Samráð fyrirhugað 21.09.2023—05.10.2023
Til umsagnar 21.09.2023—05.10.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 05.10.2023
Niðurstöður birtar 14.11.2023

Breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun

Mál nr. 169/2023 Birt: 21.09.2023 Síðast uppfært: 14.11.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Sjá umfjöllun um samráð í 5. kafla greinargerðar með frumvarpi til laga um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.09.2023–05.10.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.11.2023.

Málsefni

Tilgangur frumvarpsins er að tryggja að styrkveitingar séu í sem mestu samræmi við markmið laganna og stefnu stjórnvalda í málaflokknum.

Forsaga málsins er að innviðaráðuneytinu barst ábending í kjölfar þjónustukönnunar sem fram fór vorið 2022, um að flutningsjöfnunarstyrkir sem veittir eru á grundvelli laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, væru ekki að ná markmiði sínu þar sem upphæðir væru svo lágar að það tæki því ekki fyrir minni framleiðendur að sækja um slíka styrki. Í umsögn Byggðastofnunar vegna ábendingarinnar kom fram að stofnunin hafi orðið var við sambærilega gagnrýni frá umsækjendum og lagði því til eftirfarandi breytingar á regluverkinu.

a. Hækkun á endurgreiðsluhlutfalli flutningskostnaðar sem hækka hlutfallslega eftir því sem flutningur er lengri. Slík breytingin myndi fela í sér auknar styrkveitingar fyrir minni framleiðendur.

b. Byggðastofnun hefur lækkað endurgreiðsluhlutfall umsókna til þess að fara ekki fram úr fjárheimildum á grundvelli 4. mgr. 6. gr. laga um svæðisbundna flutningsjöfnun og hafa umsækjendur ekki fengið nema 57-67% af samþykktri fjárhæð greidda sl. ár. Byggðastofnun leggur til að engin skerðing á endurgreiðsluhlutfalli verði á umsóknum upp að 1,25% af heildarfjárveitingu hvers árs.

Tilgangur frumvarpsins er að tryggja að styrkveitingar séu í sem mestu samræmi við markmið laganna en þar er lagt til að framangreindar tillögur verði lögfestar og taki til styrkveitinga sem veittar eru árið 2024. Þá telur ráðuneytið ástæðu til að taka fram að gildistími laganna er til loka árs 2025 og gert er ráð fyrir að regluverkið verði tekið til frekari skoðunar fyrir þann tíma.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bændasamtök Íslands - 03.10.2023

Meðfylgjandi er umsögn BÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök iðnaðarins - 03.10.2023

Góðan dag. Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins vegna breytinga á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 05.10.2023

Fjórðungssamband Vestfirðinga ítrekar þá afstöðu sem sambandið setur fram í umsögn um áform um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Unnið er að úrbótum á samgöngukerfinu á Vestfjörðum er varðar stofnvegi og verður svo fram að þeim tíma sem stefnt er að endurskoðun laga um svæðisbundna flutningsjöfnun eða í lok árs 2025. Auk þess sem vetrarþjónusta á flutningsleiðum út frá Vestfjörðum með styttri þjónustutíma miðað við aðra landshluta Samkeppnisstaða fyrirtækja á Vestfjörðum er því lakari en annarra fyrirtækja í landinu, skerðing á framlögum til fyrirtækja á Vestfjörðum er því hér með mótmælt.

Til að koma á móts við aðstæður minni framleiðenda er ekki annað séð en auka verði við fjárveitingar til svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur því til að við framlagningu frumvarps á Alþingi liggi fyrir greining á stöðu minni framleiðenda og mat á hver væri líkleg fjárhæð sem kæmi til móts við stöðu þeirra. Gerð yrði breyting á frumvarpinu þar sem afmörkuð verði fjárveiting til minni framleiðenda.

f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga

Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar Vestfjarðastofu