Samráð fyrirhugað 26.09.2023—10.10.2023
Til umsagnar 26.09.2023—10.10.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 10.10.2023
Niðurstöður birtar

Drög að breytingu á reglugerð um endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist

Mál nr. 171/2023 Birt: 25.09.2023
  • Menningar- og viðskiptaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (26.09.2023–10.10.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Menningar- og viðskiptaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1271/2016 um endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

Lög, nr. 118/2022, um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016, tóku gildi þann 31. desember sl. Í 4. gr. frumvarpsins sem varð að breytingarlögunum kom fram að ráðherra sé heimilt með reglugerð að kveða nánar á um hvaða kostnaður teljist endurgreiðsluhæfur. Í greinargerðinni sem fylgdi breytingarlögunum var tilgangur ákvæðisins rakinn. Kom fram að hér væri sérstaklega átt við d-lið 1. mgr. 6. gr. laganna þar sem kemur fram að ferða- og flutningskostnaður hljóðfæra og aðalflytjenda sé endurgreiðsluhæfur, þar sem sá liður hefði valdið óvissu í framkvæmd. Þætti því heppilegt að skýra betur hvaða kostnaðarliðir féllu undir ákvæðið. Með umræddum reglugerðardrögum er brugðist við framangreindu.

Þá er einnig brugðist við öðrum vafaatriðum sem heppilegt þykir að skýra betur, m.a. til samræmis við athugasemdir nefndar um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist sem starfar skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 110/2016. Meðal þeirra atriða sem brugðist er við með reglugerðardrögunum er að skýra betur hvenær heimilt er endurgreiða umsækjendum hlutfallslega fyrir eigin vinnu, sbr. e-liður 1. mgr. 6. gr. og 7. gr. laganna.