Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–27.10.2023

2

Í vinnslu

  • 28.10.–18.12.2023

3

Samráði lokið

  • 19.12.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-190/2023

Birt: 6.10.2023

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018 (mjög verðmæt gagnasett, rannsóknargögn o.fl.)

Niðurstöður

Fjórar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin. Við frágang á frumvarpinu og greinargerðar með því til framlagningar á Alþingi var tekið tillit til umsagnanna. Nánar vísast til 5. kafla í tilvísuðu þingskjali.

Málsefni

Með frumvarpinu er fjallað um lágmarksreglur til að auka hagnýtingu gagna sem safnað er hjá opinberum aðilum í þeim tilgangi að örva nýsköpun og til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Nánari upplýsingar

Opinberir aðilar safna, framleiða, endurvinna og gefa út ógrynni upplýsinga á ólíkum sviðum. Aðgengi að slíkum upplýsingum getur haft mikið samfélagslegt gildi, ekki síst ef slíkt aðgengi er veitt með gagnvirkum, stöðluðum og stafrænum hætti. Með greiðara aðgengi að opinberum gögnum er mögulegt að endurnýta gögnin og auka þjóðhagslegt verðmæti þeirra, veita frumkvöðlastarfi og nýsköpun brautargengi í atvinnulífinu og stuðla að þróun nýrrar tækni og betri þjónustu samfélaginu til heilla.

Með frumvarpinu eru uppfylltar skyldur íslenska ríkisins til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1024 frá 20. júní 2019 um opin gögn og endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera sem fellir úr gildi tilskipun 2003/98/EB, ásamt síðari breytingum. Magn gagna sem safnast saman á vegum hins opinbera hefur aukist margfalt á síðustu árum, einkum frá því tilskipun 2003/89/EC tók gildi. Gildandi lög taka mið af lágmarks samræmingu innan Evrópska efnahagssvæðisins með aukið aðgengi einkaaðila að leiðarljósi. Ný tækni og greiningartól, s.s. vélnám, gervigreind og hlutanetið, auka möguleikana til hagnýtingar gagna og til þróunar nýrra vara og þjónustu. Hinni nýju tilskipun er ætlað að auka þessa hagnýtingarmöguleika, óháð nýrri tækni.

Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að því að skilgreind eru mjög verðmæt gagnasett (e. high-value datasets) sem skulu gerð aðgengileg gjaldfrjáls og með minnstu mögulegu lagalegum og tæknilegum takmörkunum. Jafnframt verður skylt að tryggja aðgengi að þeim með svonefndum forritaskilum (API). Sérstök áhersla er lögð á aðgang að kvikum gögnum, þ.e. gögnum á stafrænu formi sem uppfærast ört s.s. úr skynjurum. Slík gögn skulu vera aðgengileg til endurnotkunar um leið og þeim hefur verið safnað, um viðeigandi forritaskil og með magnniðurhali, þar sem við á. Þá er að finna nýmæli um endurnot á rannsóknargögnum sem eru að hluta eða öllu leyti fjármögnuð af hinu opinbera, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðasamskipta

hvin@hvin.is