Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.10.–2.11.2023

2

Í vinnslu

  • 3.11.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-195/2023

Birt: 12.10.2023

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta)

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (heilbrigðisþjónusta).

Nánari upplýsingar

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ný grein komi inn í lög um heilbrigðisþjónustu, með skilgreiningu á því hvað felst í fjarheilbrigðisþjónustu og mismunandi þáttum hennar.

Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur mannauð, efla samvinnu milli stofnana og landssvæða, auka hagkvæmni, gera þjónustu aðgengilega óháð búsetu og stuðla að nýsköpun. Notkunarmöguleikar fjarheilbrigðisþjónustu eru fjölmargir og ávinningurinn af árangursríkri innleiðingu hennar er ótvíræður fyrir sjúklinga, heilbrigðisstarfsmenn og samfélagið í heild.

Frumvarpið þjónar þeim tilgangi að skýra og samræma hugtakanotkun um fjarheilbrigðisþjónustu og mismunandi þætti hennar, til að stuðla að sameiginlegum skilningi á eðli, eiginleikum og nýtingarmöguleikum fjarheilbrigðisþjónustu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is