needs to be clear.

P23. 11. Uppbygging ferðaþjónustumannvirkja á hálendinu

Markmið: Að uppbygging ferðaþjónustumannvirkja verði innan þolmarka hálendisins.

Stutt lýsing: Með auknum fjölda ferðamanna hefur ásókn á helstu ferðamannastaði á hálendi Íslands margfaldast. Mikilvægt er að greina þolmörk helstu áningarstaða miðhálendisins og meta á þeim grunni hvort þörf sé á að breyta áherslum í mannvirkjagerð fyrir næstu endurskoðun landsskipulagsstefnu

This should have been already done ten years ago. While this is being done, there should be limits on tourism infrastructure development in the Central Highland as soon as possible to prevent further development of large-scale profit-driven tourism complexes which not only constitute a privatization of public goods but also undermines the possibility for authentic wilderness travel experiences.

As for section 6, this should not be constrained by local planning documents as it works in re-defining the National Planning Strategy.

P23-24. 12. Kortlagning víðerna

I would advocate for a dual wilderness mapping approach – one that would incorporate a hard boundary approach, to define an area where wilderness considerations reach a threshold of importance that make it relevant to be incorporated in planning issues, and a second one that is closer to a wilderness quality index, at higher resolution, and can be used to quantify the extent of impact of various proposals on wilderness. However, blending these approaches into a single map would result in a loss of valuable attributes for decision makers. How each of these methods is then incorporated into planning should be looked into by the National Planning Authority.

P30.

Lykilviðfangsefnum

• Endurspegla lykilviðfangsefnin helstu áskoranir í skipulagsmálum til framtíðar?

• Ef ekki, hverju þarf að breyta/bæta við?

See comment above related to pages 7-8 of the White Paper. The National Planning Strategy should set the goal rather than be driven by current uses and trends. Tourism does not create a need it creates a demand, and there are tools to modulate tourism and moderate levels of use to be compatible with the values and qualities of the Central Highland.

Markmiðum og mælikvörðum

• Endurspegla markmiðin helstu áherslur sem snúa að skipulagsmálum ?

• Er verið að nota rétta mælikvarða?

• Ef ekki, hverju þarf að breyta/bæta við?

See comments above pertaining to pages 10, 17 and 18. I am unfortunately lacking administrative background, planning expertise and linguistic skills to formulate suggestions for specific re-wordings, but overall I feel that the terms presented are too broad and leave too much room for interpretation, therefore undermining the efficiency of the strategy as every stakeholder will quote it to defend ideas which are not necessarily compatible with the intentions of planning experts.

Áherslum og framfylgd

• Eru áherslur viðeigandi fyrir skipulagsvinnu næstu ára?

• Stuðlar leiðbeining um framfylgd og útfærslu áherslna til þess að skipulagsvinna verði sem markvissust?

• Ef ekki, hverju þarf að breyta/bæta við?

As mentioned in the related section, the priorities are right, but there needs to be some measures in the meantime to limit developments that may be incompatible with long-term vision for the area. Some of the recent developments in terms of tourism infrastructure and services already went far beyond what is desirable and appropriate in the Central Highland according to perception studies.

Umhverfismati

• Endurspeglar niðurstaða umhverfismatsins áherslur landsskipulagsstefnu?

• Ef ekki, hverju þarf að breyta/bæta við?

Öðru því sem gæti stuðlað að betra skipulag

I don’t have an opinion on this, though a carbon accounting system or carbon budget should be also included to quantify emissions from current land-uses and predictions on future use based on the different leverages that are being considered.

6.1 Helstu tímasetningar kynninga

I don’t think this was advertised appropriately to encourage public consultation. The title itself doesn’t suggest that this is connected to Landsskipulagstefna and as a result I feel like public consultation is not something taken seriously by decision-makers, and would suggest among other, that this would receive more media coverage to encourage citizens to be involved in decisions.

P.34. b.

Skipulag feli í sér stefnu og skipulagsákvæði um innviði fyrir loftslagsvænar samgöngur, með áherslu á vistvæna ferðamáta og orkuskipti í samgöngum.

Skipulag samgöngukerfis miðhálendisins stuðli að jafnvægi milli ólíkra ferðamáta

This is very unclear, and the implications are equally vague. The balance that must be found is on the ratio between individual, rental transportation systems, and collective transportation systems, such as shuttle transports. Currently, transportation in the Central Highland is largely dominated by individual mass tourism, with rental cars and campers. The policy should promote an offer that would encourage people to leave their cars outside of the area and use shuttle services to access some of the sites of interest. This is the only viable incentive to control visitor numbers and distribution while decarbonizing mobility. The development of upbuilt or paved road system designed for urban vehicles will only lead to mass traffic of individual vehicles, requiring more ground-space for parking than ever before, and heavier infrastructure, leading more people and intrusions to the area. Hiking trails should be designed according to the transportation network, to enable people being dropped off and picked-up in different locations. Price incentives should also be set in place to increase occupancy of services and reducing the per-passenger carbon footprint and crowding. This is a pre-requisite to increased access provision, so that it can be controlled.

P.37. e.

Skipulag miði að því að varðveita fjölbreytt og verðmætt landslag, svo sem óbyggð víðerni og landslagsheildir.

- Á svæðum sem flokkast sem víðerni verði svigrúm fyrir takmarkaða mannvirkjagerð, svo sem gönguskála, vegslóða og göngu- og reiðleiðir. Umfangsmeiri mannvirkjagerð verði beint að stöðum sem rýra ekki víðerni hálendisins.

- Í skipulagi miðhálendisins verði vandað til staðarvals og hönnunar mannvirkja með tilliti til staðbundinna gæða sem felast í landslagi. Hönnun mannvirkja taki mið af landslagi, kennileitum, sjónlínum og útsýni. Sérstaklega verði vandað til hönnunar bygginga og annarra mannvirkja sem mynda ný kennileiti.

The use of hard boundaries for wilderness management is problematic. As defined here, the area that needs to be managed as wilderness is much larger that what can legally be considered as wilderness. This would include largely modified environments, such as Landmannalaugar, Kerlingarfjöll, Þórsmörk, and such parts where infrastructure development has reached a level which has become completely incompatible with wilderness due to the heavy degree of modification of the environment through large-scale constructions. Their inclusion should not normalize the presence of such structures in areas defined as “wilderness”, and that does not make them more compatible with wilderness. Likewise, if some hydropower reservoirs or dams were to be included, that would not make it more compatible nor appropriate for more of these structures to be set up there. In other terms, this wilderness planning region would be more inclusive without compromising its value. The level of infrastructure mentioned (huts, jeep tracks and horse-trails) should remain the norm for best-practice in the Highlands as these structures are primitive and often perceived as appropriate (up to a certain size of course). Anything larger than that, or more service oriented, should be kept to peripheral areas of the Central Highland as much as possible to externalize the pressure and impact on travel experiences. These structures are better off spatially distributed and downsized into several small huts instead of turning into heavily centralized and artificial building complexes.

I would add that modern designs are inherently incompatible with the values and landscape attributes of the Central Highland, and buildings that are aimed at being unique and stand out by their audacious architecture do not belong in the area. Buildings should reflect traditional methods and cultural heritage as well to better blend in the landscape and be seen as appropriate. The rule of thumb would also to be efficient in the use of space, and keep the building to a minimal size for its occupancy – hotels don’t belong to the area. Collective dorms or hostel-like type of sleeping facilities are acceptable, and this can be compatible with having more private areas such as in a cottage or sub-dorm settings (e.g. similar to Langidalur hut).

P.43. c.

Skipulag tryggi tækifæri fyrir ólíka félagshópa til að hafa áhrif á ákvarðanir um nærumhverfi sitt.

Beitt verði fjölbreyttum aðferðum við kynningu og samráð til að tryggja aðgengi að upplýsingum og möguleika ólíkra félagshópa til þátttöku.

This will be an unpopular comment, but I would advocate for providing an English version of this document to be more inclusive of foreign residents and international community whose involvement may benefit to the outcome. I have lived in Iceland for over 7 years and am unable to take part without translating parts of this document or writing in English. This is a lot of time for me and many foreigners to remain second-class citizens and prevented or discouraged from participating in such decisions. Being more inclusive by having a translation more accessible to international audience would perhaps strengthen participation of stakeholders who are currently not there yet linguistically but who may be impacted by decisions to the same extent as a native speaker. I don’t think that this is a threat to the Icelandic language, and if it is perceived as such, then I would suggest that someone within the ministry or consultation portal could be appointed to help non-native speakers in navigating such documents and being involved despite the language barrier. This would be an improvement for democracy and participatory decision-making.

P.44. d.

Skipulag greiði fyrir skilvirkum samgöngum þar sem jafnvægi milli ólíkra ferðamáta er haft að leiðarljósi.

See previous comments about P.34.b.

- Viðhald og frekari uppbygging samgöngukerfis á miðhálendinu stuðli að góðu aðgengi að hálendinu og jafnvægi milli ólíkra ferðamáta, með orkuskipti að leiðarljósi. Samgöngukerfi miðhálendisins verði þróað, t.a.m. með útfærslu einstakra stofnvega og öryggishlutverks þeirra vegna náttúruvár.

I have a big problem with this statement, as the energy transition is instrumentalized to force artificialization of the land and road network. As the decarbonation of the economy is my priority, I am in favor of substituting thermal cars by electric cars wherever possible, especially where it is best suited (e.g. short-distance, everyday mobility, etc.). However, I think that this would be a big mistake for the Central Highland, because the requirements to make the road network there suitable for such cars involves substantial landscape transformation and impacts (e.g. driving Dettifossvegur is now a completely different journey and experience than before), but most importantly, that would enable much more traffic in areas that are already very crowded and would be destroyed by being made accessible to such vehicles. As I still wish to decarbonize mobility in the Central Highland, I would much rather favor collective transportation such as shuttle system to enable access without increasing road traffic and parking overload, with incentives for people to use this instead of private or rental vehicles.

For the second part, advocating for such changes in light of natural hazard such as volcanic eruption is another example of issue instrumentalization to force undesirable change in the Central Highland, while there are ways to make this possible without such large-scale interventions, by using for instance temporary bridges and having an emergency preparedness plan ready to be able to make other necessary adjustments when the situation presents itself. That doesn’t prevent preliminary work to identify issues that may emerge and critical road section that might need reworking, but there surely are other ways than building a backup ring road through the Highland.

It is also important to note that in terms of safety, the faster people drive, the more likely they are to get in trouble. Building up roads in the highland might encourage unsafe behavior from road users compared to current roads that require users to be focused and aware of the road conditions.

- Samgöngumannvirki og umferð hafi lágmarksáhrif á víðerni og óbyggðaupplifun.

Due to the reasons mentioned above in the first paragraph, I want to point out the obvious contradiction between this statement and the previous one. Road structures are inherently impacting wilderness and related travel experiences. This is why perceptions studies (Olafsdóttir et al., 2016) have shown that people find paved roads less suitable/appropriate in the Highland than upbuilt gravel roads, the same being valid for upbuilt gravel roads compared to jeep tracks. The more modifications to the natural appearance of the landscape, the more inappropriate.

P.46. e.

Skipulag stuðli að jöfnu aðgengi að orku um land alt og traustum veituinnviðum sem tryggja öryggi.

Við umhverfismat kerfisáætlunar verði lagt mat á áhrif mismunandi kosta varðandi legu og útfærslu raforkuflutningsmannvirkja á víðerni og náttúru hálendisins. Á miðhálendinu taki slíkt umhverfismat til kosta sem felast í lagningu jarðstrengja auk loftlína

It is important to take in consideration social impacts as well, such as on travel experiences for recreational users of the area.

P.59. g.

Skipulag um uppbyggingu ferðaþjónustu gæti að varðveislu þeirra gæða sem hún byggist á.

- Skálasvæði séu á tilteknum stöðum í góðu vegasambandi.

I would remove “góðu” or find a term that is compatible with current road conditions, or slight maintenance, but doesn’t lead to building up of roads, whether they are paved or upbuilt. Again, this is not for the enjoyment of bad roads, but rather the acknowledgement of their state as a natural limiting factor to visitation to already overcrowded destinations, where nature is much more easily impacted than at lower elevations.

Við alla mannvirkjahönnun og framkvæmdir á hálendinu verði jafnframt viðhöfð sérstök aðgæsla sem tryggi að mannvirki falli sem best að umhverfi og rýri sem minnst hlut náttúrunnar í heildarmyndinni.

See my comment above on P. 37.e. (second paragraph)

Einnig er möguleiki á að bjóða upp á hótel- og gistiheimilagistingu, sbr. reglugerð 585/2007, enda sé slík gisting aðeins hluti gistiframboðs á viðkomandi stað og falli að öllu leyti að kröfum um óbyggðaupplifun.

The result observed in Kerlingarfjöll is far from compatible with the requirements of wilderness experiences, and therefore there is a major weakness in this policy. There is a need for size and capacity limit on such infrastructure to prevent such disastrous development of tourist destinations. Overall, there is a reason why public preferences toward hotels in the central highland are very negative, and this is one of the biggest recent aggressions to the wilderness character of the Central Highland.

Gert er ráð fyrir eftirtöldum níu hálendismiðstöðvum: Hveravöllum, Kerlingarfjöllum og Árbúðum við Kjalveg, Hólaskjóli við Fjallabaksleið, Háumýrum og Laugafelli við Sprengisandsleið og Drekagili, Kárahnjúkum og Laugarfelli norðan Vatnajökuls

Here it is not stipulated that municipalities can add more locations, as opposed to the Jaðarmiðstöðvarnar. There needs to be consistency in the level where such decisions are made and would always favor a stricter approach to preserve the Central Highland from undesirable development, merchandizing of wilderness, and privatization of common goods. The example set by Kerlingarfjöll poses a serious threat to these other locations, some of which I am very attached to due to their proximity to natural wonders. I would suggest to remove Hólaskjól, Laugafell and Drekagil and classifying them as Skálasvæði instead.

This concludes my comment on Hvítbók um skipulagsmál. Thank you for your considerations,

Michaël Bishop

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Eiríkur Blöndal - 31.10.2023

Ágæti viðtakandi.

Undirritaður hefur kynnt sér lauslega mál það sem hér er til umsagnar. Gott er að áform um flokkun landbúnaðarlands koma vel fram í gögnunum. Til þess að flokkun landbúnaðarlands komi að notum þarf þó að tryggja að vægi góðs landbúnaðarlands sé mikið miðað við aðra þá mælikvarða sem hér eru til umræðu. Undanfarin ár hafa einkennst af fálæti stjórnvalda um landbúnað og byggðir. Hvers virði er flokkun landbúnaðarlands í slíku umhverfi? Sveitarfélögum er ætlað að flokka landbúnaðarland, en samkvæmt öðrum gögnum málsins er áætlað að koma á einhverskonar einræði á landsvísu um skipulag er varðar mikilvæga innviði. En er þá ekki landbúnaðarland þjóðhagslega mikilvægir innviðir? Nauðsynlegt er að sveitarfélög haldi sínu skipulagsvaldi líka er varðar innviði eins og orkumannvirki, línur og lagnir. Þau vandamál sem vísað er til varðandi ágreining um slík mannvirki stafa fyrst og fremst af því að þau stjórnvöld sem slík mannvirki vilja reisa gæta ekki að því að bæta það tjón sem þau valda með hæfilegri leigu fyrir það land sem þau nota. Staðlaðar landbætur, eða eignarnám sem miðast við núverandi not og eigu innviðamannvirkja annarsvegar og hinsvegar núverandi not landeiganda hinsvegar er aðferð sem stenst illa tímans tönn. Dæmi um slikt er t.d. Míla, áður Síminn sem einu sinni var talinn þjóðhagslega mikilvægur innviður og land numið til hans á þeim forsendum, en var svo seldur á markað og síðar úr landi og þá fylgdu þau landréttindi með án þess að bændur eða aðrir fengju rönd við reist. Hætt er við að orkuinnviðirnir gætu farið sömu leið. Það er því líklega til árangurs í þessum efnum að sveitarfélög og heimamenn eigi áfram sterka rödd, með skipulagsvaldinu. Enn fremur ætti það að vera stefna ríkisins að nýta sem mest til innviðauppbyggingar það land sem ríkið á sjálft, þ.m.t. miðhálendið.

Virðingarfyllst,

Eiríkur Blöndal

Afrita slóð á umsögn

#27 Hörgársveit - 01.11.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Umhverfisstofnun - 01.11.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Fjarðabyggð - 01.11.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Ferðamálastofa - 07.11.2023

Viðhengi