Samráð fyrirhugað 08.11.2023—29.11.2023
Til umsagnar 08.11.2023—29.11.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 29.11.2023
Niðurstöður birtar

Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar

Mál nr. 227/2023 Birt: 08.11.2023 Síðast uppfært: 04.12.2023
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (08.11.2023–29.11.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áformað er að veita gildi hér á landi Evrópugerðum sem útfæra viðmið í reglugerð (ESB) 2020/852, sem fjallar um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar og hefur lagagildi hér á landi.

Reglugerð (ESB) 2020/852 kemur á fót samræmdu evrópsku flokkunarkerfi með skilgreiningum á því hvað teljist sjálfbær atvinnustarfsemi. Til þess að teljast umhverfislega sjálfbær þarf atvinnustarfsemi að stuðla verulega að framgangi minnst eins af sex umhverfismarkmiðum sem reglugerðin setur fram og ekki stríða verulega gegn öðru umhverfismarkmiði auk þess sem fullnægja þarf lágmarkskröfum um félagslega þætti og stjórnarhætti. Reglugerðin kveður einnig á um upplýsingagjöf fyrirtækja um hversu umhverfislega sjálfbær starfsemi þeirra er. Reglugerðinni var veitt lagagildi hér á landi með lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt fimm framseldar reglugerðir sem útfæra nánar viðmið reglugerðar (ESB) 2020/852. Framseld reglugerð (ESB) 2021/2139 útfærir markmið reglugerðar (ESB) 2020/852 um mótvægi við og aðlögun að loftslagsbreytingum. Gerðinni var veitt gildi hér á landi með reglugerð ráðherra nr. 590/2023. Framseld reglugerð (ESB) 2021/2178 útfærir skyldu fyrirtækja til að birta upplýsingar um hversu umhverfislega sjálfbær starfsemi þeirra er. Gerðinni var veitt gildi hér á landi með reglugerð ráðherra nr. 644/2023. Framseld reglugerð (ESB) 2022/1214 breytir reglugerðum (ESB) 2021/2139 og 2021/2178, einkum til að setja fram kröfur til atvinnustarfsemi sem tengist jarðgasi og kjarnorku. Framseld reglugerð C(2023)3850, sem hefur ekki enn verið birt í Stjórnartíðindum ESB, breytir einnig reglugerð (ESB) 2021/2139. Breytingarnar fela einkum í sér að fjallað er um fleiri tegundir starfsemi en áður, þar á meðal framleiðslu á aðföngum í loftslagsvæna tækni. Framseld reglugerð C(2023)3851, sem hefur heldur ekki enn verið birt í Stjórnartíðindum ESB, útfærir markmið reglugerðar (ESB) 2020/852 um sjálfbæra notkun og verndun vatns- og sjávarauðlinda, umbreytingu yfir í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og -eftirlit og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Framseldum reglugerðum (ESB) 2022/1214, C(2023)3850 og C(2023)3851 hefur ekki enn verið veitt gildi hér á landi, og framseldar reglugerðir C(2023)3850 og C(2023)3851 hafa ekki enn verið teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Í meðfylgjandi drögum að reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir því að framseldum reglugerðum (ESB) 2021/2139, 2021/2178 og 2022/1214 verði veitt gildi hér á landi, og að samhliða falli brott gildandi reglugerðir ráðherra nr. 590/2023 og 644/2023. Áformað er að nýja reglugerðin taki gildi sama dag og íslensk þýðing á reglugerð (ESB) 2022/1214 birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Líkur eru á að það náist fyrir áramót.

Gert er ráð fyrir því að reglugerð ráðherra verði breytt til að innleiða framseldar reglugerðir C(2023)3850 og C(2023)3851 þegar þær hafa verið teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og íslensk þýðing þeirra verið birt í EES-viðbætinum. Ekki liggur enn fyrir hvenær það verður.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Deloitte ehf. - 29.11.2023

Hjálagt má finna umsögn Deloitte ehf. um reglugerðardrögin.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landsvirkjun - 29.11.2023

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn Landsvirkjunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Egill Jóhannsson - 29.11.2023

Meðfylgjandi er umsögn í viðhengi frá Brimborg

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Umhverfisstofnun - 04.12.2023

Viðhengi