Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.–29.10.2023

2

Í vinnslu

  • 30.10.–17.12.2023

3

Samráði lokið

  • 18.12.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-201/2023

Birt: 20.10.2023

Fjöldi umsagna: 13

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Niðurstöður

Frumvarp þetta var lagt fram á 154. löggjafarþingi og var samþykkt sem lög á Alþingi laugardaginn 16. desember 2023. Í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu er fjallað um niðurstöður samráðs.

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til eflingar á brunavörnum og öryggi fólks sem hefur fasta búsetu í atvinnuhúsnæði.

Nánari upplýsingar

Þann 25. júní 2020 varð bruni í Reykjavík þar sem þrír einstaklingar létust á voveiflegan hátt og þrír slösuðust. Sett var af stað umfangsmikið samráð af hálfu stjórnvalda sem leiddi það af sér að gefin var út skýrsla með 13 tillögum í mars árið 2021. Tillögurnar eru reifaðar í frumvarpinu sem fylgir hjálagt. Innviðaráðherra skipaði starfshóp þann 22. apríl árið 2022 með það að markmiði að skoða og fylgja eftir fjórum af tillögunum þrettán. Skýrslunni var skilað í júlí síðast liðnum.

Í frumvarpi þessu er lagt til að þeir sem eru skráðir án tilgreinds heimilisfangs og hafi fasta búsetu í atvinnuhúsnæði bjóðist að skrá sig með sérstakt aðsetur hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta er gert í öryggisskyni svo slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar viti hverjir búi í atvinnuhúsnæði þegar vá ber að höndum. Aðsetri fylgir engin réttindi og er í engu sambærilegt við lögheimilisskráningu. Þannig er enginn hvati á bakvið skráningu annar en að tryggja öryggi íbúa. Hins vegar er að finna ákvæði sem leggja ábyrgð á eigendur atvinnuhúsnæðis til að hlutast til að skráning einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði þeirra sé rétt.

Á móti kemur að í frumvarpinu er að finna ýmis önnur ákvæði sem efla brunavarnir og heimildir slökkviliðsins til eftirlitsins, svo sem heimild til inngöngu inn í húsnæði og heimild til beitingu stjórnvaldssekta svo dæmi séu nefnd.

Vegna þess hversu verkefnið er brýnt er kynning í samráðsgátt 10 dagar og eru umsagnaraðilar því hvattir til að kynna sér frumvarpið sem fyrst.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is