Samráð fyrirhugað 07.11.2023—21.11.2023
Til umsagnar 07.11.2023—21.11.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 21.11.2023
Niðurstöður birtar

Áform um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Mál nr. 226/2023 Birt: 07.11.2023 Síðast uppfært: 14.11.2023
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (07.11.2023–21.11.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Lagt er til að gera breytingar á lögunum í ljósi fenginnar reynslu af framkvæmd þeirra.

Árið 2011 voru sett ný lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011. Með lögunum var sett á fót réttindavakt innan ráðuneytisins og kveðið á um svæðisbundna réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk og persónulega talsmenn fyrir fatlað fólk. Árið 2012 bættist við kafli um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk.

Nú, 12 árum síðar, hefur fengist ágæt reynsla á lögin og þróun orðið í málaflokki fatlaðs fólks. Í ljós hefur komið að þörf er á að skýra betur tiltekin atriði laganna og gera breytingar á þeim í ljósi fenginnar reynslu.

Þá hefur forsætisráðherra lagt fram frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands sem gerir m.a. ráð fyrir að réttindagæslumenn færist undir nýja og sjálfstæða mannréttindastofnun og að eftirlit með samningum um persónulega talsmenn færist til sýslumanna.

Fyrirhugað er að skýra ákvæði laganna, sér í lagi ákvæði um persónulega talsmenn, svo sem um hlutverk og heimildir þeirra og um samninga um persónulega talsmenn. Einnig er fyrirhugað að yfirfara ákvæði V. kafla um ráðstafanir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk með það að markmiði að styrkja réttarvernd fatlaðs fólks.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Mannréttindaskrifstofa Íslands - 15.11.2023

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtökin Þroskahjálp - 20.11.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Öryrkjabandalag Íslands - 21.11.2023

Umsögn ÖBÍ réttindsamtaka

Viðhengi