Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.10.–5.11.2023

2

Í vinnslu

  • 6.11.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-204/2023

Birt: 23.10.2023

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Breyting á drögum að frumvarpi - Aldursskilyrði við afgreiðslu lyfja

Málsefni

Heilbrigðisráðherra kynnir breytingu á drögum að frumvarpi til breytinga á lyfjalögum nr. 100/2020 (viðbrögð við lyfjaskorti, lyfjaávísanir o.fl.).

Nánari upplýsingar

Í kjölfar umræðu í þjóðfélaginu um afhendingu lyfja til einstaklinga yngri en 18 ára birtir heilbrigðisráðuneytið til umsagnar tillögu að breytingu á drögum að frumvarpi sem nú er til umsagnar, sbr. mál nr. 174/2023.

Í breytingunni felst að bætt er við lagastoð sem felur í sér heimild til handa ráðherra til að kveða á um aldurstakmarkanir á afhendingu lyfja til einstaklinga yngri en 18 ára í reglugerð.

Nái frumvarpið fram að ganga og verði að lögum á Alþingi mun vinna fara af stað við að útfæra slíkar takmarkanir í reglugerð sem verður unnin í breiðu samráði við hagsmunaaðila.

Samráð stendur yfir til 5. nóvember nk. Hægt er að senda inn umsagnir varðandi aldursskilyrðin undir þetta mál eða mál nr. 174/2023.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is