Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–16.10.2023

2

Í vinnslu

  • 17.10.2023–18.2.2024

3

Samráði lokið

  • 19.2.2024

Mál nr. S-183/2023

Birt: 4.10.2023

Fjöldi umsagna: 52

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (gjaldtaka aksturs hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða.

Nánari upplýsingar

Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag gjaldtöku í formi kílómetragjalds vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða á vegakerfinu. Málið er á þingmálaskrá 154. löggjafarþings 2023-2024.

Fjölgun vistvænna og sparneytinna bifreiða hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að lækka á næstu árum verði ekkert að gert. Samhliða þeirri þróun hefur myndast vaxandi ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi milli þeirra sem nýta samgönguinnviðina. Á sama tíma er fyrir hendi viðvarandi þörf fyrir, og áform um, að byggja upp og viðhalda vegakerfinu. Sú þörf mun síst minnka í fyrirsjáanlegri framtíð með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og tilheyrandi umferð. Við þessari þróun þarf að bregðast og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku til framtíðar.

Áformað er að leggja fram frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla) frá og með 1. janúar 2024. Með því móti verður mun betri samsvörun á milli tekna af kílómetragjaldi vegna aksturs slíkra bíla á vegum og þörf fyrir uppbyggingu og viðhald vegakerfisins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is