Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–20.11.2023

2

Í vinnslu

  • 21.11.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-218/2023

Birt: 1.11.2023

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Dómstólar

Breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi)

Málsefni

Lagðar til breytingar á réttarfarslöggjöf sem miða að tæknilegu hlutleysi og heimila auk þess í auknum mæli notkun fjarfundarbúnaðar við skýrslugjafir og birtingu ákæra í stafrænu pósthólfi.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., sem flestar miða að því að gera samskipti þeirra sem vinna á grunni löggjafarinnar tæknilega hlutlaus og skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli í réttarvörslukerfinu. Breytingarnar miða að því að gera réttarfarslöggjöfina hlutlausa um afhendingarmáta gagna og tilkynninga og heimila meðal annars í auknum mæli notkun rafrænnar lausna í stað undirritanna með eigin hendi, festa í sessi í almennum ákvæðum heimildir til að nota fjarfundabúnað við rekstur einka- og sakamála fyrir dómi og við skýrslugjöf hjá lögreglu, auk þess að heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala við rannsókn og meðferð sakamála sem nú krefjast tiltekins birtingarmáta.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu

dmr@dmr.is