Samráð fyrirhugað 03.11.2023—16.11.2023
Til umsagnar 03.11.2023—16.11.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 16.11.2023
Niðurstöður birtar

Breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir)

Mál nr. 223/2023 Birt: 03.11.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðis- og skipulagsmál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.11.2023–16.11.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að tímabinda uppbyggingu á grundvelli samþykkts deiliskipulags.

Frumvarpið byggir á tillögum sem komið hafa fram í vinnu stjórnvalda og heildarsamtaka á vinumarkaði um aðgerðir til að auka framboð á íbúðum og bæta stöðu á húsnæði, nánar tiltekið á vettvangi starfshóps árið 2022 og í kjölfarið með rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023 – 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum sem var undirritaður 12. júlí 2022. Í viðauka við rammasamninginn er að finna aðgerðaáætlun fyrir árin 2022 – 2026. Í aðgerð D6 er kveðið á um að samið verði frumvarp um að tímabinda uppbyggingarheimildir á grundvelli samþykkts deiliskipulags.

Með frumvarpinu er lagt til að í þeim tilvikum þegar framkvæmdir við uppbyggingu í íbúðarbyggð eða svæði þar sem íbúðarbyggð er heimiluð hafa ekki hafist innan sjö ára frá birtingu samþykkts deiliskipulags skuli sveitarstjórn, áður en ákvörðun er tekin um samþykkt byggingaráforma, meta hvort þörf er á að skipulagið verði endurskoðað í heild eða að hluta. Hafi engin umsókn um byggingaráform verið lögð fram á umræddum tíma þá getur sveitarstjórn kallað eftir skýringum og framkvæmt áðurnefnt mat á grundvelli þeirra. Þá er einnig lögð til sú undantekningarregla að sveitarstjórn geti ákveðið að heimila útgáfu byggingarleyfis án þess að framkvæma fyrrnefnt mat ef um er að ræða óverulega framkvæmd eða framkvæmd fellur að öllu leyti að markmiðum og forsendum deiliskipulags.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Öryrkjabandalag Íslands - 16.11.2023

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum,

nr. 123/2010 (tímabundnar uppbyggingarheimildir)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 22.11.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Reykjavíkurborg - 22.11.2023

Viðhengi