Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–10.11.2023

2

Í vinnslu

  • 11.11.2023–1.1.2024

3

Samráði lokið

  • 2.1.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-225/2023

Birt: 3.11.2023

Fjöldi umsagna: 13

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 129/2009 og lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993

Niðurstöður

Lagðar voru til hækkanir á fjárhæðum kolefnisgjalds auk lækkunar á almennu vörugjaldi af bensíni m.a vegna fyrirhugaðra breytinga á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Til stóð að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta auk lögum um vörugjald á ökutæki, eldsneyti o.fl. á 154. löggjafarþingi 2023-2024. Það náði ekki fram að ganga en fyrirhugað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi 2024.

Málsefni

Breytingar á lögum um umhverfis - og auðlindaskatta auk breytinga á lögum um vörugjöld á ökutæki, eldsneyti o.fl. (Kolefnisgjald og vörugjöld á bensíni).

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram frumvarp um hækkun á fjárhæðum kolefnisgjalds. Hækkunin er hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis með það meginmarkmið að leiðarljósi að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum. Áformin eru hlutlaus á heimilin og verðbólgu þar sem á móti hækkun kolefnisgjalds er bensíngjald lækkað.

Tilgangur kolefnisgjalds er að ná utan um neikvæð ytri áhrif af losun svo að verð endurspegli raunkostnað losunar gróðurhúsalofttegunda. Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Hækkun kolefnisgjalds er skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hækkun kolefnisgjalds dregur einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS2) vegna upptöku þess í EES-samninginn.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is