Umsagnarfrestur er liðinn (08.11.2023–22.11.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Drög að reglugerð um breyting á reglugerð nr. 585/2011 um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi.
Reglugerð um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi nr. 585/2011 var upphaflega sett til innleiðingar á tilskipun 2005/36/EB, en sú tilskipun fól að sínu leyti í sér sameiningu 15 eldri tilskipana sem giltu um lögvernduð störf í Evrópu.
Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2013/55/ESB sem fól í sér ýmis nýmæli svo sem viðurkenningu á grundvelli sameiginlegra menntunarkrafna eða sameiginlegs lokaprófs, viðurkenningu á starfsþjálfunartíma nemenda og afmarkaða viðurkenningu til starfa. Einnig voru í tilskipuninni ítarleg ákvæði um upptöku hins svo kallaða Evrópska fagskírteinis (European Professional Card) sem innleitt hefur verið fyrir fimm starfsgreinar.
Haustið 2023 var ENIC-NARIC skrifstofunni, sem sinnir akademísku mati á erlendu námi, falið að taka við afgreiðslu umsókna um viðurkenningu faglegrar menntunar og starfsreynslu iðnaðarmanna samkvæmt reglugerð 585/2011, en Menntamálastofnun hafði sinnt því hlutverki frá árinu 2015.
Meðal þess sem ákveðið var í umræddri reglugerð þegar hún var sett 2011 var að heimilt væri að beita ákvæðum hennar við úrlausn umsókna er bárust frá aðilum sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Byggðist sú ákvörðun á fenginni reynslu af afgreiðslu slíkra umsókna og á því sjónarmiði að ekki væri talin sérstök þörf á að beita sértækum aðferðum við mat og afgreiðslu þeirra. Styðjast mætti við sömu grundvallarviðmið, enda þótt skýr munur væri á stöðu slíkra umsókna gagnvart umsóknum frá EES-ríkjum.
Í seinni tíð hefur vaknað grunur um að umsóknir sem berast frá löndum utan EES uppfylli ekki skilyrði um áreiðanleika og sérstök þörf sé á að viðhafa ríkari aðgreiningu þegar kemur að úrvinnslu þeirra. Með breytingu á reglugerðinni er lagt til að heimilt verði að kalla eftir frumriti prófskírteinis í tilvikum þegar vafi leikur á um áreiðanleika innsendra gagna.
Með hliðsjón af öllu framan sögðu er talin þörf á að endurskoða reglugerð nr. 585/2011 um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu iðnaðarmanna og birtast drög að þeirri reglugerð hér á Samráðsgátt.
Meðfylgjandi er umsögn Fagfélaganna f.h. Rafiðnaðarsambands Íslands, MATVÍS, BYGGIÐN og VM -félag vélstjóra- og málmtæknimanna.
ViðhengiHér meðfylgjandi er umsögn Félags iðn- og tæknigreina
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samiðnar- sambands iðnfélaga.
ViðhengiSjá viðhengi.
Kveðjur
Hildur Elín Vignir
framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins vegna reglugerðar um breytingu á reglugerð nr. 585/2011 á viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi.
ViðhengiSjá viðhengi.
Kveðjur
María Jóna Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri
Viðhengi