Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–16.10.2023

2

Í vinnslu

  • 17.10.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-179/2023

Birt: 2.10.2023

Fjöldi umsagna: 10

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Áform um breytingar á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd)

Málsefni

Við framkvæmd gildandi laga um útlendinga hefur komið í ljós að lagfæra, endurskoða og breyta þarf nokkrum ákvæðum laganna varðandi alþjóðlega vernd.

Nánari upplýsingar

Við framkvæmd gildandi laga um útlendinga, sem voru samin á árunum 2014 til 2016 og öðluðust gildi 1. janúar 2017, hefur komið í ljós að lagfæra, endurskoða og breyta þarf nokkrum ákvæðum laganna um alþjóðlega vernd svo framkvæmd þeirra og málsmeðferð sé skilvirk og gagnsæ. Samhliða þeirri gríðarlegu fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd sem íslenskum stjórnvöldum hefur borist undanfarin ár, auk sífelldrar breytingar á samsetningu umsækjenda, er mikilvægt að stjórnvöld geti brugðist við, eftir atvikum með laga- og reglugerðarbreytingum, og aðlagað verndarkerfið að þeirri þróun sem á sér stað á hverjum tíma. Verndarkerfið þarf að vera í stakk búið og byggt þannig upp að þeir sem raunverulega eiga rétt á alþjóðlegri vernd fái skjóta og mannúðlega afgreiðslu mála sinna. Frá gildistöku gildandi laga hafa verið gerðar breytingar á lögunum nokkrum sinnum og er frumvarp þetta áframhaldandi liður í nauðsynlegri endurskoðun þeirra.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is