Samráð fyrirhugað 15.03.2018—22.03.2018
Til umsagnar 15.03.2018—22.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 22.03.2018
Niðurstöður birtar 06.11.2018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Mál nr. 36/2018 Birt: 15.03.2018 Síðast uppfært: 29.01.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
  • Háskólastig

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að ein umsögn barst sem þótti ekki gefa tilefni til breytinga á frumvarpsdrögunum. Sjá lengri texta um niðurstöður í fylgiskjali. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi 6. maí 2019.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.03.2018–22.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.11.2018.

Málsefni

Í lagabreytingunum felst framkvæmd aðgerðar 1.9 í Stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016 en þar segir: „Lög um samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs verði endurskoðuð svo að tryggt sé að stjórnir sjóðanna geti markað stefnu hvað varðar sókn í alþjóðlega samkeppnissjóði og á alþjóðlega markaði. Stjórnir sjóðanna hafi jafnframt heimild til að ráðstafa fé vegna samstarfsverkefna sem hafa verið samþykkt af stjórnum sjóðanna. Einnig sé sjóðunum heimilt að greiða erlendum samstarfsaðilum, eftir því sem við á.“

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Vísindafélag Íslendinga - 22.03.2018

Grunnrannsóknir á Íslandi eru verulega undirfjármagnaðar og það fjármagn sem í boði er til að stunda rannsóknir á Íslandi er margfalt minna en það sem gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Rannsóknaumhverfi á Íslandi er mjög viðkvæmt og brotakennt vegna þessarar vanfjármögnunar. Allar breytingar á forsendum vísindafjármögnunar geta því auðveldlega haft ófyrirséðar afleiðingar.

Þótt stjórn Vísindafélags Íslendinga sé jákvæð gagnvart þeirri meginhugmynd frumvarpsins að Rannsóknasjóður geti styrkt alþjóðleg samstarfsverkefni telur hún æskilegt/nauðsynlegt að íhugað verði hvort það geti haft þá afleiðingu að möguleikar sumra vísindagreina til styrkja minnki í kjölfarið.

Þessari breytingu þyrfti því að fylgja aukið fjármagn til grunnrannsókna til að vega upp á móti minnkun á rannsóknafé sem færi beint til vísindasamfélagsins á íslandi.