Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.10.–12.11.2023

2

Í vinnslu

  • 13.11.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-192/2023

Birt: 11.10.2023

Fjöldi umsagna: 50

Drög að reglugerð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Háskólastig

Reglur um fjárframlög til háskóla

Málsefni

Árangurstengd fjármögnun háskóla og reglur um fjárframlög til háskóla

Nánari upplýsingar

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið drög að nýjum reglum um fjárframlög til háskóla sem lýsir forsendum og samsetningu fjárframlaga úr ríkissjóði til háskóla.

Kallað hefur verið eftir breytingum á fjármögnun háskóla allt frá árinu 2007 og hefur vinna við heildarendurskoðun staðið yfir í ráðuneytinu í nokkurn tíma. Núverandi fjármögnun háskóla byggir á reglum nr. 656/1999, um fjárveitingar til háskóla sem settar voru með stoð í 20. gr. þágildandi laga um háskóla, nr. 136/1997.

Markmið nýrra reglna er að auka gagnsæi í fjárveitingum til háskóla og hvetja til aukinna gæða í kennslu og rannsóknum. Með reglunum fylgir ítarleg greinargerð sem ætlað er að varpa ljósi á þær breytur sem saman mynda nýja og árangurstengda fjármögnun háskóla. Greinargerðin inniheldur jafnframt útreikninga og annað ítarefni sem styður við árangurstengda fjármögnun háskóla.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðamála

hvin@hvin.is