Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–22.3.2018

2

Í vinnslu

  • 23.3.–5.11.2018

3

Samráði lokið

  • 6.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-36/2018

Birt: 15.3.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að ein umsögn barst sem þótti ekki gefa tilefni til breytinga á frumvarpsdrögunum. Sjá lengri texta um niðurstöður í fylgiskjali. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi 6. maí 2019.

Málsefni

Nánari upplýsingar

Í lagabreytingunum felst framkvæmd aðgerðar 1.9 í Stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016 en þar segir: „Lög um samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs verði endurskoðuð svo að tryggt sé að stjórnir sjóðanna geti markað stefnu hvað varðar sókn í alþjóðlega samkeppnissjóði og á alþjóðlega markaði. Stjórnir sjóðanna hafi jafnframt heimild til að ráðstafa fé vegna samstarfsverkefna sem hafa verið samþykkt af stjórnum sjóðanna. Einnig sé sjóðunum heimilt að greiða erlendum samstarfsaðilum, eftir því sem við á.“

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

postur@mrn.is