Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.10.–4.11.2023

2

Í vinnslu

  • 5.11.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-182/2023

Birt: 4.10.2023

Fjöldi umsagna: 86

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Uppbygging og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að stefnumótun lagareldis til ársins 2040

Nánari upplýsingar

Í skjali þessu er í fyrsta sinn sett fram heildstæð stefna fyrir uppbyggingu og umgjörð lagareldis. Stefnan nær til ársins 2040 og hefur að markmiði að skapa lagareldi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi.

Í skjalinu er sett fram sameiginleg framtíðarsýn til ársins 2040 fyrir undirgreinar lagareldis (sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt) og fjallað um markmið hverrar greinar til að framtíðarsýnin geti orðið að veruleika. Megináherslur stefnunnar eru að lagareldi verði stjórnað á grundvelli skilgreindra mælikvarða sem koma í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt s.s. á vistkerfi eða villta stofna. Tryggja þarf að staða dýravelferðar og sjúkdóma sé með sama hætti og best þekkist í lagareldi á heimsvísu.

Í skjalinu er einnig að finna aðgerðaáætlun til ársins 2028 sem ætlað er að hrinda stefnunni í framkvæmd. Sú aðgerðaáætlun mun síðan verða uppfærð árlega á meðan stefnan er í gildi.

Drög að stefnumótuninni voru kynnt á fundi og í streymi þann 4. október 2023.

Hér með er óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um efni stefnunnar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla