Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–21.10.2023

2

Í vinnslu

  • 22.10.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-193/2023

Birt: 11.10.2023

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 22/1994 og lögum nr. 66/1998

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og lögum nr. 66/1998, um dýralækna.

Nánari upplýsingar

Meginmarkmið frumvarpsins er þríþrætt, í fyrsta lagi að tryggja Matvælastofnun nauðsynlegar valdheimildir vegna opinbers eftirlits með aukaafurðum dýra sem ekki eru ætlaðar til manneldis á grundvelli þeirra laga. Í öðru lagi að breyta lagastoð fyrir innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 um lyfjablandað fóður en efnisákvæði um lyfjablandað fóður er nú að finna í lyfjalögum nr. 100/2020 og er með þessu lagt til að þau ákvæði verði felld brott úr lyfjalögum og nauðsynleg ákvæði er varða lyfjablandað fóður verði sett inn í lög nr. 22/1994. Að auki eru gerðar breytingar á síðast nefndum lögum til að samræma íslensk lög við reglugerð (ESB) 2021/1372 og varðar rýmkun reglna um notkun dýrapróteina í fóður. Í þriðja lagi er sett inn gjaldtökuheimild í lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, svo að stofnunin geti innheimt gjald vegna vinnu við veitingu starfsleyfa á sviði dýralækninga og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

mar@mar.is